<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, ágúst 15, 2003

Til konu á geimdýnu:

finn ekki plokkarann en held vakandi auga.

Til ykkar hinna:

Ellý Wilhjálms is the shit.

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Það reyndist rétt; rúmið mitt er besta rúmið í víðu veröldinni.

Í dag á Nusi minn afmæli og Bakarameistarinn bakaði fínustu kökur af því tilefni. Pinkill bróðir leit við með fjölskylduna (þann hluta sem ekki er upptekinn við hótelrekstur norðan heiða) og Frumrósa vinkona og Ormur hennar komu líka. Bakkelsi etið, gos drukkið og kaffi með úr litlum bollum. Í bakgrunninn Svíar; Peps Persson, Lill-Babs, Monika Zetterlund og Cornelis (sem reyndar var ekki Svíi), ásamt fleirum.

Á morgun fer afmælisdrengurinn að veiða fisk á minn disk og á meðan verðum við mæðgin í sumarbústað hjá afa og ömmu. Hann er búinn að pakka hálfu bókasafninu, flestum myndböndunum, lúðrinum og nótum, badmintonspöðum, action-köllum, geisladiskum og guð veit hverju.

Getur verið að ég hafi skilið plokkarann minn eftir hjá þér, Tutla mín?

mánudagur, ágúst 11, 2003

Hvurnin á ég, einföld skepnan, að eiga við allar þessar breytingar?

Mikið er nú gott að setjast við röflið (bloggið) á ný, eftir ævintýri á gönguför á slóðum Nasa (Hallgríms) og fleiri forvera (forvera; forfaðir og/eða -móðir) okkar allra í Kaupinhafn. Í gærkvöldi sátum við að snæðingi á indverskum veitingastað, hvaðan sem við sáum beinleiðis inn í húsið sem Nasi bjó síðast í í Höfn. Það er kyrfilega skráð á húsið. Nægilega heitt var í veðri til þess að valið var borð við viftu. Pakistanski þjónninn var með heimþrá og gaf Madda litla forrétt, eftirrétt og mangósafa af því hann minnti hann á litla bróður hans heima í Pakistan.

Hér á Íslandi eru gluggarnir ekki eins opnir á nóttunni og í Skandinavíu, en mikið svakalega hlakka ég til að fara í ból í kvöld.

Góða nótt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com