<$BlogRSDUrl$>
Google

sunnudagur, mars 13, 2005

Frussa - örlagasaga (og brandarakeppni) 

Jæja ...

... eigum við ekki bara segja þetta gott með Ævintýraeyjunni?

Síða sem ekki er bloggað á heitir "dauður linkur" á bloggmáli. Fólk nennir ekkert að vera að tékka á dauðum linkum.

Mér datt allt í einu í hug að koma með nokkrar svífyrðingar, bara svona til að sjá hvort ég gæti ekki fengið fram debat.
Svo mundi ég að það er svo leiðinlegt.

Ákvað að auka traffík um síðuna á jákvæðari máta:

Hér með skorar Handhafi Laddaverðlaunanna á Frussunga alla. Keppnin heitir því frumlega nafni Besti Brandarinn og mun sigurbrandarinn verða birtur á Frussunni.

Brandarar sendist inn á veffangið

skottustelpa@gmail.com

Keppnisreglur:

1) Handhafi Laddaverðlauna má ekki senda inn brandara þar sem hún er dómari.
(Það ætti að auka vinningslíkur hinna verulega, þar sem allir vita að Laddaverlaunin voru unnin með stórkostlegum yfirburðum).

1a) Spúsi Handhafa Laddaverðlaunanna má ekki senda inn brandara.
(Til að koma í veg fyrir allt heimilsofbeldi og grun um svindl).

1b) Dómari telur sig fullfæran um að dæma, enda Handhafi Laddaverðlaunanna og þar af leiðandi rómaður fyrir gott skopskyn. Dómari áskilur sér rétt til að ráðfæra sig við Spúsa sinn (Stórkostlega Kærastann) og verða þeir þá beinþýddir yfir á dönsku. Ef brandari verður ekki afgerandi fynndnari á beinþýddri dönsku, þá lítur hann lægra haldi. Ef Handhafa Laddaverðlaunanna sýnist svo, má hún gera ummæli umrædds Spúsa dauð og ómerk og ráða sjálf hver vinnur.

2) Sóðabrandarar velkomnir (enda óhjákvæmlegir) en þeir verða að vera birtingarhæfir. (Það eykur stórkostlega líkur á birtingu)

3) Allir Brandarar sendist inn undir nafni, og skráðu eftirnafni Hammers. Farið verður eftir semi-Indverskum nafnahefðum, það er, undantekningin er að ekki skal kenna sig við stað, né legg, en skulu þeir Hammerar sem eru Hammerar í mægðir nefna sig í gegnum arm. Sem dæmi um þetta: Tutla Hammers (sendir þó ekki inn, þar sem hún er Handhafi Laddaverðlaunanna og dómari í keppninni), Véfrett Sveimhuga Hammers. Semsagt í arm en ekki í legg, né í stað.

4) Innsendingafrestur er til miðnættis 20. mars 2005.

5) Það er bannað að brokka sig yfir reglunum. Ekki orð. Ef maður vill búa til reglur getur maður bara sjálfur funndið upp á keppni á Frussunni. Lítið á það sem góða æfingu í að halda skoðunum sínum fyrir sjálfan sig. Ofsalega hollt.

Lifið heil.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com