<$BlogRSDUrl$>
Google

sunnudagur, janúar 02, 2005

God bless us, everyone... (vinsamlegt bros) 

Þá er það 2005. Læðist fram bros í munnviki í hvert sinn er ártal endar á fimmi. Þá á Gweldan stórafmæli.

Rétt er að líta yfir farinn veg á svo stórum tímamótum. Áramótum á ég við. Á fertugsafmælum á maður bara að líta fram veginn, svo mann ekki sundli...

Sjaldan held ég að ég hafi fundið eins til með mannkyninu eins og á þessu ári. Guð er ekki í góðu skapi þessa dagana, sagði frómur maður þegar fregnir bárust af manntjóni í eldsvoða í Buenos Aires um áramótin. Ekki orðum aukið. Ætlann sé ekki að rassskella okkur fyrir það hvað við erum staðföst í að reyna að útrýma okkur sjálf. Skyldum við læra eitthvað af því? Skyldu hamfarir hátíðanna vekja heimsbyggðina til umhugsunar um hversu mikils virði sérhvert mannslíf er? Eða skyldum við fella tár yfir heimilis- og foreldralausu barni við Indlandshaf, snýta okkur hraustlega og halda staðföst áfram að rústa heimilum og murka lífið úr foreldrum barna í Írak? Spyr sá sem reyndar veit svarið.

Á árinu kom út amerísk stórslysamynd um afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna. Ég hef reyndar ekki séð hana en reikna fastlega með því að einhverjir hugvitssamir amerískir ofurhugar hafi í lok myndarinnar náð að snúa þróuninni við og bjarga mannkyninu. Í alvöru veröldinni eru sófakartöflur heimsins, þær amerísku fremstar í flokki, að verða langt komnar með að gera áhrifin óafturkræf og guð blessi oss þá, öll sem eitt... Við Íslendingar vorum svo heppnir að fá aukakvóta út á fínu stóriðjuframkvæmdirnar okkar, megum sleppa meiru en góðu hófi gegnir út í heiminn okkar allra. Jibbí, svoddan atorka í stjórnarliðunum okkar! Ég fussa og sveia, keyri í vinnuna þó hún sé í göngufæri og flokka ekki sorp. Semsagt, fullkomið virðingarleysi fyrir komandi kynslóðum. Svo ekki sé tekið dýpra í árinni.

Það kom líka út ný Stuðmannamynd á árinu. Hún var einn af plúsunum.

Hápunktar ársins hjá mér voru utanlandsferðir tvær. Dásamlegar báðar tvær, hvor upp á sinn. Ætla ekkert nánar út í það á þessu stigi enda sjálfsagt búin að gera þeim skil áður. Eitt situr þó í mér núna: Við flugum heim frá New York að kvöldi 4. júlí og upplifðum það að horfa niður á flugelda. Þegar ég var á leið frá Barcelona til Kaupmannahafnar í ágúst var mikið þrumuveður að ganga yfir Evrópu. Þá horfði ég ofan á eldingar. Eitthvað óraunverulegt við það.

Svo fór ég í skóla þó stutt væri. Það var gaman.

Hér verður gert hlé þar sem ég þarf að sinna mikilvægari málum.

laugardagur, janúar 01, 2005

Af raunum Miðlunarþjónustu Höfuðborgarsvæðisins bs. 

"Þú verður að finna kall handa mér" sagði hún með óræðnum svip í andlitinu. Furðu lostinn leit ég á konuna og sagði "var ég ekki örugglega búinn að því? ". "Já en hann var svo nýskilinn og ekkert hægt að vonast eftir því að svoleiðis maður vilji festa ráð sitt í bráð. Enda virtist honum bregða þegar henn áttaði sig á að ég á tvö börn" bætti hún við. "Elskan mín, hann áttar sig á því bráðlega á því valflokkurinn fyrir menn á fertugsaldri er meira svona einstæð með nokkur börn. Bíddu bara.....".

"Ég bíð bara ekki neitt. Þið eruð nú meiri andskotan lyddurnar þessir karlmenn.Duglausir í alla staði".

Orðlaus yfir ákveðni konunnar hallaði ég mér fram, tók upp símann og valdi fyrsta nafnið í símaskránni minni. Meðan ég beið eftir því svarað yrði sendi ég svona "ég redda þesssu þá fyrir þig" augnaráð til hennar.

Sónninn var rofinn þegar svarað var.

"Halló"

"Albert, blessaður Óli hérna"


Annað var það ekki.........

Gleðilegt nýtt ár. 

Nú árið er liðið í aldanna skaut og frussungar, sem áður hétu reyndar Hammerzar, líta með velþóknun yfir farinn veg sem og með bjartsýni til nýrra tíma. Megi þeir verða okkur til gnægta og hamingju.

Annað var það ekki....

fimmtudagur, desember 30, 2004

Takk fyrir komuna 

Þakka öllum sem lögðu leið sína í Þverholtið í gærkveldi. Það var gaman að sjá ykkur öll.

miðvikudagur, desember 29, 2004

Og sjá ég boða yður mikinn fögnuð..... 


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com