<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ármann háskólakennari í bókmenntafræði 

Ég veit ekki hvort þið vitið af þessari krækju hér.

Ég get svarið það að skrif þessa mans eru algjört "turn on" fyrir fólk sem finnast gáfur vera sexý. Ég myndi ekki kalla þetta porn ... en það er algjör nautn að lesa pælingar þessa manns.

Og hver man svo ekki eftir kappanum úr sjónvarpinu hér um árið þar sem hann tróð upp með tvíburabróður sínum?
Jibb, Ármann Jakobson og Sverrir Jakobson heita þeir bræðurnir og voru á þeim tíma nemendur við Menntaskólann við Sund. Gettu betur ...

Ég hef ekki lesið neitt sérlega mikið af síðunni hans Jakobs en ekki er hægt að segja annað en að þessir í sína tíð "ungu menn" hafa þroskast vel.

Ég mæli alveg sérstaklega með nýársgátu Ármanns sem fékk mig til að gapa yfir hvað hann er ógeðslega flottur töffari.

Þið vissuð kannski öll af þessu?

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Hið myndarlega Klan du la Hammer 

Elsku fjöl-skylda, vinir fjær og fjær. Í tilefni myndasamkeppni hefur spúsa du la Sveimhugi sett upp Al Bum a la Al Jazera á netinu.

Njótið!

Meira af nýju ári. 

Stórkostlegi kærastinn minn ætlar að hitta endurskoðandann sinn í dag.
Þeir ætla að spjalla um fjármögnun til húsakaupa.

Þetta hefur nú ekkert verið á döfinni sérstaklega en við höfum nú svosem vitað að með fjölgun í fjölskyldunni þyrfti meira pláss.
Við vorum nú svona að gæla við að bíða næstu þrjú árin samt. Þröngt mega sáttir, og allt það.

Svo hafa menn ekkert verið sáttir upp á síðkastið. Þreyttir á látunum í "miðbænum".
Og í Helvítis Emil á efri hæðinni.
Strákskratti.

Sá hefur nú barasta allur færst í aukana eftir að ákveðið var að setja lögfræðing í málið. Og eftir að skýrt var út fyrir honum að ef hann tapaði málinu þá þyrfti hann að borga hússins kostnað af lögfræðiveseninu. Ef við töpum hækkar leigan okkar allra til að standa undir kostnaðinum af þessu máli.

Við höfum flúið íbúðina okkar þrisvar í þessari viku og fengið að gista hjá vinum og vandamönnum. Nýársnótt var nú bara skynsemisákvörðun því það er allt vitlaust í hverfinu. Danir eru ekkert rosalega færir með flugeldana (sbr. blessaðan unga manninn sem fullur ákvað að láta sem raketta væri vindill og sprengdi af sér andlitið á nýársnótt) og þeir detta alveg jafn hraustlega íða og Íslendingar.
Hinar næturnar voru meira svona, úff maður, Emil er með gesti, og úff maður, nú er komin nótt og hann er að færa til húsgögn á efri hæðinni. Líklega rankaður úr nýársrotinu og farinn að taka til eftir partýið.

Þetta er þreytandi og slítandi og þótt húsið næði að henda Emil litla út breytir það ekki að það er hljóðbært í 150 ára gömlum blokkum. Og að hverfið er orðið aðlaðandi fyrir unga menn sem vilja vera nálægt "byens puls".

Ákvörðunin um húsið færðist líka töluvert nær eftir að spáin um 7% fasteignaverðshækkun kom í nýársfréttunum. Og eftir að SK sá hús til sölu sem hann langar að kaupa.

Voða fínt hús, ódýrt á góðum stað.
Svona hús sem fær mann til að hugsa "hvað ætli sé að því?"
Svona hús sem við ráðum varla við að borga af þó það sé það ódýrasta í hverfinu.
En samt svona hús sem fær mann til að spjalla aðeins við endurskoðandann sinn.
Og vonar að hann fari ekki að flissa stjórnlaust þegar hann heyrir hvað það kostar.

I'll keep you posted.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Fyrst á árinu! 

Jibb, ég er sú fyrsta til að skrifa á þessa fínu síðu á árinu.

Ykkar
Tutla

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com