<$BlogRSDUrl$>
Google

mánudagur, desember 20, 2004

og svo jólin ... 

Ég vil nota tækifærið og óska öllum Hammerum alsældar á komandi jólahátíð.
Ég sé að þið eruð flest mjög bissý og vona að stressið sé ekki í jólapakkanum í ár.

Ég er sérdeilis óstressuð í ár.
Ég skúra ekki og kaupi aðeins eina jólagjöf.

Jibb.
Við hjúin ætlum að halda jólin hátíðleg með því að sofa út, og svo júlla okkur yfir til móður Stórkostlega Kærastans á aðfangadagskvöld. Við erum nógu gömul til að hafa fattað að jólasveinninn er ekki til, og að skítur kostar ekki péninga og étur ekki mat.
Hjá tengdó verða haldin Dönsk jól (með stóru déi). Við steikjum svín með pöru, og spilum myndalottó.

Já, og þar kemur einasta jólagjöfin til spilanna. Sá sem vinnur lottóið, fær að velja eina gjöf undan trénu. Svo geri ég ráð fyrir að spilað verði að nýju. Ég er ekki viss hvernig staða kemur upp í boðinu ef einn vinnur allar gjafirnar. Sá verður líklega barinn, og þar er komin skýringin á hvers vegna systkyniunum hefur aldrei komið saman.

Gjöfin má ekki kosta meira en 50 dkr. sem er ca. 564.543 ISK (að mati XE dot komm).
Ég veit ekki hvernig þetta er á Íslandi, en hér er lítið spennandi að fá fyrir 50 kallinn. Kærastinn stakk upp á 10 dósum af niðursoðnum tómötum.

Oj. Ömurlega glatað. Síðan hvenær snérust jólin um eitthvað annað en að kaupa flottan pakka og gefa einhverjum sem svo varð ofsalega glaður?
Síðan hvenær snérust jólin um gleðina af að spila myndalottó?

Sjálfri mér samkvæm, leita ég nú í vöku og draumi að leið til að svindla á þessu öllu saman. Hef meðal annars ákveðið að leika jólaálf og koma fyrir gjöf á kodda mömmu kærastans. Hvernig ég kemst í kringum 50 kallinn veit ég ekki enn. Ég sá svo flottan hitabrúsa, sem myndi passa fínt fyrir bæði kynin, á 98 krónur. Hef ekki fundið neitt fyrir 50 kall nema drasl. Stræka á að gefa drasl í jólagjöf.

Ég vil að sjálfsögðu keep you posted.

En þangað til, gleðileg jól.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com