<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, nóvember 01, 2003

Stöku sinnum sest maður við tölvuna sína á laugardagskveldi í von um að hitta fyrir systkin sín eða vini á emmessenninu... nett einmana varð ég í kvöld. Ég sný mér þá bara frá tölvunni og að öllu fólkinu inni í íbúðinni minni.

föstudagur, október 31, 2003

Og nu rejser man til Slagelse minnugur þess að allar leiðir liggja til Buddinge.

fimmtudagur, október 30, 2003

Mér finnst magggnað að hafa alla þessa mannnfræðinga í fjölskyldunni.

Kæri Sveimhugi og spúsa!

Til hamingju með að vera mannfræðingar og væntanlegir mannuppalendur og íbúðareigendur!! The circle of life goes on.

Kæri Gullpúngur!

Til hamingju með afmælið. Mikið áttu gott að vera í Prag.

Hjá mér stendur ekki betur á en svo að ég þarf að vinna fram á kvöld eftir kvöld nú þegar gestirnir eru hjá mér. Kríli minn er dottinn í sænskuna af fullum krafti og gekk á staur í dag. Karlinn smíðar og smíðar skápinn svo hann komist út úr honum fyrir rest.

Guð geymi okkur öll.

Þinn að eilífu Kiddi.

P.S. Góða ferð til Köben... Þeir taka það til sín sem eiga það.

miðvikudagur, október 29, 2003

Hér er mannfræði, um mannfræði, frá mannfræði, til mannfræðings.
Þar sem ekki hefur borið á því, finnst mér vert að segja frá að frændi minn Sveimhugi útskrifaðist frá Háskóla Íslands á laugardag. Ég fyrir mitt og annara fjölskyldumeðlima gratulera með þennan stóráfanga í lífinu.

Legg ég til að þau ykkar sem ekki hafið haft hamingjuóskir um munn sendið línu til hans. danebowers@hotmail.com .

Hibb hibb Húúúrrrrraaaa (bangsapabbi).

mánudagur, október 27, 2003

bíddu við, er þetta ný íbúð?

Tja, lífið heldur áfram sinn vanagang. Þetta helst:







New Page 1







 




 


 




 







Mig dreymdi að búið væri að leggja niður bloggið og geystist í ofboði til þess að athuga það. Í gleði minni ákvað ég að láta frá mér nokkur orð, þó ég sé í vinnunni (ja, ekki eyði ég tímanum í smókpásur...).

Nei, eins og alþjóð veit græddi Anna Kristjana leikhúsmiða á Línu langsokk um síðustu helgi sökum bágs ástands föðursystur sinnar sem gekk hratt um dyr gleðinnar kveldið áður. En... þó ég hafi misst af Línu missti ég ekki af Ríkharði! Flotta Ríkharði. Þótti helst til mikið um öskur á tímabili en sýningin að öðru leyti konfekt fyrir augu og eyru.

Á morgun koma ættingjar frá Svíþjóð í heimsókn, enda haustfrí bæði í Gautaborg og Reykjavík næstu daga. Lavi og Gullpúngur báðir á leið úr landi ásamt spúsum og jafnvel börnum. Miklir flutningar milli landa standa sumsé fyrir dyrum og eins gott að öreigarnir á Keflavíkurflugvelli hafi látið kúga sig í nótt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com