<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, júní 09, 2004

Frussan... fyrst með fréttirnar! 

Ég náði ekki í gegn á Langó svo ég fór á netið. Þá veit maður það, aðgerðin gekk vel. Góðar fréttir eru góðar fréttir.

Annars nýt ég lestursins í hvert skipti sem ég heimsæki Frussuna. Einna skemmtilegast finnst mér að lesa lengri skrif þar sem maður kemst fyrst að því allrasíðast hver skrifaði. Þá sit ég og giska á meðan ég les.

Hér hefur verið rok og rigning í dag. Í gær sagði leigjandinn minn upp leigunni. Fínt bara, hún vaskaði ekki almennilega upp. Farið fé og allt það. Hér er svo mikil húsnæðisekla að ekki er ólíklegt að ég sé komin með leigjanda.

Húsnæðiseklan geri líka að fólk situr um íbúðirnar. Nú er ég komin með biðlista á mína, ég er komin á fast og allir að vona að ég drífi mig í búskap. Ég hef hins vegar lýst því yfir að ég muni í fyrsta lagi fara að huga að sambúð um áramót. Það eru þrír á biðlista frá áramótum.
Það er verra að vera eldri borgari, þá bíða nágrannarnir eftir að maður hrökkvi upp af svo hægt sé að kaupa íbúðina og leigja út á okurverði.

Jæja þá gefst ég upp á að bíða eftir að ná í gegn á Langó. Prófa Gweldu.
Hey! Hún var að tala við Frussu!

Mér líður eins og konunni sem hætti að nota almenningssamgöngur 

af því að strætóbílstjórarnir voru alltaf svo dónalegir svo hún fékk sér bara lítinn pusjó og keyrði hann þangað til hún var komin með ljósaskiptablindu en þá tók hún upp á því að fara aftur í strætó og viti menn; þeir gáfu ekki til baka af þúsundkalli helvískir og engar bílfreyjur og leið eitt var hætt að ganga og tímatöflurnar voru misjafnar eftir tíma dags og bílarnir farnir að ganga fyrir gufu og kellíngar farnar að keyra... Eina sem ekki hafði breyst var dónaskapurinn í bílstjórunum. Mér líður nákvæmlega eins og þessari konu, þá sjaldan ég skrifa í þessa bók. Formið alltaf að breytast. Innihaldið alltaf jafn efnilegt.

Ég er að bíða eftir því að frétta af Lillunni. Margir klukkutímar síðan aðgerð hófst.
Hoppsan, hringdi pabbi akkúrat... Allt gekk eins og í sögu. Mikill léttir...

Sólin skein svo glaðhlakkalega áðan að ég dreif mig snemma heim úr vinnunni. Klyfjuð teppi, vatni, kaffi, dagblöðum og símum dreif ég mig út í garð en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir skítakuldanum eftir u.þ.b. 20 mínútur. Eins gott maður fái ekki kvef.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Æi þessi kall með boltana er nú orðin frekar þreyttur 

Ég fæ því ekki orða bundist lengur til að ýta honum hægt og rólega út af síðunni. Ekki ósvipað og keðjubréfin hér í gamla daga, nema öfugt.

Ég man eftir því að einu sinni átti ég að skrifa fimm bréf til fimm mismunandi vina minna og hvetja þá til að gera slíkt hið sama. Í bréfinu var listi með nöfnum og átti ég að setja nafn mitt neðst á listann en senda efsta manninum á listanum tyggjópakka. Að launum var mér lofað fjall af tyggjópökkum í krafti margföldunaráhrifa.

Þótt ótrúlegt megi virðast minnir þetta fyrirkomulag mig á ástandið í þjóðfélaginu þessa dagana. Lengi hefur maður verið efstur á lista og fengið mikið tyggjó að launum. En það er nú einu sinni svo að því meira tyggjó sem maður á því meiri hætta er á klístri. Og nú er klístur. Ég er ekki frá því að viðkomandi hafi sofnað á verðinum með kjaftinn stútfullan af tyggjói og vakni nú upp af værum blundi með það allt í hárinu. Og þessu líka hári. Sennilega þarf að rýja, senda í sveit og endurnýja. Eigum við von á nýjum nöfnum á listann?

Ég sé fyrir mér forsætisráðherra framtíðarinnar, Gísla Martein.



Og þó, hann fer sennilega í borgarmálin og endar í gamla djobbinu hans Árna Sigfússonar til að byrja með.



Enda má leiða rök að því að þeir séu þrífarar, Gísli, Árni og Ken.



Forsætisráðherra verður þá sennilega hann þarna þessi SUS pjakkur með Svíaklippinguna.



Kannski er þetta allt saman eitt stórt og feitt plott hjá OPEC ríkjunum, sá að bensínlíterinn er kominn í 106 krónur. Ég man þegar það kostaði 4 krónur í strætó og maður gat keypt möndlu fyrir 50 aura. Það var í þá tíð á spilakössum stóð hemill og skrúfubúðin Gos stóð þar sem Jói Fel selur brauð í dag.

En varðandi samsæriskenninguna. Það er næsta víst að Al kaída er í boði OPEC, svo og Osama, ef hann er þá til.

Ísraelar halda áfram að drepa trúarleiðtoga. Hver Palestínumaður sem fellur í þessu stríði er trúarleiðtogi. Hvað myndir þú gera ef það kæmu til þín menn frá Sameinuðu þjóðunum og segðu við þig: ,,Fyrirgefðu, má ég aðeins... Ég er hérna með hóp af Gyðingum sem þarf að fá þetta land sem þú býrð á undir sig og sína". Þú hefðir kannski svarað eitthvað á þessa leið: ,,Já, en ég hef búið hér alla mína ævi og forfeður mínir einnig svo öldum skiptir". Maðurinn frá Sameinuðu þjóðunum myndi þá segja: ,,Já, en á undan þeim voru Gyðingarnir hér... Þannig að, má ég aðeins?"



Þetta mun vera 25 metra hátt og sirka mannhelt. Staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, nánar til tekið í Palestínu og byggt af Ariel sem talar tungumál guðs.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com