<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, mars 13, 2004

Af skoðanakönnunum 

Já, ég hef viðrað álit mitt í þessari skoðanakönnun.
Eini gallinn við þetta er að maður getur bara kosið um ákveðnar skoðanir (ákveðnar af öðrum). Það er líka það sem gerir könnunina skemmtilega.
En það er líka af því við höfum sama húmor.

Ég auglýsi samt eftir skoðanakönnun þar sem maður getur sent sínar eigin tillögur inn, svo við getum séð hvað hinum finnst að flugvélarnar eigi að heita.
Great minds think alike, og ég sé að Sveimhugi hefur haft svipaða grunnhugmynd að sínum tillögum.
Ég hugsaði líka
1) eitthvað íslenskt
2) þjóðlegt
3) gengur í Bretlandi og Danmörku
4) og jafnvel úr goðafræðinni
og svo auðvitað 5) Laxness

Tillögur mínar voru því
Snæfríður og Sóllilja
Salka og Valka
Una og Úa
Una og Sif
Helena og Katrín
og eitthvað tvennt í viðbót álíka

Þetta ber nú præg af því hvað ég held upp á vinkonur mínar.

En að öðrum málum.
Ég er vakandi og klukkan er 5 um morgun.
Kærastinn er kominn heim frá Esbjerg og vill verða slökkviliðsmaður þegar hann er orðin stór.
Seinast þegar ég spurði hann vildi hann verða faðir barnanna minna þegar hann yrði stór.

Hann er ekkert minna lasinn og vekur mig nú á nóttunni.
Svo sefur hann áfram en ég vaki.
Og blogga.
Gott að hafa ykkur.



föstudagur, mars 12, 2004

Skoðið nú skoðanankönnun! 

Guð minn góður, great men think alike!

Allir að taka þátt!!! 

Hæ! Iceland Express stendur nú fyrir samkeppni um nafn á Boeing 737 þotur sínar. Glæsileg verðlaun fyrir vinningstillöguna: Draumavika í Danmörku. Flug fyrir 6 manns til Kaupmannahafnar, vika í sumarhúsi frá Novasol, stór bíll frá Avis meðan á dvölinni stendur og 1.000 kr. danskar í rassvasann hjá hverjum og einum í hópnum. Gangi þér vel!

Nú er dáldið atriði að taka þátt. Maður vinnur aldrei ef maður spilar ekki með og við erum kreatívasta fjölskylda í heimi. Hjálpast að ef ekki er hægt að finna upp á neinu sjálfur. Virkja börnin.

Skiladagur 21. mars á heimasíðu Iceland Express.

Um list og tungumál 

Jamm.

Hef fengið langþráð listaverk í pósti frá Olbap. Án þess að átta sig hefur hann nú gert nokkuð sem er orðið ansi nálægt því sem við köllum á fagmálinu "Mail Art". Mail Art (not to be confused with Male Art) byrjaði þannig að nokkrir listamenn fóru að teikna frímerki og klístra við hliðina á þeim frímerkjum sem frá pósthúsinu koma.
Þar næst fóru þeir að teikna á umslögin, búa til stimpla, búa til sín eigin póstkort og svo víðara.
Fyrir rest fóru þeir að búa til blöð, kalla þau Zines (kemur af orðinu Magazine). Blöð þessi gátu verið allskonar.
En þrátt fyrir þróun þessarar listgreinar, hélst grunnhugmyndin um að pósturinn bæri þessi listaverk.

Póstlist hefur verið rannsökuð af myndlistanemum í gegnum tíðina, m.a. man ég eftir stúlku í mínum skóla sem skoðaði sérstaklega hvað pósturinn væri til í að bera á milli landa.
Það kom í ljós að póstþjónustan er alveg stórkostleg og að þeir senda nánast allt milli landa svo lengi það er heimilisfang og frímerki á því.
Nema dömubindi.
Það fékk hún til baka með voða fallegu bréfi þar sem hún var spurð hvort hún væri ekki til í að setja það í umslag.
Semsagt, ekki hægt að setja frímerki á dömubindi og senda til Frakklands, þó á því sé heimilisfang.

