<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, nóvember 21, 2003

Viku síðar

Nú hef ég tíma til þess að setja nokkur orð á fruss.

Þeir segja að þessi dagur verði með í öldinni okkar einn góðan veðurdag. Á mynd með greininni verður lítill, kubbslegur kall með mikið hár á labbi í Austurstræti á leið í Búnaðarbankann, þar sem afi vann forðum, til þess að tæma bankabókina sína. Úr svip hans má lesa festu þá og einurð sem einkennir mikla leiðtoga lítilla þjóða og ekki laust við að hægt sé að greina hneykslan og viðurstyggð í andlitinu...

Ég þurfti að eyða gærkveldinu og hluta nætur í vinnunni við fremur einhæfan, en skiljanlega bráðnauðsynlegan, starfa. Þá er gott að hlusta á útvarp. Þær eru ekki fáar útvarpsstöðvarnar sem í boði eru hér á höfuðborgarsvæðinu. Vandamálið var bara það að nánast hvert sem ég "sappaði" lenti ég á jólalögum. Meira að segja sálmum. Þetta var ekki alveg að gera sig fyrir mig. Mér til mikillar lukku fann ég gufuna mína gömlu og þar snillinginn hann Guðberg, ýmis fróðleg viðtöl og Stairway to heaven. Guð blessi Guðberg. Hann flutti pistil um útvarpsleikrit, leikritagerð. Tær snilld.

En nú er Geirmundur í sjónvarpinu. Má ekki missa af því. Geirmundur og Leoncie í sérstöku uppáhaldi hjá mér.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com