<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, ágúst 05, 2005

Jasso Lavi 

Jafn sneddí og hann er lokkaprúður hann Lavi. Bara að reyna að láta mann sjá eftir þessu?
Það vildi nú svo sniðuglega til að ég var búin að taka þá ákvörðun að halda veislu fyrir fjölskylduna laugardaginn 20. ágúst - á sjálfa menningarnótt, merkilegt nokk, svo vissulega hefði Lavi lokkaprúði fengið tækifæri til þess að skella sér í sokkabeltið og taka lagið... En, viti menn, minni datt í hug að spyrja kallinn og krakkann að því hvenær von væri á þeim heim úr Veiðivötnum. Tuttugastaogfyrsta, sagði karl. Þá er nú kannski ekki svo snjöll hugmynd að halda upp á afmælið þitt þann tuttugasta, sagði ég. Gæti reynst einkennilegt, sagði hann. Sögðum ekki meira daginn þann. Þannig að enn hefi ég ekki fundið réttu stundina fyrir Lava kabarettsöngvara. Vælukjóann þann. Kannski frestast þetta bara þangað til Langalöng er komin úr ferðalaginu. En tertu fá nú þeir sem hjálpa til við að flytja...

Eins og bróðirinn blessaður nefndi stefni ég á mína fyrstu heimsókn í veldi Betu. Við turtildúfurnar, the turtle doves, sem nú svörum reyndar nöfnunum herra Korkí og frú Korkí, ætlum sumsé að leggja íann árla morguns fimmtudaginn 25. ágúst, til London, þess mikla og fræga staðar (að veiða mýsnar í höllu drottningar). Þar munum við dingla okkur dagpart og fara út að borða um kvöldið í Konunglega bifreiðaklúbbnum í boði vinar okkar, Andrésar Brúna. Á hádegi á föstudag fljúgum við áfram til Cork á Suður-Írlandi. Þar verðum við í þrjá sólarhringa, rúntandi um írskar sveitir og röltandi um gamlar götur og meðfram ánni Lee. Gistum á lekkeru hóteli... Svo er bara að drífa sig heim í vinnuna. Je.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Af mælum 

Gwelda og Nusi eru hætt við að halda afmælið á Íslandi. Sköturnar ætla að vera í landi Betu Breta í staðinn. Við restin af fjölskyldunni verðum því að sleppa fyrirhuguðm kabarett sem átti að flytja þar við mikinn fögnuð. Þeir sem hafa hins vegar áhuga þá hafa forsvarsmenn menningarnætur verið að kanna möguleikann á hvort fjölskyldan sé tilbúinn til að troða upp á stóra sviðinu. Þið látið bara vita!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com