Merrrkilegt.

Ég hef semsagt fengið listaverk í pósti. Og þá má jafnvel búast við því að listamaðurinn fái listaverk í pósti, því í póstlistabrannsanum gerir maður svoleiðis. Ég þarf ekki að taka það fram að þetta er tilvalin listgrein fyrir fólk með söfnunaráráttu. Einn af kennurunum mínum gömlu á eitt stærsta safn í heimi af svona póstlist og Zines.

Og nú að örðum ebbnum.

Já tungan er lævís og lipur.
Danskan mín hefur tekið tilbakaskref eftir að ég fékk nýja kærastann.
Þetta var svo einfalt hér áður fyrr. Ég talaði dönsku í vinnunni, ensku heima og á AA fundum, og íslensku við alla vini mína. Ég á bara eina danska vinkonu og við gátum alltaf reddað okkur þar sem við töluðum bara um vinnuna hvort eð var. Sami orðaforði.
Nú er það svo að ég hef lært óskaplega mikið af nýjum orðum. Það tekur heilann svo mikla orku að melta öll nýju orðin að öll gömlu orðin koma hægar út úr munninum á mér og þegar þau koma, eru þau öll í rugli. Þetta hefur gert að vinnufélagarnir mínir hafa þurft að vera þolinmóðari við mig.
Það er merkileg tilfinning að tala bara við fólk sem er mjög einbeitt í framan og horfir mjög stíft á munnin á mér.

Svo er þetta með kærastann. Ekki bara að Danir geta ekki fundið út úr að kyngreina kærustur og kærasta (maður verður einkennilega androgen við að komast á fast hér í Danaveldi), heldur nota Kærester líka alls konar orð sem maður má alls ekki segja í vinnunni.
Eitt af fyrstu orðunum sem ég þurfti að passa mig sérstaklega á er lederlig.
Já, þetta hljómar mjög saklaust, næstum eins og leiðinleg.
alls ekki nota í vinnunni.
Þýðir nebblega graður/gröð.
Heilanum á mér finnst þetta þýða leiðinleg.
Og af því að leðerlíg er svo óskaplega sakleysislegt orð þarf ég að vanda mig óskaplega í vinnunni við að passa að það detti ekki út úr munninum þegar ég tala við börnin.
"Ég sá svo hræðilega graða mynd í gær"
"Æi, var Amalie gröð við þig"

Í vinnunni má maður í mesta lagi segja "God weekend, og god røv!".
Ég hló nú eins og vitleysingur þegar þetta var sagt við mig. Þau voru nebblega búin að reyna að ljúga mig fulla í vinnunni, það er sérstaklega einn sem heitir Lars sem finnst gaman að kenna mér bulldönsku.

Og þykir mér því við hæfi að enda þetta blogg á þessum nótum og sendi því föstudagskveðjuna til ykkar allra.
Góða helgi og góðan rass!

fimmtudagur, mars 11, 2004

Det er nemligen mål med vexte at jeg og min man skal rejse till Slaaaaaaaaaaagelse 

Það tók a.m.k. hundraðogníutíu dauðsföll og tólfhundruð slasaða til þess að hnika Baldvini Þorsteinssyni úr efsta sæti vinsældalista íslenskra fréttamanna þessarar viku.

Tregt er tungu að hræra. Heimur versnandi fer. Líklega ekki verið sannara síðan á tímum Nóa.

Hlakka þó til að heyra systur mína umla baunsk ástarorð.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Plötualbúm vikunnar 



Var að finna þennan.
Platan inniheldur lögin
1 Irwell Delta Blues
2 The Bubbly Snot Monster
3 The Bikini Line
4 That’s What You Are To Me
5 It Must Be The Silage
6 Born Bad
7 Rolling Home
8 Manuel (Bonus Track!!!)


Er að bíða eftir símtali frá manni sem er í baði í Esbjerg.
Vill einhver segja brandara um After Eight og Slagelse fyrir mig....

Ég get svariða, hvernig endaði maður í Danmörku?!
Maður hefur ekki upplifað kúltúrsjokk fyrr en maður hefur upplifað að tjá sig á dönsku við sinn heittelskaða.

