<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, apríl 17, 2004

A mighty wind 

Sá á fimmtudagskvöld uppáhalds myndina mína.
A mighty wind


miðvikudagur, apríl 14, 2004

Af kirkjulegum athöfnum, part one 

Trikkið til þess að minna fólk á upprisuna er að hrúga nógu mörgum kristilegum uppákomum á páska og nágrenni. Fermingum er t.d. snilldarlega komið fyrir á þessum tíma. Þá er hægt að draga fólk í kirkju og lauma í það obbolitlum boðskap í leiðinni. Þá hefur fólk líka þol til þess að sitja lengi og horfa á fermingarbörnin klöngrast eitt og eitt upp að altarinu í allt of síðum kufli og allt of stórum skóm, með allt of stór nef og allt of langar lappir, til þess að játa trú sína og tilbeiðslu og næla sér í fyrsta sopann í leiðinni. Þá eru engir pakkar sem bíða heima eða kalkúnn í ofni í ofþornunarhættu, svona eins og á hinni kirkjuvertíðinni. Það myndi aldrei ganga að ætla að ferma þessa vesalinga á jólunum. Þá fyrst færu nú allir á límingunum. Auk þess væri ekkert upp úr því að hafa fyrir Óla óskabarn og Fríðu framtíðarskottu. Enginn myndi tíma að borga.

Hammerzklanið fjölmennti í fermingarveislu á annan í páskum. Allir sem gátu valdið vettlingi, frá blessaðri Túlunni til Frussu sjálfrar og Hammersins sjálfs, hrúguðust í Hvassaleitið til þess að samgleðjast fermingarpilti sem af öllu að dæma hafði átt notalegri daga. Ekki alveg hans ídeal skemmtun að taka á móti haugum af sjaldséðum og misfjarskyldum ættingjum. Elsku kallinn. Vonandi að gjafirnar hafi bætt þetta upp. Við skemmtum okkur hið besta og átum á okkur gat af fullkomnum veitingum. Veslings Tutla missti af öllu saman, en fékk flugvélamat í staðinn. Svo hefir því verið fleygt að mér að henni hafi verið umsvifalaust svift út að borða þegar hún kom heim.

Í dag fórum við Frussa í kirkju. Ég man ekki eftir að hafa hlegið svona í jarðarför síðan Dísa heitin dó. Presturinn lék kanínu. Fluttur var "síðasti brandarinn". Drjúgur tími fór í að ræða sukkið á Mel Gibson. Frábær athöfn í alla staði; fyndin, falleg og látlaus. Vildi að ég hefði þekkt konuna sem verið var að jarðsyngja. Ég hitti hana bara einu sinni, svo ég muni. Svona getur fólk verið vitlaust í lífinu.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Þetta er kúl 


Hvar er Valli? 


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com