<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, október 28, 2004

Stranddrengir í Laugadalshöll 



Hin sögufræga hljómsveit Stranddrengirnir munu halda tónleika í Laugardalshöll 21. nóvember nk. Þetta er sögulegur viðburður sem frussungar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Varð þess gæfu aðnjótandi að berja drengina augum í sumar og er það eftirminnilegt með eindæmum. Hafa engu gleymt og þrátt fyrir breytingar á mannskap eru þetta tónleikar sem eru vel peninganna virði.

mánudagur, október 25, 2004

Þá er mín flutt ... 

... hvernig hefur þín það?

Hér eru stunur úr hverju horni, þó ekki frygðarstunur. Við höfum ekki hreyft okkur mánuðum saman. Og svo fluttum við mig.

Skyndilega sagði Stórkostlegi Kærastinn Minn: "Hey, ég get hjálpað þér að flytja á Sunnudaginn" (eftir að ég hafði suðað).
Og þegar maður fær svona gott tilboð frá manni sem annars fær hærra tímakaup en margur Böndurinn, þá grípur maður stegginn á meðann hann er volgur.

Allavega.
Þolinmæðin mín var nærri því á þrotum, þegar við loksins náðum á bílaleiguna Avis (þar sem ég hef titilinn Authorized Representetive á silfurkorti). Klukkan 16 á Sunnudegi var ég komin á uppáhaldsbíltegundina mína: Toyota.
Ég var alsæl. Mátulega stór bíll. Nógu stór til að rúma alveg kássu af drasli en nógu lítill til að ég get óhrædd parkerað honum. Draumur hverrar stúlku, með vökvastýri.

Svo var farið upp á Frederikssundsvej í "íbúðina" (vs. "heima hjá okkur").
Mínum var brugðið þegar hann fattaði hvað ég á marga kassa. Hann hafði annars verið alsæll með að ég ætlaði bara að flytja kommóðuna.

Það breyttist smá hjá honum pirringurinn yfir Tutlu-bókaflóðinu þegar hann uppgötvaði að kassarnir hafa að geyma margan fjársjóðinn. Hann er þó, og verður enn um sinn, í trauma yfir draslinu í íbúðinni sem annars var orðin svo óskaplega fín. Já, ég hef verið dugleg að taka til hérna og þrífa. Íbúðin var kölluð "verkstæðið" áður en ég fór að sækja hingað komur mínar.

"Við hefðum kannski átt að kaupa bókahillurnar fyrst og flytja bækurnar svo" sagði maðurinn sem er að setja stórar fúlgur í bílakaup í þessum mánuði.
"Þetta er allt í lagi ástin mín, ég bjó með draslfjöllunum þínum í fjölda mánaða, ég get ágætlega þolað mitt eigið drasl um tíma" svaraði Tutlið, í von um að umburðalyndið yrði sem mest í íbúðinni.

Við fluttum. Hann bar flesta kassana frá fjórðu hæð (í dönskum, sjötta í íslenskum) og niður í bíl. Þar til hann bað mig um að hringja í Bestíu litlu vinkonu mína sem birtist eins og engill með massa af upphandleggsvöðvum. Alveg merkilegt hvað þessi fræga Bestía er ótrúlegur vinur í raun.

Minn var komin með bilun í hnjám.
Við Bestía littla fluttum restina á meðan við slúðruðum. Margt er slúðrað á milli bestía og það var kátt á Hjalla. Klukkan 2 í nótt var ég komin í rúmið og náði tæpum 4 tímum áður en ég fór á fætur aftur. Nota bílinn!
Flytja meira drasl áður en maður á að vera mættur í vinnuna 7:15.

Þar vann ég stórkostleg verkefni og stýrði annars hálf lömuðum fundi. Sagði svo upp vinnunni minni í hádeginu. Geri aðrir betur.
Eftir að ég hafði sagt upp kölluðu þau stelpuna inn sem ég hef verið að vinna fyrir. Sú sagði upp.
1 segir upp plús 1 segir upp samasem 2 segja upp aka fjöldauppsagnir á vinnustaðnum.

Samstarfsmaður minn tók þetta svo nærri sér að hann sagði að við værum ömurlega leiðinlegar við sig, fékk bráðaflensu, og fór snemma heim.
Það fannst okkur allt í lagi, við sögðum hvort eð er upp því hann er svo ömurlega leiðinlegur.
Kallgreyið.