Jájá, greinilega alltílæ 

Ég er að hlusta á sænska diskinn Hits for Kids... svenska dægurlagar och kúlað rapp...

Nei, ekki lengur. Nú erum við að fara að æfa okkur á trompet. Sé ykkur.


Þvílík furðufrétt 

Bara að gá hvort íslensku stafirnir koma...

Dagur í vinnunni 

Fann hjá mér póstsendingar sem ég tel að Frussungar hafi gaman að.
Svona gengur sem sagt vinnan hjá mér.


-----Original Message-----
From: Guðrún Hrefna Sverrisdóttir
Sent: 19. september 2003 10:34
To: Ólafur Þórðarson
Subject: Tölvumál.

Kæri Óli okkar.

Við erum hér aumar og uppburðarlitlar konur sem höfum beðið eftir nýjum tölvum frá því í maí sl. Við eru búnar að bíða og bíða og nú er biðlund okkar á þrotum. Við viljum fá snögg viðbrögð þar sem við erum búnar að sjá að sumum veitist ekki tækifæri eins og okkur að bíða, bíða, bíða, bíða og bíða eftir að fá nýja tölvu.

Við krefjumst viðbragða strax.

Guðrún Hrefna
Ásta Þór. (ekki bæjarritari, heldur erum við aumir þjónar litla mannsins í Kópavogi).

________________________

Kæru Guðrún og Ásta Þór. (ekki bæjarritari.)

Ég er hér aumur og uppurðalítill tölvukarl sem geri mitt allrabesta til þess að halda fólkinu mínu góðu. Ég lendi stundum í því að þurfa að gera upp á milli fólks og verð ég þá að velja hver það er sem fær forgang og hver þarf að bíða. Þumalputtareglan er sú að þeir sem hafa engar vélar þurfa yfirleitt að bíða styðst, það er þó ekki alltaf þannig. Síðan reyni ég að vinna listan niður í réttri röð og þessa dagana erum ég að reyna afgreiða fólk sem búið er að bíða síðan vorið 2002. Ég hef fulla samúð með ykkur en þar sem að þið hafið aðgang að vélum sem að virka þá verð ég reyna hjálpa því fólki sem hefur enga vél.

Sem minnir mig á litla dæmisögu:

Fyrir nokkrum árum datt mér í hug að fá mér jeppa. Konan mín og vinir höfðu verið að segja mér að nú væri kominn tími á að fá mér jeppa. Ég talaði við umboðið og voru þeir hjartanlega sammála mér að jeppi væri það sem til þyrfti svo að ég gæti verið maður með mönnum. Þeir ætluðu meira að segja að vera svo rausnarlegir og láta mig hafa einn um leið og tími og aðstæður gæfust til. Eftir að heim var komið var ég ekki frá því að 15 maí væri góður dagur til þess að fá jeppa. Og svo leið 15. og líka sá 16. og margir dagar eftir það en ekki kom jeppinn frá umboðinu Enn þann dag í dag bíð ég eftir því að jeppinn standi á hlaðinu fyrir framan húsið en hef hins vegar áttað mig á þeirri staðreynd að á meðan umboðið lætur mig ekki vita hvenær þeir mæta með jeppann, þá keyrir ég bara Daihatsu Charade-inn minn á meðan.

Kveðja,
ÓÞ

þriðjudagur, mars 09, 2004

Reglulegur bloggari drengurinn.... 

Bendi á að Víkingurinn í New York uppfærir raglulega þessa dagana....http://www.loki331.blogspot.com/


mánudagur, mars 08, 2004

Sitthvað hvað frá Fon Farmá. 

Ég sem var kominn í svo góðan fíling og byrjaður á framhaldssmásögu hér á Frussunni þurfti að hverfa frá áformum mínum en lofa að koma þessu síðar til skila.

Annars vil ég ráðleggja þeim sem vilja leggja hlekki að fara inn á template og skoða html ið og bæta því þar inn í kóðann á sama hátt og hinir hlekkirnir eru settir upp.

