<$BlogRSDUrl$>
Google

sunnudagur, október 17, 2004

Stefnumótun 

Ég hef verið að lesa mér aðeins til um þennan nýja fídus á síðunni sem kallast í netheimum Google Adsense. Sem stendur er okkur eingöngu mögulegt að afla tekna í gegnum leitarvélina og þá með því að klikka á einhvern af þeim sponsoruðu (góða íslenskan...) linkum (nú myndi Guðni pylsusali benda á orðið tenglar) sem birtast út frá því sem leitað er að.

Ekki er búið að kaupa link fyrir öll orð. Sem dæmi má nefna að ef við skrifum travel í leitarvélina þá koma upp að minnsta kosti 4 sponsoraðir linkar efst í leitarniðurstöðum og svo hinar síðurnar sem finnast best. Aftur á móti ef við leitum að orði eins og Sanasol kemur í ljós að enginn hefur fjárfest í þeim leitarniðurstöðum og engir sponsoraðir linkar birtast.

Að auki má benda á að ekki eru öll orð jafn dýr, þau eru boðin upp. Samkvæmt lista sem ég rakst á eru þetta dýrustu orðin (það er fyrir þá sem vilja kaupa link, þeir þurfa nefninlega að borga Google x mikið fyrir hvert klikk og kallast slíkt Google Adword):

$70.24 Mesothelioma Attorney
$50.00 Car Accident Lawyer
$30.00 Investment Fraud
$19.00 Wisconsin Mortgage
$18.22 Conference Calling
$14.97 Casino

Hvort við fáum meiri kommissjón í gegnum leitarvélina ef leitarorðin eru dýrari veit ég ekki en það er skemmtileg tilhugsun.

Sem leiðir mig að hinni vannýttu tekjulind Frussu ehf., það er í gegnum auglýsingarnar sem birtast fyrir ofan gúgglgluggann. Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir er þar nú að finna auglýsingu frá einhverskonar apparati sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi (e. non profitable organisation) og ber því oftast .org endingu í urlinu sínu. Ég gæti best trúað því að Google frændi gefi þessar birtingar því það er ljóst að við fáum ekkert fyrir það þegar klikkað er á þær.

Aftur á móti birtir Google líka auglýsingar frá aðilium sem þurfa að borga. Til að ákveða hvaða auglýsing fer á hvaða síðu les Google síðurnar sem birta auglýsingar reglulega til að athuga hverskonar efni er á hvaða síðu. Svo útdeilir Google auglýsingum á síður í samræmi við efnið sem á þeim er. Sem dæmi má nefna að á síðunni sem ég fann listann með dýrustu orðunum eru auglýsingar frá aðilum sem selja þjónustu í tengslum við vefsíðugerð.

Ég held að Google frændi skilji ekki íslensku þannig að ég tel það ólíklegt að við fáum einhvertíma birtar auglýsingar sem geti skilað okkur tekjum. Nema þá að við förum að skrifa fjöldan allan af pistlum á ensku og þá helst um lögmenn sem eru með mesothelioma mál á sinni könnu.

Þetta orð sem byrjar á emm og hljómar eins og sjúkdómur er eftir því sem ég kemst næst einhverskonar sjaldgæfur lungnakrabbi. Kannski maður linki smá info um þennan fjanda fyrir þá sem eru með krankfetisma.



Fyrstu tölur frá Varmá og framtíðarspá* 

Samkvæmt þeim upplýsingum sem google lætur í té er niðurstaðan eftir einn dag reksturs Frussu ehf. eftirfarandi:

Tekjur: $ 2,73

Það margfaldað með gengi dagsins á ársgrundvelli gera kr. 70.17o,-

Nú bíðum við bara eftir tékkanum...

*Ekki borið undir greiningardeild Íslandsbanka

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com