<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, apríl 12, 2003

Kæri Héri minn!

Velkominn í hópinn. Sumir kalla þetta Pollýönnu syndrómið en þetta eru bara lukkupillurnar sem laumast í kornflexið okkar á morgnana. Ég spái því að ég verði útlæg ger úr flestum félagsskap áður en langt um líður út af þessari "andskotans jákvæðni alltaf hreint". Þykir ekki sérlega íslenskt að vera svona svakalega sáttur. En við skulum bara njóta þess, ég og þú. Ég hef lúmskan grun um að þau hin komi út úr skápnum fyrr en síðar.

Annars er það að frétta frá Mörlandi að Hammerzar fjölmenntu í fermingarveislu í dag og gera annað eins á morgun. Fermingardrengur dagsins (sem reyndar verður fermdur á morgun) og frænka hans (sem reyndar var fermd um síðustu helgi) gengu um sali og blönduðu geði við gesti sína með klassísku ávarpi: "Hvernig líkar ykkur maturinn?", "Er gaman í veislunni?" og "Skemmtið ykkur vel!" Slógu gersamlega í gegn.

Nú þarf ég að biðja ykkur að afsaka mig þar sem ég er að fara að baka fyrir fermingarstúlku morgundagsins.

Gleðikveðja!!

föstudagur, apríl 11, 2003

Er þetta áskorun?

Reyndar er málið það að í mígrenilandi eru svona myndir sem hreyfa sig ótrúlegt álag á augun.

Note to Sveimhugi: Ég skrifaði "sjálfsvorkun" og "húmor"... Fór ekki multi-lingual leiðina í þetta skiptið. Hefði kannski átt að skrifa "íslensk fyndni".
Ég veit ekkert meir um HGH Experiment gelluna en það sem stendur um hana á heimasíðunni hennar. Hún er greinilega að prófa einhverjar sprautur við þessum óvenjulega sjúkdóm. Vantar í hana vaxtarhormón og fullt af einhverju fleiru eftir að tekið var úr henni æxli.
Mér ber bara alltaf svo mikla virðingu fyrir fólki sem þarf að leggja töluvert á sig til að geta borðað hamborgara, það er svona dæmi sem heitir "hamborgarann eða lífið!"

Annars var ég að finna dálítið sem þið verðið að sjá. Snilld. Meet Kikkoman
Muna að hafa hljóðið á.



fimmtudagur, apríl 10, 2003


Uhhh... fer ég í taugarnar á einhverjum ? Ég er svoddan sóðastrákur...

Hvaða gella er þetta Tutla ? Þessi HGH Experiment ???







New Page 1







thumbnail







Tutla, ertu búin að prófa http://www.altavista.com og velja image ?

Annars á ég harma að hefna, ætla að fara og DOMINOa.

Fjandinn hirði piparjónkuna á skjánum.

Þessi pæja neyddist til að taka sér tak. Damn, maður, og ég sem hélt að minn bati væri erfiður! Hún er frekar mótiverandi að lesa og minnti mig líka á þær konur í fjölskyldunni sem með hörku drekka vant og hugsa mjó. Ég passa bara að borða á þriggja tíma fresti, fara snemma að sofa, og hugsa glöð og stresslaus. Blessuð konan þarf að gera töluvert meir. Hún heldur húmornum, það er alltaf það eina sem virkilega blívur.
Ef maður slær inn "sjálfsvorkun" á Google Images þá eiga þeir enga mynd af því á skrá. Ef maður slær inn húmor þá eiga þeir um 147 þúsund myndir.

Jæja krakkar.

Þá er mín komin með flugmiðann í hendurnar. Vinnumálin eru í góðu. Ekkert að gera nema að fara út að hjóla næstu tvær vikur og njóta lífsins þar til ég flýg út 25. apríl. Ég er strax farin að hlakka til að blogga frá New York.

dumdídum... hmmm. best ég máli smá.

ps.
smá frústrasjón í gangi. Er einhver til í að gera eina af þessum skoðanakönnunum um hvort gluggagæjir hér við hliðina á sé vinsæll. Ég vil hann burt, hann er farinn að fara óskaplega í taugarnar á mér. Ég þekki fólk sem myndi segja að ég væri ekki nógu frjáls núna en svona er þetta bara.

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Djísus, hvenær læri ég að gera post og publish áður en ég logga mig út?

Ókei, það hljómaði einhvernvegin svona:
Tutla komin með vinnu stop fötluð börn en engar vaktir stop semsagt kúkur og lemj fyrir minni pening og minna mígreni stop Keypti afmælisgjöfina stop Byrja að njóta hennar 25. apríl stop Er í siðgæðisdílemu yfir því að vera Íslendingur (í stríði), búandi í Danmörku (í stríði), á leiðinni í sumarfrí til Bandaríkjanna (í stríði) stop Kenni hr. Bush, hr. Fogh Rasmussen, hr. Oddsyni, og hr. Mason um vandamálið stop


6. Rýn 7. apríll

Horfði á stórkostlegan þátt um jurtaætur. Það er Davíð Attenborough sem á veg og vanda af þessum þáttum um lífshætti spendýra. Frábært sjónvarp.
Að öðru leiti var dagskrá kvöldsins þunn fyrir utan endursýningu á Spaugstofu síðan á Laugardag. Þeir eru aftur að verða frekar fyndnir.

P.s. Ég hef verið hér

mánudagur, apríl 07, 2003

3., 4. og 5. rýn 4-6 apríll 2003

Hef legið í sjónvarpsglápi af og til um helgina en ekkert stóð upp úr nema kannski Formúlan og síðan söngur Geirs H. Haarde á laugardagskvöldið.
Sá reyndar ansi skemmtilega stuttmynd á RUV eftir Ara Eldjárn um miðaldra smið sem hugsar til aftur til þess tíma er hann var kvennagull í bítlasveitinni Tindum. Bara ansi skemmtileg.
Fór hins vegar með minni konu á leikhús á föstudagskvöldið og sá "Allir á svið". Farsi sem er ófyndinn fyrir hlé en vinnur sig upp eftir hlé og nær hámarki í uppklappinu. Ég er og verð aðdáandi Lollu til lífstíðar.

Rakst á þessa smásögu á endalausu vafri mínu um vefinn


Ps. Everything I hate about America for $19.95

sunnudagur, apríl 06, 2003

Hjá Tutlu var óvenjulegt matarboð í gær. Pinkill og frú hans og Heiðinn litli komu í mat. Fjórði gestur var Virtúósa litla frá Berlín. Það sem er óvenjulegt við þetta er að 3/4 gestanna hafa aldrei komið áður og koma líklega ekki aftur í senn.
Boðið var mjög skemmtilegt. Heiðinn hélt uppi áhugaverðum samræðum allt kvöldið. Rædd var pólutík, trú og eðlisfræði af miklum eldmóði. Var niðurstaða kvöldsins að sama spjallgen væri í Heiðni sem og Tutlu og Spjallaugu. Þetta er gott gen og ganglegt. Sagði Heiðinn að lokum að það skipti ekki svo miklu máli hvað maður talaði um, ekki svosem heldur hvort maður vissi hvað maður talaði um, heldur væri atriðið að það væri skemmtilegt.
Virtúósa sefur þyrnirósarsvefni uppi í bólinu mínu. Ég vek hana þegar ég er búin að blogga... ég ætla að nýta hana í uppvaskið.

Sveimhugi minn, ef þú þarft einhverja hjálp þegar kemur að því að taka í hann þá er ég fyr og flamme og kommer með de samme.

... og svo hef ég verið hér og hér!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com