Ég ætla nú að standa upp og snúa plötunni við....

Reyndi og reyndi að setja inn mynd af albúminu.



Hitti Héðinn á emm ess enn áðan. Tölvan er sterkari en hvaða ættarmót sem er.

Hrotur nálgast, draumar málgast. Gleðjast gumar? Glaumbær brann án Bjarna í markinu. Noregur státar af skíðapöllum. Bláfjöll eru grá. Mikki Mús er rotta. Pulsan er ónýt.



sunnudagur, mars 07, 2004

Gefst upp! 

?g get ?etta ekki. http://www.zone.ee/helkur82/blog.htm

zone.ee = finnska bloggala

H?r sit ?g og dingla m?r, var b?in a? rolast fram eftir degi vi? a? koma m?r ? gang vi? vinnu og ?egar loksins kom a? ?v? var kallinn b?inn a? setja svo gasalega f?nan eldvegg upp ? t?lvunni a? ?g n? ekki a? tengjast vinnunni. Ekki fer ?g a? kl??a mig til ?ess a? fara ? skrifstofuna... svona ? sunnudegi... daginn eftir ?rsh?t??. Enda kall ? vinnu og piltur lyklalaus ? sundi. ?? bara bloggar ma?ur. E?a ryksugar.

Vi? vorum ? ?rsh?t?? hinni s??ari ? g?r, a? ?essu sinni var ?a? se og h?r ?rsh?t??in. Afspyrnul?leg skemmtiatri?in dr?gust langlei?ina fram undir klukkan eitt (m?ting klukkan sj?). Veislustj?rinn nokku? g??ur, G?sli fr?ttama?ur ? Vesturlandi, ?tti spretti. Eina skemmtiatri?i? sem ekki var ?bersj?lfhverft, ??hugavert og illa fram bori? var hlj?msveit Hreins Valdimarssonar, ?? obbol?ti? v?ri tregt ? ?eim temp?i?. ?eir voru ? flottum j?kkum. Kannski einhver hlutdr?gni ? manni, ?ar sem ?g var bor?dama Hreins til h?gri... og ??. Alveg me? ?l?kindum hva? ?etta atvinnuli? ? erfitt me? a? vera pr? ? pr?vatl?finu.

Ma?urinn minn rembdist eins og rj?pan vi? staurinn a? vera hupplegur og me? kerlinguna upp ? arminn svo henni leiddist ekki... kynnti mig fyrir skitrillj?n manns og helmingurinn svara?i; "vi? h?fum hist"... helminginn af ?eim kanna?ist ?g ekkert vi?... nema ?? helst ?r s??u og heyr?u... svona er ?a? ?egar ma?ur m?tir n?nast aldrei neitt! ?g rembdist vi? a? vera skemmtileg og sjarmerandi, svona ? st?l vi? karlinn. Var ?eirri stund samt fegnust ?egar ?g st?kk upp ? Lavm?b?linn eftir a? hafa kurteislega afsaka? mig me? ?v? a? barnap?an ?yrfti a? vakna snemma.

Heima ? n?ttkj?lnum, bomsusokkunum og s?fanum, me? fanta ? glasi og hnetur ? sk?l og b?in a? skafa af m?r sk?tinn, naut ?g ?ess a? horfa ? Pelican Brief ? sj?nvarpinu og n??i henni n?stum allri. Hreinn una?ur.

Mundi eftir ?v? ? morguns?ri? a? sunnudagsmogginn v?ri hugsanlega me? n?nari uppl?singar um v?lsle?aslysi? ? Dalv?k og ?a? st?? heima. ?g vissi a? ?a? yr?u s?rar fr?ttir, var b?in a? hafa ?a? ? maganum allan t?mann. Skr?ti? hva? l?fi? fer s?nar eigin lei?ir ? stundum, ekki alveg ? ?eim takti sem ma?ur reiknar me?. N? stjarna komin ? himinhvolfi?, ?essi sk?rari en flestar.



Hahahaha 

Fyndið...

... ég að reyna að setja inn krækju... svo bara kemur ekkert...




Tékk itt át 


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com