<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, febrúar 21, 2004

Heyrst hefur... 

... að listamaðurin Picasso sé endurborinn. Olbap Ossacip heitir maðurinn og er hann á byrjunarstigi ferils síns. Ég minnist þess að hafa skrifað ritgerð um Sigga Gúm fyrir nokkrum árum, þar sem ég bar saman þróun listamannsferils hans og svo þróunarsálarfræðina, þ.e. teoríur Piagets um hvernig börn þroskast af því að leika sér.
Ég hef ekki enn fengið að sjá fyrsta verk Olbaps en get ýmindað mér að hann sé á anal stiginu...

Hef frétt að Olbap er eitthvað skyldur Familien Hammers svo ég er nokkuð sjúr á að hann sé á anal stiginu.

Þeir sem vilja vita hvað Freud sagði um anal stigið geta meðal annars lesið það hér.

Ég vil taka það fram að ég er ekki endilega sammála Freud en stúdían er óneitanlega skemmtileg.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Þakkir til þátttakenda í eggjastokkaævintýrinu 

Mig langar til þess að þakka góð viðbrögð við leit minni að þátttakendum í raunveruleikaprógramminu "Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni í Káravík". Hér hefir enn og aftur sannast hið fornkveðna að ber er hver að baki nema sér bróður eigi...

Annars verð ég að segja ykkur að mig hrjáir nú annað heilkenni, en það er hið nýskilgreinda "krónuflóttaheilkenni". Horfðist í augu við flottasta skáp á Íslandi á mánudaginn og keypti hann. Vísa rað. Fór svo í bété í gær og keypti eina á tilboði með flötum. Vísa rað. Var orðin leið á sambandsleysinu á Leifsgötunni, fannst ég dulítið sona "helló" (lesist hart, eins og Halla, ekki lint, eins og Halli). Og ég sem var fyrir með heimabíókerfið á Vísu röð. Ó mæ god eða OMG eins og unglingsstúlka í Garðabænum kenndi mér að segja. Ég sem hefði átt að spara prófarkalesturspeningana mína eða borga skuldir með þeim. Svona lýsir þetta heilkenni sér.

Í gær var sett vetrarhátíð í Reykjavík. Snjóaði í nótt af því tilefni. Við spásséruðum í bæinn til þess að horfa á vinnufélaga mína taka þátt í ljósa- og vatnssýningu einhverra útlenskra leisergeislalistamanna. Fékk dáltið ílltírass af þessu.

En nú syngur Ragnhildur Gísladóttir lagið "Ég er fegurðardrottning" í útvarpinu. Bara eins og talað út úr mínum munni. Enda er ég búin að breyta bendlinum mínum úr pílu í varalit. Gleður mig ósegjanlega.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Á fertugsaldri 

Vá hvað þið eruð búin að vera dugleg!

Ég fékk líka hnerra og hor. Ég þoli ekki hnerra og hor, sérstaklega ekki þrálátan hnerra og þrálátt hor. Ég kom veik til Íslands og fór veik til Rómar. Var stíbblud.

Hnerra enn.
Hef smitað kærastann.

Það er nærri því of langt til sumars. Langar djöfullega til að þið hittið gæjann, og það er ekki einu sinni víst að við komum á sama tíma til Íslands!! Þetta er nú allt í rólegheitunum, ég hef ekki hitt mömmu hans og systur en þær hafa séð af mér mynd.
"Er hún ekki dáldið ung?" var viðkvæðið. Þær héldu að hann hefði náð sér í eina tvítuga. Ég skil það ekki alveg en tek þessu sem hrósi. Mér finnst ég alveg á fertugsaldri á myndinni.

Tilvistarkreppa. Fyrsta skipti sem ég geri mér grein fyrir að ég er á fertugsaldri.
Ekki segja neinum. Ég er nebblega að fara í unglingapartý á laugardagskvöld. Með diskópíkum.

Sá Hairspray í gærkvöldi með einni uppáhalds diskópíkunni minni. Hann spurði mig á eftir hvort ég gæti ekki spurt kærastann minn um heimilisfangið hjá John Waters.
"Ha?"
"Jú, kærastinn þinn þekkir Lars von Trier og Lars er örugglega með heimilisfangið hjá John. Getur hann ekki beðið Lars um heimilisfangið?"
"Hvers vegna þarftu heimilisfangið?"
"Ég er bara viss um að ég er pörfekt í svona mynd eins og Hairspray og ég verð að hafa samband við hann!"
"Lars er örugglega ekki með heimilisfangið hjá John Waters."
"Hvar finnur maður þá heimilisfangið?"
"Leitaðu í The Hollywood Phone Book".

Ó, lífið heima hjá mér.

Ég bý í tveggja herbergja íbúð.
Við gistum fimm hérna í fyrrinótt.
Tvö í hvoru herbergi og einn á vindsænginni í eldhúsinu.
Þið sem hafið heimsótt mig, vissuð þið að tvíbreiða vindsængin kemst fyrir á eldhúsgólfinu?

Hvað gerist þegar einn tæknibrellukall, tvær átján ára pæjur á hormónaflippi, einn femí-hommi og ein kona á fertugsaldri með mígrenikast, koma saman? Tvíbreiða vindsængin er skírð "Philipeno Boy".
Don't ask.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Dulrúnir SMS skilaboða 

Íslensk ungmenni voru eldsnögg að tileinka sér SMS-þjónustu símafyrirtækjanna og samkvæmt lauslegum athugunum hjá Símanum, Tal og Íslandssíma má gera ráð fyrir að tæplega 350.000 skilaboð séu send á hverjum degi.
Táknmál SMS-skilaboða


Mestur fjöldi SMS-skilaboða sem vitað er um hjá einstaklingi eru 60 skilaboð á klukkustund og annar sendi 10.000 boð á einum mánuði þannig að þeir hafa sig alla við. Til þess að flýta fyrir og auðvelda sendingar hafa unglingarnir tekið upp sama mynd- eða táknmálið og notað er á yrkinu. Sum táknin eru notuð í fleiri en einni merkingu. Þrátt fyrir að táknin flækist fyrir fullorðnu fólki eru þau ótrúlega einföld og skýr, þegar maður veit hvað þau þýða.

