<$BlogRSDUrl$>
Google

þriðjudagur, desember 14, 2004

Jólin, jólin....  

.

Elsku kæru yndislegur fjölskyldumeðlimir.

Í tilefni jólanna hef ég ákveðið að óska ykkur gleðilegra jóla, þakka ykkur fyrir árið sem að er að líða og vona ég ynnilega að þið munuð eiga farsælt komandi ár.




Þessi jólin mun ég vera í Kjarrmóum 3, 210 Garðabæ með Gunnari og fjölskyldu hans, en seinn um kvöldið mun ég fara og hitta fjölskylduna mína (og kannski opna fleiri pakka :b (hver veit)) í Sigurhæð1.


En eins og ég sagði fyrr, þá óska ég ykkur gleðilegra jóla



Vegna veikinda 

Er sem stendur heima hjá mér vegna veikinda dóttur minnar. Hún komin með gubbuna. Skrýtið hvað gubbunni skýtur alltaf niður rétt fyrir jól.

Á þessum tíma í blogginu er rétt að biðja lesendur afsökunar á því að læða "Það ætla ég að vona að ég fái ekki gubbupest" og "Fæ hana þá örugglega á aðfangadag" hugsununum inn í hausa þeirra.

Aumingjans stúlkan vaknaði upp í morgunn með pínu í maga. Í föðurlegri andakt lét ég hana vita af því að þetta væri nú "bara prófskrekkur og í versta falli skrópasýki" (munið þið eftir Pennastokk lækni og fröken reglustiku aðstoðarkonu hans?). Lausnin væri diskur af Sjéríósi og gera síðan sitt besta í prófinu. Meira væri ekki beðið um. "Og drífa sig þú ert að verða of sein".

Mín ansi dugleg, hafði sig í prófið í fyrsta tíma en ældi síðan eins og múkki yfir tölvu í tölvustofunni í næsta tíma á eftir. Var send heim og ég kom að vörmu með samviskubit yfir því að gera lítið úr magaverkjum dóttur minnar.
Sit því hér heima hjá mér og blogga.

Frí frá staurnum um helgina og því talið upplagt að lifta sér á tá og hæl.

Fór og át frúkost hjá frænda vorum Sigurði Hall. Ótrúlega gott, hmm hmm.

Síldar- og laxaréttir:
Marineruð síld, ilmuð með einberjum og brennivíni.
Kryddsíld með Grand Marnier og appelsínum.
Karrísíld með eplum og vorlauk
Rússneskt síldarsalat með rauðrófum.
Sinnepssíld með kartöflum.
Steikt síld í léttsýrðum ediklegi með rauðlauk.
Graflax, sérlagaður að hætti hússins.
Reyktur lax með piparrótarsósu.

Kaldir og volgir paté- og kjötréttir:
Norðlenskt hangikjöt með uppstúi.
Hamborgarahryggur rauðrófu-hvítkáls-piparrótarsalati.
Hreindýrapaté með cumberlandsósu.
Dönsk lifrarpaté með sveppum og lauk.
Innbökuð kryddpylsa.
Léttkryddaðar frikadellur.
Reyktur lundi á piparótarsalati.

Heitir kjötréttir og saltfiskur:
Stökksteiktur Grísahryggur með púrtvínssósu.
Hreindýrasteik með villibráðar-rjómasósu.
Kalkúnabringur með hnetu- og villisveppafyllingu.
Steiktur saltfiskur á tómatmauki með kartöfluskífum.
Heimalagað rauðkál með kryddi og eplum.
Waldorf salat.
Brúnaðar kartöflur – gratíneraðar kartöflur.

Eftirréttir og ostar:
Blandaðir sérvaldir íslenskir ostar.
Ferskir ávextir í sætum legi.
Sérrítrifle.
Eplaterta.
Súkkulaðimúss.
Riz a l' amande.
Kirsuberjasósa.
Chantilly-krem.

Þessu var rennt niður með Hvítu víni, jólabjór, sleppti dönskum snabbs og trönuberjavodka.

Laugardagurinn fór síðan meira og minna í að vera saddur.
Þangað til komið var að afmæli Damma Murtu. Þar fékk ég mér tvisvar af einkar glæsilegu hlaðborði Gweldu.

Skellti mér síðan heim og góðir gestir sáu um að elda kvelverðinn á mínu heimili. Steiktur Lundi í villibráðarsósu með soðnum kartöflum og grænsallati. Hnallþóra í eftirrétt. Þessu var skolað niður með Bæverskum mjöð, kaffi og koníaki.

Var lengi frameftir aðfaranótt sunnudags og lítið var etið á sunndegi fyrir utan Góðglaðar kjúklingabringur í sósu með´grjónum og grænblöðum. Skoluðum þeim niður með Glóaldinlímonaði kenndu við Egil.

Fórúm síðan í Ljósatúr á sunnuedagskvöld með árvissu stoppi í ísbúð Vesturbæjar, einn gamaldags í vöfluformi með lúxusdýfu og snickers.

Að öðru leiti er svo sem ekkert að frétta af mér nema maginn hefur verið til eilítilla ama. En hver spyr svo sem að því þegar hann er hættur að reykja.

Annað var það ekki.

Tékkitt! 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com