<$BlogRSDUrl$>
Google

sunnudagur, júlí 17, 2005

Ég kom við í versluninni Amasónu í gærkvöldi, einu sinni sem oftar. Ánægjuleg búð, Amasón. Nema hvað. Eins og aðrir sem njóta umræddra verslunarhátta er ég í reikningi hjá búðinni og hef sérstaklega gaman af því að fá hin ýmsu tilboð sem sniðin eru að "þörfum" mínum. Þetta er mér eilíft ánægjuefni. Ég verð að afhjúpa hér þá staðreynd að ég er ekki bara með einn reikning, heldur tvo, hjá þessu dásamlega, netvædda mammonsmekka.
Því er nefnilega þannig farið að fyrir einhverjum árum keypti ég bækur hjá Amasónu, stofnaði reikning og gleymdi leyniorðinu mínu um leið. Samviskusamlega sendir Amasóna mér póst í vinnuna og lætur mig vita þegar viðkomandi rithöfundur, eða aðrir snjallir intellígensurithöfundar, gefa út bækur sem Amasóna heldur að ég hefði gaman af. Þetta er gáfumannareikningurinn minn.
Hinn reikningurinn, sá meira notaði og leyniorðsþekkti, er meiri áskorun fyrir þá Amasónara. Obbolítið erfiðara að finna út áhugasvið svona komplex konu, sem er greinilega fyrir soldið svona fyndið stöff en líka svona listasnobbí stöff og líka svona hinsegin stöff og svo sillí stöff og pólitískt stöff og Star Wars ofan í kaupið. Þannig að í gær stungu þeir upp á því að ég keypti Bucks Fizz...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com