;-) Blikka/augnablikk
;) Blikka án nefs
:-* Koss
@}--\------,--- Rós

Líðan, svip- og skapbrigði

(@_@) Agndofa
(:- Hissa
(O_O) Hneykslaður
3-( Illur
=o) Saklaus
:-] Lítið bros
:-S Spældur
:o} Ástfanginn
:+( Áttaviltur
:o{ Hryggbrotinn
:-( Leiður/súr á svipinn
:-)) Mjög glaður
(:-\ Mjög leiður
:o[ Pirraður
:-/ Reiður
>:-< Öskureiður
%-) Ringlaður
:-O Undrandi
:-D Hlátur
:-) Glaður/brosandi andlit
(-: Brosa til hægri
:) Brosa án nefs
:' ) Gráta af gleði
:( Súr á svip án nefs
:'-( Grátur
:-c Óhamingjusamur
:-|| Leiður
:-< Svikinn/svekktur
>:-( Mjög leiður
>:-O Vaaá
:-| Kinka kolli/það passar
:-* Súrt
:-(0) Rop
O :-) Engill/dýrlingur
>:-9 Sleikja út úm
:-| Frosinn/pókerandlit/kinka kolli
:-<> Mjög hissa
%-6 Einn ferlega ljótur
:-( ) Hissa/brosa með opinn munninn
:-~) Kvefaður með hor
:-o zz Kúra
:-\ Hugsa/stressaður
: @ Öskra
:-o Bregða
:-X Halda kjafti
|-I Sofa
|-O Geispa/Hrjóta
%-} Einn illa farinn
:-v Tala
:-w Tala tveimur tungum
:-þ Ulla beint
:-p Ulla til vinstri
:-b Ulla til hægri

Frægt fólk/Persónuleikar

B-) Batman
>:-) Djöfullinn
+ Jesús
5:-) Elvis
($_$) Gráðugur
>:) Lítill púki
:-{} Marilyn Monroe
8-) Nörd
P/:-| Spock
d:| Svalur
:-V Vitlaus
((-: Öfugur
$-) Uppi
:o)= Vampýra
[:] Vélmenni

Brosandi

8-) Andlit með gleraugu
[:-) Með vasadiskó
:-)8 Með slaufu um hálsinn
{:-) Með hár
d:-) Með derhúfu
C|:-) Með pípuhatt
(:-) Með hjálm
:-)= Með skegg
&:-) Með krullað hár
#:-) Með loðhúfu

Útlitið

B-) Sólgleraugu
B:-) Sólgleraugu á enninu
8:-) Gleraugu á enninu
{:-) Alpahúfa
}:-( Uppbrett alpahúfa
=|:-)= Sámur frændi
+<:-| Munkur/nunna
:^) Brotið nef
-:-) Pönkari með hanakamb
@:-) Túrban
:=) Báðar nasirnar
:-# Blótandi
<|-) Kínverji
:-{) Með yfirvaraskegg
:-{} Varastór
:-Q Reykja
:-? Reykja pípu

Dýr

:= | Api
:=8) Bavíani
8) Froskur
~o~ Fugl
<:>== Kalkúnn
3:-o Kýr
}:-< Köttur
^-^ Leðurblaka
:<= Rostungur
3:*> Rúdolf
====:[ Snákur
:V Spæta
:@) Svín
(OvO) Ugla

Af öðrum....... 

Og svo snússaði ég kerlingu og beit framan af sneglunni. Annars hefur lítið gerst í sveitinni nema þó ef vera skyldi atgangurinn á réttardansæfingunni. Þar gekk Kjartan á Hóli af göflunum eða svo gott sem. Mér skyldist að Sveinn sem að réðist til hans í vor sé eitthvað búinn að vera setja í kerlinguna hans og þegar Kjartan frétti þetta gekk maðurinn af göflunum. Náði einhvernvegin að krækja þumli í innanverða kinnina á honum og rífa út. Síðan sullaðist náttúrulega blóð út um allt. Það var ekki djarft upplitið á Sveini, hálfvankaður með alblóðuga kvikuna út í loftið eins og rolla í sauðburði. En honum er svo sem nær að vera troða brjúkáninu á sér í annar manna kerlingar.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Á fyrsta klassa aftur og aftur og aftur og aftur og afturábak 

Ja ef það er ekki kominn tími til að segja fréttirnar.
Hvað haldið þið....
Úps.... verð að fara að vinna..

Framhald seinna.

Þetta er ekki alveg að gera sig... 

Já, já, já. Bara ekki kjaftur í húsinu. Kannski ég segi ykkur þá sögu.

Einu sinni var bolti. Hann var orðinn fremur loftlaus og lúinn þegar þessi saga gerðist, forðum var hann heiðblár og fagurrauður að lit en var nú allur farinn að fölna og springa. Á sínum sokkabandsárum hafði þessi bolti verið hrókur alls fagnaðar, allra dá- og eftirlæti og börn jafnt sem gamalmenni slógust um að fá að handleika hann og hrista á ýmsa lund, tá og hæl. Þá var nú gaman að lifa! Boltinn þreifst á því að láta sparka í sig, fast.

Úbbs, þarf að fara að vinna! Framhald síðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com