<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, mars 10, 2006

Spjallað við Baldur 

Ekki bjóst ég við að ég ætti nokkurntíma eftir að segja:

"Heyrðu drengur! Það er bannað að klípa mömmu sína í blöðruna!"

mánudagur, mars 06, 2006

Eins og þið sum vitið er ég mikill áhugamaður um knattspyrnu. Ég held með Knattspyrnufélaginu Þrótti í Reykjavík og Knattspyrnufélagi Liverpoolborgar. Þessa dagana er maður nú ekkert of imponeraður yfir Þrótti en þess hrifnari af hinum fótfráu frá Livrarpolli. Þeir mættu reyndar að ósekju skopra fleiri mörk en eru í þokkalegri stöðu enn og eiga enn möguleika á því að verja titilinn í meistaradeildinni. En hvað um það, draumur minn til margra ára hefur verið að heimsækja Anfield heimavöll Liverpool en það hefur ekki gerst enn. En nú gæti farið svo að styttist í ferðalagið til Mekka. Og þið spyrjið náttúrulega út af hverju. Jú, Margrét spúsa mín hóf störf hjá Álafossbúðinni í Mosfellsbæ. Fyrir ykkur sem ekki vita þá festi Guðmundur vinur minn kaup á þessa búð fyrir skömmu og réð til sín Spúsu mína við innleiðingu á nýju bókhaldskerfi. Og hann er nýkominn frá Mekka og var með vídeócameruna með. Og núna er ég nánast á leiðinni. Hún féll sem sagt fyrir upptökunni af "Þú eigrar ei einn" sem Liverpúlíngar syngja á pöllunum. Næsta ferð er fyrirhuguð á Anfield.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com