<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, desember 04, 2004

Séð með augum útlendingsins 

Danir kunna ekki að telja.

Þegar Íslendingar hafa náð svo langt í stærðfræði að telja frá 0 og upp í 10, þá eru Danir enn að bísnast með skalann.

Það er verið að breyta einkunnagjöf hér í Danmörku. Danir hafa hingað til gefið eftir "þrettán" skalanum. Þetta væri svosem ekkert vitlaust ef gefið væri frá 0 og upp í 13.
Nei, Danir telja 3-5 (=0), 6, 7, 8-9, 10, 11-13.

Reynum að bera þetta saman við að telja til 10.

0 = 3-5
1 = 6
2 = 7
3 = 8-9
4 = 10
5 = 11-13

Danir ná semsagt rétt upp í íslenska falleinkun.
Það er þó hægt að fá hreina 11 fyrir próf eða verkefni.
Ef við gerum ráð fyrir að einhverjum takist að fá 4 (þó talan 12 sé aldrei gefin)og dreifum úr tölunum þá lítur þetta svona út:

0 = 3
1 = 4
2 = 5
3 = 6
4 = 7
5 = 8
6 = 9
7 = 10
8 = 11
9 = 13

Þeir ná samt ekki upp í að kunna að telja til tíu.

Ég hef verið vakandi fyrir þessu vandamáli Dana, og hef meðal annars talið fingur og tær á þeim börnum sem ég hef passað hér. Ég finn ekki tá númer tólf, en ég finn heldur ekki ellefu og þrettán.

Niðurstaðan er sú að Danir séu gersneyddir lógískri hugsun, eða enn verri niðurstaða: þeir kunna ekki að telja.

Sú niðurstaða var svo staðfest í dag.
Ég varð ofsalega glöð þegar ég sá grein í Politiken í dag um að afnema ætti gamla einkunnaskalann. Ég varð svona döpur-ekkihissa, þegar ég svo las restina af greininni.

Hér er nýi skalinn:

-3
0
2
4
7
10
12

Danir hafa semsagt ekki lært að telja.
Ég skil þetta ekki.

Það er heil nefnd á vegum stjórnarinnar sem hefur unnið með málið og fólki finnst það flottasta við nýja skalann að hægt sé að "þýða hann yfir á ECTS skalann".
Fyrir þá sem ekki vita, þá er ECTS alþjóðlegi A - F skalinn.
A
B
C
D
E
Fx
F

Þar telur maður semsagt upp í sjö, en sem allir vita eru útlendingar með færri tær en Íslendingar.

Þegar ég var í skóla var í tísku að banna krökkum að telja á fingrum sér. Maður átti að reikna í huganum. Sem betur fer var pabbi minn rosalega klár og sagði mér að það væri bjánalegt að reikna í huganum þegar maður væri með svona fína reiknivél fasta á kroppnum. Ég set því alla stærðfræði í sama bás, með 10 fingra og 10 táa lógík.
Bara mamma hennar Heiðrúnar var með 11 tær. En hún var líka undantekningin sem sannaði regluna. Hún hefði getað fengið 11 í stærðfræði í Danmörku.

föstudagur, desember 03, 2004

Ze Frank 

Enn einu sinni hefur Halli frá Reykjavík veitt innsýn í aðra heima. Í þetta skipti með link á Ze.

Mæli ég meðal annars með danskennslu frá Ze þessum.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Jæja, þá situr maður með sænskan jazz í græjunum, og hugsar um Pinkil bróður.

Allt er gott.

Ég komin í nýja vinnu og eina vandamálið í lífinu er að ég gleymdi trefli og húfu á gamla vinnustaðnum. Þau eru búin að hringja og benda mér á að ég sé velkomin að koma og sækja...
Ég hef víst tapað trefli og húfu.

Nei, ég er nú alveg alminnileg, og get alveg drullast yfir til Valby að sækja trefil og húfu. En það er nú bara vegna þess að ég veit að þar bíður mín líka blóm og kort frá foreldrum littlu mongólastelpunnar sem fékk sleikipinnann í hálsinn. Fínt ég mundi eftir Heimlichnum.
En ég fer ekki fyrr en ég er komin á sportarann.
Bíllinn kemur í næstu viku!
(Og bílpróf kærastans ekki fyrr en seint og um síðir).

Ó hvað ég er sátt og glöð á nýja staðnum.
Fólk spyr mig daglega hvort ég sé ekki þreytt.

