<$BlogRSDUrl$>
Google

sunnudagur, janúar 15, 2006

Litla Hryllingsbúðin 

Ókei, ekki halda að yfirskriftin þýði að hér sé allt í vitleysu.
Ónei, hér hefur verið blessunarlega rólegt síðan um áramót.

Ég er bara að spá ... ég man eftir að hafa séð Litlu Hryllingsbúðina fyrir einhverjum árum, þar sem Edda Heiðrún var ein af stjörnum sýningarinnar og Laddi fór hamförum. Ég hef bitið það í mig að Megas hafi þýtt textana fyrir þessa uppsetningu.

Ég man eftir að hafa fengið alla þessa texta á heilann. Í dag eru er ég allt í einu óörugg með textana þegar ég fór að rifja upp.
Mig vantar auðvitað sönginn um Baldur sem byrjaði "Ég veit, Baldur bestur er kosta ... en kærastinn minn er með kvalalosta ... "
Getur einhver hjálpað mér?

Ég veit að stykkið hefur verið sett upp síðan, meðal annars á Akureyri. Ég veit ekki hvort notast hefur verið við sömu þýðingu á textunum.
Endilega látið mig vita ef þið getið hjálpað eitthvað með þetta.

Og að lokum vil ég óska öllum góðs gengis með myndatökurnar fyrir ljósmyndasamkeppni Lava.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com