<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, ágúst 01, 2003

Gult, gult, gult
er hárið hennar Tutlu.
Gult, gult, gult
var málað eldhúsið.
Allt sem er gult, gult
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Kínverjann

Herslunarmannavelgi

23. stiga hiti á mælum í Reykjavík og íslendingar bruna út úr bænum.
Þá rennur upp gósentíð undirheimaliðsins og eins gott að vera með heimavörn.
Buff spilar á Grandrokk um helgina.
Geðilllega hátíð.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Tutla vildi bara rétt kasta kveðju á liðið..
Gott að hafa Gullpung og Pinkil á síðunni. Velkomnir í hópinn.
Tutla er ein heima og hefur tekið sér fríkvöld frá streði. Það er draugur í símanum hennar sem hringir þó hún sé online... bara ein símalína.

Töluvert hefur verið lagt út í þessum mánuði fyrir endurbótum á íbúð. Frétti nebblega að það væri frádráttarbært frá skatti... hehehe, það er gott að búa í Danaveldi. Eins voru versluð eldhúsáhöld og rafmagnstæki. Ekki þó brauðristin sem Gullpungur saknaði hér um daginn. Í stað brauðristar var versluð matvinnslugræja sem gerir allt mögulegt skemmtilegt annað en að rista brauð. Græjan hrærir meðal annars deig. Það verður því eins og í Frans hérna um árið þegar pæjan spurði afhverju fólkið borðaði ekki bara kökur þegar það átti ekki brauð. Gullpungur fær því nýbakað í stað ristaðs þegar hann mætir næst.

Markmið aðgerða er að Tutla búi ekki lengur í iðnaðarhúsnæði. Draumurinn var að nýr leigjandi flytti inn í sæmilega vistlegt 1. ágúst. Það verður nú ekki, en vistlegt verður þegar Gwelda kemur í bæinn. Þá verður nú gaman að lifa.

Af vinnumálum er það að frétta að nú hef ég fengið það verkefni að einbeita mér að stelpu sem er lögð í einelti. Hún er einhverf og getur illa tjáð sig. Ég hef náð til hennar í gegnum tónlist og ef verið að reyna að byggja upp styrk í stelpuna m.a. á þann máta. Hún syngur nú þvílík ókvæðisorð í garð fatlaða sadistans sem hræðir annars úr henni líftóruna. Hann er í sumarfríi. Við sjáum til hvað syngur í henni þegar hann kemur aftur.

Gaman að vera til.

Jaeja elsku vinir!

Schwakalega finnst mer gaman ad skrifa til ykkar fra útlöndum. Hér sit ég vid skriftir i uppáhaldsíbúdinni minni i Gautaborg, nefnilega hjá bestu vinum okkar hér. Vid erum nýkomin inn eftir heimsókn á indverskan veitingastad, thar sem vid fengum thvílíka veislumáltíd, sem enga á sína líka a Fróni nema hjá Austur-Indíafjelaginu. Eini munurinn er sá ad á thessum stad var helmingi meiri matur fram borinn fyrir helmingi minni pjening.

Töffarinn okkar litli svaelir í sig kryddin eins og innfaeddur. Finnst fátt betra en almennilegur indverskur, nema ef vaeri Makkdónalds. "Thad sem er svo einstakt vid Makkdónalds, sem gerir svo sérstakt ad borda thar er braudid. Madur faer bara ekki svona braud í venjulegum búdum!" Je, sjor.

Annars vann hann mikid threkvirki í dag. Sonur minn. Fór í 55 metra háan fallturn í tívolíinu Lísubergi. Módirin stód á jördu nidri med seyruna í brókinni. Allt fór ad sjálfsögdu vel ad lokum.

Vid erum búin ad njóta thessarar ferdar út í ystu. Einkar vaenir voru dagarnir á Björkö, sem er eyja í skerjagardinum hér fyrir utan borgina. Thar býr mágkona mín, Aija. Adam fékk ad prófa ad vera stýrimadur á bátnum theirra, synti tímunum saman í sjónum, klifradi í trjánum í gardinum og spiladi fótbolta vid Fabian, sem er fraendi hans, ellefu ára, og mikill vinur.

Á morgun verdum vid áfram hér og aetlum ad skoda gamlar slódir. Kannski kíkja í búdir. Naesta thridjudag förum vid til Jótlands og verdum komin til Köben í sídasta lagi á föstudag. Thad er hápunktur fararinnar fyrir mér.

Nú kved ég ad sinni thar sem ég aetla ad fá mér ís á medan ég klóra mér í mýbitunum.

þriðjudagur, júlí 29, 2003

TAKA TVÖ

Endurskírður skv. kirkjubók.
Heiti pinkill, ekki Sigurður.
Kær kveðja
Si....pinkill


LOKSINS
Þetta virðist ekki flókið fyrirbrigði þegar haldið er í höndina á mér.
Vonandi tekst þetta hjá mér núna.

mánudagur, júlí 28, 2003

??????????

http://www.ruv.is - 27.07.2003 19:02

Maður ók yfir göngubrú í Fossvogi
Gangandi vegfarendur áttu fótum fjör að launa þegar eldri maður ók fólksbíl sínum yfir göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut við Fossvog í Reykjavík í morgun.

Maðurinn ók bílnum þar yfir á 30-40 kílómetra hraða og urðu gangandi vegfarendur að setjast upp á handrið. Ekki er vitað hver þarna var á ferð.

Enginn slasaðist en illa hefði geta farið þar sem brúin er ekki sérlega breið.


sunnudagur, júlí 27, 2003

magnus@thordarsonline.com

væri ekki ráð að bjóða mangalanga á bloggið?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com