<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Feminismi á netinu 

Ég hef ekki komist hjá því að taka eftir íslenskum femínistum á netinu. Femínisminn er hátískufyrirbrigði á Íslandi, abát blöddí tæm, sem maður finnur því miður ekki fyrir í Danmörku.
Ég er svosem ekki sammála öllu sem flaggað er í nafni femínismans en finnst (nær) öll umræða góð.
Hér eru allavega tvær sem ég hef lesið aðeins, Silja Bára og Katrín Anna. Báðar eru held ég með krækjur á fleiri femínista en ég viðurkenni að meira hef ég ekki nennt að lesa.

Fyrir ekki svo löngu var sett á svið í Borgarleikhúsinu "femíniska" verkið Píkusögur, eða Vagina Monolouges. Mér hefði nú þótt titillinn betur þýddur neð titli sem innihéldi kannski orðin Sköp og eintöl, en það er smekksatriði.
Í raun ætlaði ég ekkert að fara að tala neitt um femínisma eða leikrit.
Ég vildi bara deila með ykkur þessu skemmtilega "sketsji" sem sýnir fjórar af mínum uppáhalds amerísku gamanleikkonum taka frekar spaugilega útgáfu af þessu leikverki, sem mér er annars ekki fært að dæma um því ég hef ekki séð það.
Sú sem leikur Barböru Bush er algjörlega í algjöru uppáhaldi.
Algjörlega gjörsamlega.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Kæru vinir og vandamenn 


Hið árlega aðventuforskot Ingu og Óla fer fram að vanda laugardaginn fyrir 1. í aðventu þ.e. laugardaginn 2. desember nk. Opið hús verður á Leifsgötu allan liðlangan daginn. Byrjum á hárbít kl.11:00 og þeir sem vilja taka þátt í deginum eru beðnir um að taka með sér í púkk bæði til tungu og föndurs. Ef stemming er verður jafnvel bökuð eins og ein piparkage.

F.h. Aðventuforskotssnefndar

Lavi og Gwelda

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com