<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, mars 19, 2005

Fyrir tiltekt 

Búinn að drekka morgunkaffi og hef komist að þeirri niðurstöðu að besti tími vikunar eru laugardagsmorgnar. Þeir ná því þó ekki nema eftirfarandi reglum sé fylgt eftir.

1. Fyrst af öllu þarf að tryggja friðinn.
2. Síðan þarf að hafa til fulla könnu af kaffi og ekki er verra að skella eihverju í ofninn, t.d. Croissant eða beyglum.
3. Taka til blöðin, verða að vera öll ( Mogginn, Fréttablaðið og DV.
4. Blöðin má ekki snerta fyrr en morgunnmatnum er sleppt.
5. Allir fá að smakka á nýbökuðu en síðan eiga börnin að láta foreldra sína í friði á meðan þau kjamsa á fréttum vikunnar.
6. Tveir tímar minnst.
Þegar þessum reglum er fylgt þá fyrst er möguleiki á því að maður sé tilbúinn í tiltekt í geymslu eða í ferð á útsölu.
.
Laugardagsmorgunn hjá Lava

föstudagur, mars 18, 2005

Gullalitla búningahönnuður 

Jæja kæru fjölskyldumeðlimir! Langt síðan ég hef bloggað! Hér er samt ástæðan fyrir því! Ég hef verið að vinna að uppsetningu söngleikssins MÚLAN RÚS í FG. Þar er ég búningahönnuður og sá um að hanna alla búningana og sauma þá flest alla. En núna eru sýningar hafnar og ég hef minna að gera (þó alls ekki búin) Mig langaði að auglýsa þetta fyrir ykkur vegna þess að fólk er að tala um að þetta sé sýning ársins! Og meira að segja Borgarleikhúsið að skoða hvort að sýningin verði keypt í sumar! Foreldrar mínir og Amma&afi koma á sýninguna 29. mars og ef ykkur langar þá verða fleiri sýnigar en sem stendur eru næstu sýningar 23.mars og 29.mars. Svo eru planaðar aukasýningar 1. 2. og 7. apríl (þó er ekki byrjað að auglýsa þessa daga svo að ég veit ekki hvernig það er með að kaupa miða á þær en endileg að prófa! Látið mig svo vita þannig að ég geti hitt ykkur á staðnumm :) Miðasala fer fram á skrifstofu skólans frá 09:00 til 18:00 alla virka daga og einnig í síma 520-1600, miðinn er á 1500kr. Sýningarnar eru í hátíðarsal skólans klukkan 20:00. Endilega komiði og sjáið! (búningana!)

fimmtudagur, mars 17, 2005

Áhugi fyrir vörubifreiðarkaupum 

Svona líður mér í dag

miðvikudagur, mars 16, 2005

Sá lifir sem étur 

. Önnur tilraun......

Sá lifir sem étur 

Ég ét. Mikið. Lifi stórt. Kannski lengi. Kannski ekki. Áðan spændi ég upp einn kadburríseggjapoka á meðan ég horfði á Ewan sæta í sjónvarpinu. Hann er ekki bara sætur, Tutla. Hann er hönk. Þriggja vaffa, gæti ég trúað. Fer vel með klæddu súkkulaði.

Ergó: Æmalæf. Og meðan ég lifi, lifir Frussan, mitt skilgetna afsprengi. Ég var bara að láta reyna doldið á hina ævisöguritarana. En nú sný ég aftur með fullu fossi. Eins og sagt er.

Fyrst bursta ég tennurnar. Svo skríð ég í mitt blíða ból og hleypi draumunum að, en eins og Hammerzklanið veit er þar gaman að vera. Að morgni bursta ég tennur á ný, garga öllum til sinna heima, sit fundi daginn út og fer á klúbbfund að kveldi. Svo endurtekur sagan sig en skyndilega rennur upp helgi og ÞÁ SKO... Þá blogga ég.

sunnudagur, mars 13, 2005

Frussa - örlagasaga (og brandarakeppni) 

Jæja ...

... eigum við ekki bara segja þetta gott með Ævintýraeyjunni?

Síða sem ekki er bloggað á heitir "dauður linkur" á bloggmáli. Fólk nennir ekkert að vera að tékka á dauðum linkum.

Mér datt allt í einu í hug að koma með nokkrar svífyrðingar, bara svona til að sjá hvort ég gæti ekki fengið fram debat.
Svo mundi ég að það er svo leiðinlegt.

Ákvað að auka traffík um síðuna á jákvæðari máta:

Hér með skorar Handhafi Laddaverðlaunanna á Frussunga alla. Keppnin heitir því frumlega nafni Besti Brandarinn og mun sigurbrandarinn verða birtur á Frussunni.

Brandarar sendist inn á veffangið

skottustelpa@gmail.com

Keppnisreglur:

1) Handhafi Laddaverðlauna má ekki senda inn brandara þar sem hún er dómari.
(Það ætti að auka vinningslíkur hinna verulega, þar sem allir vita að Laddaverlaunin voru unnin með stórkostlegum yfirburðum).

1a) Spúsi Handhafa Laddaverðlaunanna má ekki senda inn brandara.
(Til að koma í veg fyrir allt heimilsofbeldi og grun um svindl).

1b) Dómari telur sig fullfæran um að dæma, enda Handhafi Laddaverðlaunanna og þar af leiðandi rómaður fyrir gott skopskyn. Dómari áskilur sér rétt til að ráðfæra sig við Spúsa sinn (Stórkostlega Kærastann) og verða þeir þá beinþýddir yfir á dönsku. Ef brandari verður ekki afgerandi fynndnari á beinþýddri dönsku, þá lítur hann lægra haldi. Ef Handhafa Laddaverðlaunanna sýnist svo, má hún gera ummæli umrædds Spúsa dauð og ómerk og ráða sjálf hver vinnur.

2) Sóðabrandarar velkomnir (enda óhjákvæmlegir) en þeir verða að vera birtingarhæfir. (Það eykur stórkostlega líkur á birtingu)

3) Allir Brandarar sendist inn undir nafni, og skráðu eftirnafni Hammers. Farið verður eftir semi-Indverskum nafnahefðum, það er, undantekningin er að ekki skal kenna sig við stað, né legg, en skulu þeir Hammerar sem eru Hammerar í mægðir nefna sig í gegnum arm. Sem dæmi um þetta: Tutla Hammers (sendir þó ekki inn, þar sem hún er Handhafi Laddaverðlaunanna og dómari í keppninni), Véfrett Sveimhuga Hammers. Semsagt í arm en ekki í legg, né í stað.

4) Innsendingafrestur er til miðnættis 20. mars 2005.

5) Það er bannað að brokka sig yfir reglunum. Ekki orð. Ef maður vill búa til reglur getur maður bara sjálfur funndið upp á keppni á Frussunni. Lítið á það sem góða æfingu í að halda skoðunum sínum fyrir sjálfan sig. Ofsalega hollt.

Lifið heil.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com