<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, febrúar 06, 2004

Um Fannhvíti og fagra kjóla 

Mig langar svo að ljóstra því upp að Fannhvít er í fögrum kjól af fyrrverandi systur sinni.

Svo vil ég nota hér tækifærið að óska þeirri systur til hamingju líka sem á afmæli í dag!

Enn á ný ! 

Og enn á ný deyr samskiptavefurinn.
Greinilegt að ekki er um auðugan garðinn að gresja þegar kemur að lífi Frussunga.

Verð þó að segja að Langalöng hefur nú fylkt sér undir merki fólks á fimmtugsaldri og finnst mér það frekar gamalt, fyrir minn smekk. Til hamingju Langalöng.

Leikfélag Menningar og fræðslusviðs Kópavogsbæjar frumsýnir annað kvöld nýstárlega útgáfu af ævintýrinu um Mjallhvíti, Fannhvít og dvergarnir 4-7. Fátt hefur frést af uppfærslu þessari á æfingatímabilinu og eru leikendur þöglir sem gröfin um innihald og uppsetningu þessa. Ég get þó sagt frá því hér að Lavinn er í stóru hlutverki, Fannhvít sjálf.

Lavinn stefnir að því að vinna mikinn leiksigur sem að vonum ætti að verða frásögum færandi hér á Frussuni

Að lokum legg ég til að Frussungar skrifi meira hér.

Ps. Læt fylgja með nýjustu afurð Demi Plié

Aldingarðyrkjumaðurinn.

Langar mig inn á Langó
í laufstóran bakgarðinn
Pétur er yfirleitt púkó
með prívatpálinn sinn

Hann garðana grisjar og brinnar
glaður í bragði og hress
Taktfast hann tréin sín trimmar
töluvert hissa og hless

Hann er garðyrkjumaður, góður
og guðsvolað líf hans,
snýst allt um,
gróður.

Hann rakar og regnvotur slær
rasssíður, í beðinu rótað
Heljarstórum hrossa hann hlær
og heyrst hefur aldrei blótað

Hann er garðyrkjumaður, góður
og guðsvolað líf hans,
snýst allt um,
gróður

Með kærleik hann rotnun í kassa
kemur til moldar á ný
Prúðbúna runna að passa
eru Péturs ær og ký r

Hann er garðyrkjumaður, góður
og guðsvolað líf hans,
snýst allt um,
gróður

En einu heldur hann opnu
og lífið hans fer eftir því
Að garðyrkju að lífinu loknu
í paradís vinni á ný

Hann er garðyrkjumaður, góður
og guðsvolað líf hans,
snýst allt um,
gróður

Hann er garðyrkjumaður, góður
og guðsvolað líf hans,
snýst allt um,
gróður


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com