<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

gleðilegan nóvember 


Jæja
Illugi farinn heim, ellefti mánuðurinn genginn í garð, og aldrei eins þögul síða!

Helgina 10. 11. og 12. er jólakortaföndurhelgi í Lyngbrekku foreldra minna. En núna að kveldi annars ellefta er ég búin að vera að baka smákökur, gera konfekt, hlusta á enskar jólaperlur og læra. Ég er nefninlega þessi geðveiki partur fjölskyldunnar sem að held því framm að jólin byrji í nóvember og ég fæ aldrei leið á þeim.


Enn vegna þess að það líður að jólum þá
ætla ég að koma til ykkar laufléttum uppskriftum
eina og eina í einu og koma ykkur í jólaskapið!


Mozartkúlur
200gr marsipan
100gr nougat
suðusúkkulaði

skerið marsipanið í sneiðar og nouggatin í bita,
setjið einn bita af nougat í eina skífu af marsipan og rúllið í kúlu
byrjið að bræða súkkulaðið
eftir að allar kúlurnar eru til dýfið puttonum í súkkulaðið (ath. ekki hafa það of heitt)
og rúllið molanum á milli fingranna
endur takið þetta eftir að fyrsta umferð er þornuð
svona fáið þið fallega þunna súkkulaði áferð

Þetta eru ekki endilega jólakonfektkúlur
en til ða þær verði örlítið hátíðlegri er gaman að strá sykri sem að hefur verið hristur í krukku með 2 dropum af rauðum matarlit



Kv. litli jólaálfurinn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com