Þreytt!?!

Þori varla að segja það, en guys, þetta er ekki vinna!
Þetta er alsæla.
Og eins gott að ég verði þarna ekki of lengi, því þá ófrjóast ég á atvinnumarkaðnum.

Vinnudagurinn er svona:

ég gef börnunum morgunmat
ég leik við börnin
ég gef börnunum ávexti
ég leik við börnin
ég gef börnunum hádegismat
ég skipti á börnunum
ég legg börnin
ég skipti á börnunum
ég leik við börnin
ég er kammó við foreldrana þegar þau koma og sækja
ég tíni leikföng í tilheyrandi körfur
einu sinni í viku fer ég út með ruslið og læsi húsinu

Ef börnin eru óþekk þá hringi ég í foreldrana og læt þá koma og sækja. Þarna er gengið út frá því að ef börnin eru skælin, þá eru þau lasin.
Það virðist passa nokkurnvegin.
Þetta eru hamingjusöm og heilbrigð börn, alsæl nema þau séu með hita.

Ég vinn einn dag í mánuði til kl. 12:30, einn dag í mánuði til kl. 13:00 og frí alla mánudaga.

Alsæla.
Það eina sem er meiri alsæla en að vinna með ungabörnum, er að vera ungabarn.
Heilbrigt ungabarn, ríkra, vel menntaðra foreldra, sem halda að týndur inniskór sé vandamál.

Ekkert; djö, nú þarf ég að skrifa skýrslu því mamma barnsins er dottin íða og það þarf að fjarlægja blessaðan heilaskaðaðan aumingjann. Ekki að taka hættuna á að hún kveiki í rúminu sínu á næsta túr, og að krakkinn brenni inni. Eða, æi, nú er mamma hans stungin af aftur, horfin í 6 daga í þetta skiptið.

Nei, lífið er fullt af lúxusvandamálum.
Og þó ég legði mig alla fram, gæti ég ekki fundið nokkuð að í lífi mínu í dag.
Yess!


Alsælar með hor í skegginu ! 

Tækni & vísindi | AFP | 2.12.2004 | 10:39
Kynörvandi plástur fyrir konur kann að verða jafn vinsæll og Viagra
Kynörvandi plástur fyrir konur á breytingaskeiði, er kann að verða jafn vinsæll og stinningarlyfið Viagra, hefur verið lagður fyrir bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) til samþykkis og hefst athugun eftirlitsins á plástrinum í dag.

Plásturinn nefnist Intrinsa og gefur konum sem eru á breytingaskeiði eða hafa misst báða eggjastokkana testósterón, sem hefur kynörvandi áhrif á bæði konur og karla, í gegnum húðina.

Það er lyfjafyrirtækið Procter & Gamble sem hefur þróað plásturinn og þegar gert fjórar tilraunir með hann á alls 2.200 konum. Liggja því fyrir upplýsingar er safnast hafa á einu ári um virkni lyfsins og hugsanlegar aukaverkanir.

Óháð sérfræðinganefnd á vegum FDA, sem er að mestu skipuð kvensjúkdómafræðingum, mun taka ákvörðun um hvort P&G fái að setja plásturinn á markað. Er ákvörðunar nefndarinnar að vænta eftir um það bil mánuð.

Fulltrúi P&G segir aukaverkanir sem í ljós hafi komið mjög vægar. Nokkrar konur um 49 ára aldur hafi fengið kvefsýkingu og vaxið hár í andliti.

Engin þessara kvenna hafi þó viljað hætta þátttöku í tilraununum með plásturinn og langflestar kvennanna sem tóku þátt í tilraununum hafi verið ánægðar með árangurinn.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Aðventusögur  

Það er gott að vita að systir mín tekur sér pásur frá lestrinum.

Ljós eru nú komin upp á Frussustöðum og í Frussustaðaskó og er það í síðasta skipti sem frussungar lýsa upp Frussustaði og nágrenni. Að ári lýsum við upp kot eitt er kennt verður við Frussu og staðsett er í Mosfellsfrussubæ.

Árleg littlu jól voru síðan haldin með bravör hjá Gweldu á laugardag. Spiluðum Popppunkt og kom í ljós að ekki einungis er ég fallegur heldur er ég ótrúlegur í Popppunkt. Viðstaddir áttu varla nógu sterk lýsingarorð yfir frammistöðu minni. Hér með mana ég þá sem þora......

Annað var það ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com