<$BlogRSDUrl$>
Google

sunnudagur, mars 27, 2005

Gleðilega páska ! 


Sem einlægur aðdáandi páskaeggja hef ég í gegnum tíðina lagt mikið upp úr því að fá í það minnsta eitt stórt egg um hverja páska. Það hefur að mestu tekist áfallalaust og oftar en ekki endað í mikilli súkkulaðiveislu. Það var því með mikilli tilhlökkun sem ég opnaði eggið mitt og settist niður til átu. Og ég át. Heila fjóra bita og þá var ég búinn að fá nægjanlegt súkkulaði. oooohhhhhhh..... ég er sem sagt búinn að fá fylli mína af páksaeggjum. Ætli það sé vegna aldursins? Ég spyr?

En að öðru leiti, Gleðilega páska!

föstudagur, mars 25, 2005

Bandaríkjaher segir bin Laden hafa verið í Reykjavík. 


Osama BinLaden á svæðinu ?

Erlent | mbl.is | 25.3.2005 | 11:07
Bandaríkjaher segir bin Laden hafa verið í Reykjavík.
Samkvæmt skjölum bandaríska hersins, sem gerð hafa verið opinber, hafa bandarísk stjórnvöld staðfesta vitneskju um það að Osama bin Laden, leiðtogi al Qaeda-samtakanna, hafi verið í Reykjavík í gærkvöldi. Mun Bandaríkjaher íhuga áhlaup á hernaðarleg mannvirki á svæðinu í framhaldi af fréttunum.
Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fram að þessu sagt að ekki væri vitað hvort bin Laden hafi verið á svæðinu en í skjölunum segir að fangi sem er í haldi Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu hafi aðstoðað hann við að komast þangað.

Frétt vikunnar 

Gleðilega Frussupáska! 

Muna að hafa hátalarana á svo þið missið ekki af fjörinu:
Meet the bunnyman.

Múlan Rús 

Um þessar mundir erum við í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ erum að setja upp söngleikinn Múlan Rús. Við höfum fengið til liðs við okkur margt gott fólk en Björk Jakobsdóttir er leikstjóri, Hallur Ingólfssontónlistarstjóri, Lovísa Gunnarsdóttir danshöfundur og MagnúsKristjánsson ljósahönnuður. Verkið hefur fengið frábæra dóma en fyrirstuttu sagði í Morgunblaðinu ,,Fyrir svona sýningu er bara hægt að hrópa húrra".
Múlan Rús er ástarsaga ungs skálds, Kristjáns, og gleðikonunnar Satín.Sagan gerist árið 1899 í París, nánar tiltekið í hóruhúsinu Rauðumyllunni eða Múlan Rús, næsturklúbbi og hóruhúsi þar sem frú Zidler réð ríkjum. Þetta var ástarsumarið mikla þegar bóhemarnir höfðu gert byltingu og léttúðin og listin réðu ríkjum. Borgin var miðja hins bóhemíska lífs og sannleikurinn, fegurðin, frelsið og ástin skipti öllu máli. Satín er einstaklega fögur kona og Kristján verður ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Honum tekst að vinna hjarta hennarog upp hefst leynimakk um að halda ástarsambandinu leyndu fyrir hertoganum, sem telur Satín vera sína. Úr þessu verður til spennandi atburðarrás og skipa forboðin ást, dans og skemmtileg tónlist stóran sess í sýningunni.
Við hvetjum alla sem ekki eru búnir að sjá þessa frábæru sýningu tilað drífa sig af stað því síðasta sýning verður 5. apríl. Auk þess eru sýningar 29. mars, 1. apríl og 2. apríl. Allar upplýsingar er hægt aðnálgast í miðasölunni sem er opin á skrifstofu skólans alla virka daga frá 8 til 18 eða í síma 520-1600.

fimmtudagur, mars 24, 2005

14. jólasveininn loks til byggða. 

.

14. jólasveinninn "Ríkisborgararéttssnýkir" hefur nú loks skilað sér til byggða. Það var "vinur hans" Óliver Twist sem kom honum til byggða nú undir kvöld. "Ég var búinn að leita lengi þegar ég loksins fann hann en að koma honum til byggða hefur þó ekki verið leikur einn" sagði Sæmundur við fréttastofu Frussunar.

Nánar verður sagt frá komu "Ríkisborgararéttssnýkis" í fréttum kl. 8

miðvikudagur, mars 23, 2005

Niðurstöður úr brandarakeppni Frussunnar 

Sakir magns af aðsendu efni var brugðið til þess ráðs að birta niðurstöður brandarakeppninnar á þartilgerðri heimasíðu, www.bestibrandarinn.blogspot.com.
Þar getið þið séð alla brandarana sem sendir voru inn.

Erfitt reyndist að velja á milli tveggja sigursælustu brandaranna, innleggja tveggja jafnfynndnustu meðlimum Frussunga.
Er dómnefnd þeim æfinlega þakklát fyrir að halda uppi heiðri og húmor Frussunnar, hinum til yndis og ánægju.
Var það úrskurður dómnefndar að báðir brandarar verðskulduðu fyrsta sæti. Brandari Gweldu situr því í fyrsta sæti á hægri rasskinn og brandarli Lava á þeirri vinstri.
Megi bæði sátt við Una.
Óhætt er að segja að án ykkar væri lítið um dýrðir.

Lifið heil.

mánudagur, mars 21, 2005

Páskar Júhanson 

Jamm og jæja. Ég er með biluð meltingarfæri eins og kemur fyrir á bestu bæjum. Þar sem læknastofur eru ekki beinlínis mínir uppáhaldsstaðir hef ég nú barasta látið það svona farast fyrir að leita þangað vegna málsins, enda hvimleitt í alla staði og lengi má fara lasinn í rúm að kveldi í von um að vakna hreinlega stálsleginn að morgni.

En svo kemur að því að skynsemin byrjar að sparka í rass. Hviss bamm búmm eins og Villi segir og allt í einu situr maður uppi með útstungna arma og fangið fullt af pillum og hylkjum og pípum og fyrirskipun um að vera FASTANDI Á PÁSKUNUM!!

Geri aðrir betur. Eins gott að maður verði læknaður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com