<$BlogRSDUrl$>
Google

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ævintýraeyjan, 1. kafli. 

Einu sinni voru leiðir drengir að horfa á internetið. Eftir að hafa horft í dágóða stund sagði Annar, "Það er bara ekkert á netinu í dag". "Nei þetta gengur ekki lengur" sagði Hinn "við verðum að gera eitthvað í þessu". Þeir hugsuðu sig um í nokkra stund en það var allverg sama ekkert gerðist. Skyndilega sagði Annar, "heyrðu Hinnn við skulum skrifa bréf til Hafró".

Kæri Hafró. Ástæða þess að við skrifum þér er sú að okkur finnst þú einstaklega frambærilegur. Þá einkum og sér í lagi þegar þú kemur fram í tríkoti. Okkur leikur forvitni á að vita hvar þú fékkst það, því okkur fýsir að verða eins frambærilegir og þú. Með kveðju, Annar og Hinn.

Nokkrum dögum seinna barst svo hljóðandi svarbréf frá Hafró.
Kæru Annar og Hinn. Frómt frá sagt þá var það ekki ég heldur spúsa mín sem ákvað að ég yrði eins frambærilegur og raun ber vitni. Þar sem ég hef alla tíð verið áhugasamur um frambæru þurfti ekki mikið til að sannfæra mig um að mér rinni frambæran til blóðsins. Og því fór ég að ganga í tríkoti. Ég myndi fúslega veita ykkur upplýsingar um hvar spúsunni áskotnaðist tríkotið, sem er nú komið til ára sinna, en því miður er mér það ekki fært. Þannig er mál með vexti að eftir því sem tríkotið eltist tók í auknum mæli að halla undan fæti í hjónabandinu sem endaði því miður með ósköpum. Til þess að gera langa sögu stutta mætti segja að í blárestina hafi spúsan verið orðin hneigðari að tríkotinu en mér. Hún hafði það svo með sér þegar hún tók saman pinkla og föggur sínar og kvaddi mig með fingurkossi. Ég bendi ykkur á að hafa samband við hana til að fá frekari upplýsingar um uppruna tríkotsins.
Heimilisfangið er:
Bertha Wiium
Markarflöt 8
2hth
210 Garðabæ
beriium@visir.is

Að öðru leiti bendi ég á heimasíðu mína http://www.hvernigaaðhamflettahamstur.com

Kær kveðja.
Hafró Klingsman.

Annar leit á Hinn. Við verðum að gera eitthvað í þessu. Hinn leit á Annan og saman lögðu þeir af stað út um dyrnar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com