<$BlogRSDUrl$>
Google

sunnudagur, júlí 04, 2004

Handagangur í öskjunni 

Horfði á Matrix III í gærkveldi þar til ég lognaðist út af. Kláraði hana í morgun. Þetta er nú ekki merkileg mynd; því nær sem þrettándinn nálgast þynnist hann óðum. Eins og skáldið sagði.

Fékk heimsókn í gær. Það var nett fjölskyldustemming í Þverholtinu þegar Unnur und Sigurjón von Skipasund und / oder Sóltún mættu ásamt Pinkli og frú. Sveinlaug og uppáhalds Ernir voru einnig á svæðinu svo og Davíð Ernir. Þulan lék við hvern sinn fingur og þótti gaman að öllu havaríinu.

Nú sefur þetta skott í vagni á svölum, full af ofnæmi eða kveflús. Dóttir mín er með hor. Merkilegt hvað það er nauðsynlegt að kunna að snýta sér. Fæst börn njóta þess að láta fikta með taubleyu í fésinu á sér í þeim tilgangi að ná hori sem lekur. Þula Katrín er engin undantekning.

Annars er knattspyrnuleikurinn eftir rúma 6 tíma, ég veit svei mér þá ekki hvað ég á af mér að gera þangað til. Er latur, væri til í að borða eitthvað og liggja svo fyrir á meltu.

Hlakka til föstudagsins, hef einnig verið að velta fyrir mér afmælisgjöf. Hef þó nokkrar hugmyndir sem þarfnast samhammrænnar útfærslu. Kannski ég hringi í einhvern til að fá fídbakk.

Þá er bara að vona að hann snúist ekki í útsýning...


fimmtudagur, júlí 01, 2004

Af tvíförum og öðrum förum. 

Var að velta fyrir mér hvernig það væri að eiga tvífara. Samtarsmaður minn var að segja mér frá að hann eigi "illann" tvífara. Fólk sé að koma upp að honum og fullyrða að hann hafi unnið með þeim við skúringar. Hann kannast hins vegar ekki við að hafa unnið við skúringar á lífsleiðinni. Ég segi nú bara að það væri eins gott að minn tvífari kynni að þrífa klósett. Hugsið ykkur hve það væri slæmt fyrir afkomanda Frussu að eiga tvífara sem ynni við skúringar og væri þekktur af því að þrífa klósettin illa.

Halldór Benjamín Þorbergsson er ungur maður sem skrifar reglulega pistla á Deiglunni. Hann er skemtilegur aflestrar.

Annars er sumar á Íslandi og líður(greyið) að afmæli Sleggjunar. Heyrst hefur að einhverjir séu að velta fyrir sér hvað gefa skuli þeim gamla. Þeir sem hafa hugmyndir ættu að stinga upp á þeim, svona til þess að sá gamli fái nú pakka.

En hvað gefur maður 75 ára gömlum karli. Það er ekki eins og hann vanhagi um eitthvað. Ég sting upp á gjafakorti í Lyfju. Finnst það bæði praktískt og fyndið.

Annars verð ég fjarverandi á þessum merkisdegi og kem því ekki til með að mæta í afmælisveisluna. Sendi fulltrúa minn. Verð staddur í Lundúnum á fundi og formúlu.

Og það var og....
This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com