<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, desember 06, 2006

Þá erum við orðin húseigendur 

Þetta var mikið drama.
Fasteignasalinn þurfti að ganga út því þau þurftu að hugsa sig um.
Fyrir rest skrifuðu þau undir.

Ég viðurkenni alveg að ég hefði gjarnan viljað sleppa við þessa sögu. Mér þykir ekkert gott að vita af ógæfu annarra. Hvað þá að þéna á henni.

Stórkostlegi kærastinn minn bennti mér á að þetta hefði verið þeirra ákvörðun, að selja. Þau ákváðu að segja já takk. Við píndum þau ekkert, þau ákváðu þetta alveg sjálf. Þau hefðu alveg geta látið vera og við keypt eitthvað annað hús og allir jafnglaðir. Hann sagði að þau tækju gleði sína á ný þegar þau færu að skoða hús á Jótlandi og áttuðu sig á því hvað þau gætu keypt sér brjálæðislega flott hús fyrir alla péningana sem þau hefðu grætt á húsinu þrátt fyrir allt.

Og svo, bætti ég við, að það er kannski ekki okkur persónulega að kenna að markaðurinn hrundi.
Við fáum húsið tíu íslenskum milljónum ódýrara en þau settu á það í febrúar.

Þetta er bilað líf.
Ég jafna mig og næ þá vonandi að vera glöð inn að beini yfir að vera orðin húseigandi.

Nú er ég bara í smá sjokki.

Best ég fari að skoða baðkör á netinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com