<$BlogRSDUrl$>
Google

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ég er með.... 

Þar sem ég hef ekki skrifað hér í langann tíma og finnst skemmtilegt hvað söstrene eru duglegar vill ég endilega vera með.
Ég er ekki enn kominn í jólaskap og tel að enn seé töluvert þangað til. Í bartsýni minni í byrjun aðventu var stefnan sett á að vera að leggja lokahönd á jólin til þess að eiga framundan náðuga daga. Ætlaði síðan að taka frí milli jóla og nýárs. En sem sagt það byrjaði vel, setti upp ljós í garðinn en svo bara ekki meir. Kenni ég um hönkinu við staurinn, en um það má lesa á annari síðu. Og núna var ég að frétta það að ég verð nauðsinlega að vinna á milli jóla og nýárs og það bætti nú ekki jólaskapið.
Var hins vegar manaður í að commenta hér fyrir neðan og þar sem Gwelda póstaði sitt hermi ég eftir:

Nálgast júle lífsglöð kæti, margar,
bráðum koma heilög jól.
Upp á stól á einum fæti, gargar,
How do you like that, you asshole!!"

P.s Tutla er með stærstu vömbina í fjölskyldunni!!!!

Ný mynd á Frussungunum 

Fyrir þá sem eru forvitnir um hvernig híbýli nýjasta Frussungsins lítur út í dag þá var myndin tekin í morgun.

Og nú fer ég út og kaupi reimar í skó stórkostlega kærastans.

Bestu kveðjur,
Tutlan.

Uppá stól
stendur hún Tutla.
Með borvélina og bumbuna
hún bograst þessi skutla.

mánudagur, desember 19, 2005

Ólétta á jólaföstu 

Ekki hefur Tutla hormónabomba upplifað miklar skapsveiflur á meðgöngunni.
Stórkostlegi Kærastinn hefur verið mjög sáttur við þetta.

Á ég þá við sveiflur eins og sumar konur lýsa, sem ég get einungis borið saman við sólstinginn sem ég fékk þegar Stórkostlegi Kærastinn keyrði niður þakið í frönsku Ölpunum hér í vor á leiðinni til Cannes.
Þá varð ég allt í einu öskureið og hellti mér yfir hann, varð svo alveg eyðilögð og fór að gráta yfir hvað ég hafði gargað á hann að ástæðulausu.
Hann var fljótur að átta sig (enda kýrskýr maðurinn) og keyrði þakið upp í snarhasti og ég varð aftur að Tutlu venjulegu án skapsveiflna.
Restina af ferðinni var Tutlan með sólkrem í hárinu, sólbrennd á höfðinu.

Hammersklanið þekkir Tutluna vel og man alveg að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Tutlan skapsveiflaðist í áravís samferða restinni af klaninu og þurfti enga hormóna til.
Við höfum skap and are not afraid to use it.

En aftur að aðventu, og að óléttu.
Hormónarnir hafa svo sannarlega áhrif á skapið en í þá áttina að ég er oft ansi meir. Tutlan verður Skælan.

Skælan getur skælt yfir næstum hverju sem er. Hún verður oft hrærð og glöð. Fastan hefur sett í Skæluna skælurnar svo oft að hún örvæntir þegar hún hugsar um fallegu jólin. Þetta verða því líklega Kleenex jól, þó á annan máta en í fyrra þegar Tutlan vann 16 Kleenex pakka í árlegu myndalottói tengdafjölskyldunnar.

Skæla skælir yfir ansi mörgu. Skæla skælir t.d. yfir tónlist og bíómyndum. Lélegum bíómyndum. Það þarf ekkert að vera neitt sérstaklega falleg tónlist heldur. Bara þetta sem maður hlustar á undir sturtunni á morgnanna. Skælan hefur meðal annars skælt yfir Sálmunum hennar Ellenar Kristjánsdóttur, Jóladiski sömu Ellenar og KK, og einu lagi Vilhjálms Vilhjálmssonar skældi hún svo mikið yfir að hún hefur ekki hlustað á Vilhjálm síðan. Skælan skældi líka hástöfum yfir níu milljónum reiðhjóla Katie Melua en mest hefur Skælan skælt yfir tilhugsuninni um systurnar sem hafa verið svo örlátar og gjafmildar við hana í mánuðinum.

Í morgun varð Skælan hrærð yfir enn einum jóladisknum. Í þetta skiptið voru það Jólin hennar ömmu. Stórkostlegi kærastinn er ekki að skilja þessi viðbrögð við lélegum barnakór og upptöku af heimsókn jólasveins á jólatrésskemmtun (þar sem hann meðal annars syngur Litlu andarungarnir með börnunum og Nú skal syngja um dýrin ... og leikur hænu með kröftugu gaggi).

Það er heldur ekki jólatrésskemtunin per se.
Það eru blessuð börnin sem syngja lögin sem þau hafa lært í sunnudagaskólanum fyrir aldraða ömmu sína eftir að hún hefur hrætt þau með kvæðinu um Grýlu og Leppalúða. Ástarfaðir himinhæða.
Og ef ég heyri rétt þá er það amma mús úr Dýrunum í Hálsaskógi sem fer með hlutverk ömmunnar (Guðrún Stephensen).

Ég hef oft hlustað á Vilhjálm og fundist hann bara korní og fínn. Eins er ég ekkert viðkvæm fyrir sálmum öllu venjulegu, og ég geri ráð fyrir að hefði ég opnað þennan jóladisk í fyrra þegar ég fékk hann þá hefði ég flissað meira og fundist hann alveg hræðilegur en gullinn.
Ég get því óhikað mælt með disknum án þess að hafa áhyggjur af því að klanið liggi í tárum yfir Nú skal segja.

Mig langar svo í tilefni af þessu öllu saman að benda ykkur á Jólavef Salvarar Gissurardóttur. Þar hef ég fundið svo margt um íslensk jól sem mér virkilega þykir vænt um og vil seinna meir deila með hálfa Íslendingnum sem býr í bumbunni minni í augnablikinu. Meðal annars þessa Grýlumynd Halldórs Péturssonar úr Vísnabókinni.

.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com