Ég er því á leiðinni í rúmið núna.
Alsæl.
Hamingjusöm yfir að vera flutt.
Og vera svona kvenmaður sem getur bloggað og borðað Sushi samtímis.

Sagan um Kristján og leyndarmálið. 

Það var ósköp venjulegt haustkvöld þegar Kristján hringdi bjöllunni.

Hringing bjöllunar hafði um aldir verið aðvörun um að yfirvofandi hætta stæði að þorpinu og íbúum þess. Óttaslegnir íbúarnir hröðuðu sér til samkomuhússins til að leita frétta. "Hver hringdi bjöllunni og hvers vegna".
Kristján stóð við dyr samkomuhússins og bað fólk að setjast og bíða frekari frétta. Hikandi settist fólkið eitt af öðru, flestir sátu þöglir en þegar leið á fór kliður að berast um salinn. "Hver hringdi bjöllunni", " Hvers vegna" og "Hvernig stendur á að við erum látin sitja hér án þess að fá svör.

Eftir stund sem mörgum viðstöddum þótti langur tími birtist Kristján í dyrunum og gekk álútur í enda salarins. Hægum skrefum gekk hann að púltinu og leit yfir salinn. "Komið þið sæl og blessuð og til að byrja með vil ég láta ykkur vita að þrátt fyrir að ég hafi hringt bæjarbjöllunni þá er engin hætta á ferðum".

Fegins andvörp sem gengu um salinn breyttust fljótlega í reiðilegar raddir.

Kristján ræskti sig og leit yfir salinn. "Ég get hins vegar fullvissað ykkur um að það sem ég hef að segja snertir okkur öll og ef þið vilduð gera svo vel að gefa mér hljóð þá fáið þið svör". Skvaldrið hækkaði og viðstaddir ætluðu greinilega ekki að gefa Kristjáni tækifæri á því að komast að. "Hvernig dettur þér í hug að við viljum hlusta á þig eftir að þú hringir bjöllunni, hringir bjöllunni". "Er ekki allt í lagi með þig Kristján, bjallan er öryggistæki". "Við ættum að lúberja þig" "Já, tökum í kallinn". Látum hann finna fyrir því".

Skyndilega skall glerflaska á púltinu og glerbrotunum rigndi yfir Kristján. "Nei ekki þetta.... fyrirgefið....". Önnur flaska brotnaði á púltinu og í þetta skipti varð Kristján fyrir glerbrotunum. Á augabrún hans sprakk fyrir og blóðtaumar láku niður kinn hans.

Hver það var sem reiddi fyrsta höggið kom aldrei í ljós en hópur bæjarbúa stóð skyndilega yfir Kristjáni, sem þá var fallinn í gólfið, og lét höggum og spörkum rigna yfir hann. Í litla stund reyndi Kristján að bera hönd yfir höfuð sér en að lokum lá hann hreyfingarlaus. Þrátt fyrir hreyfingarleysið gengu bæjarbúar í skrokk á honum í dagóðan tíma enn en síðan var eins og slökkt væri á múgnum. Fólk gekk niður frá púltinu og líkið af Kristjáni lá eftir, alblóðugt og tætt.
Það var ekki fyrr en þá sem fólk gerði sér grein fyrir hvað hafði gerst.

Flestir litu skömmustulega til jarðar en þó voru nokkrir sem enn voru fullir heiftar. "Hann átti ekkert með það að vera hringja bjöllunni" sagði einn. "Átti þetta bara skilið" sagði annar. Nokkrir sussuðu og síðan fór fólk að tínast í burtu, niðurlútir menn og snöktandi konur.

Þegjandi samkomulag bæjarbúa um að minnast ekki á það sem gerðist, varð þess valdandi að fljótlega gleymdust atburðir kvöldsins.

Jarðneskar leifar Kristjáns voru lagðar í jörðu viku seinna að viðstöddu fámenni. Aðeins prestur og starfsmaður kirkjugarðsins köstuðu rekunum en samúðarskeyti barst frá brottfluttum bæjarbúa sem ekki hafði heyrt af atburðum hins afdrifaríka kvelds.

Stuttu seinna var borin upp tillaga í bæjarstjórn þess efnis að bæjarbjallan skyldi tekin niður og bæjarvarnir færðar til Tetra Íslands. Tillagan var samþykkkt og bjallan var í framhaldi tekin niður. Ekki er vitað um afdrif hennar.

Annað var það ekki ...........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com