<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, janúar 11, 2003


Lengi lifi Frussa


föstudagur, janúar 10, 2003

Jú og eitt enn, ég vildi benda lesendum og skriförum bloggsins Frussu að Tutla var að byrja sitt eigið blogg sem skoða má á veffanginu www.skottustelpa.blogspot.com

Við pabbi erum einmitt að skoða þetta núna, honum fannst myndin af hamarnum góð.

Þakka þér, þakka þér. Við löggðum okkur fram.

Til hamingju með "frí frá hoppandi skinku" útlitið.
Ykkar,
Anna og útlitið


Lengi lifi Hammerinn

Hey kúl! Ég blogga eins og herforingi!
Kæru Gwelda og Lavi, til hamingju með þetta stórkostlega frumkvæði! Langar mig til að nota tækifærið til að koma þessu sögukorni á framfæri:
Drengur að nafni Dammi Murtez sat við eldhúsborð Frússu og Hammersins. Var þar á borðum taílenskur karrýréttur á la Tutlas kúsín. Þótti drengnum (ó)bragð að matnum og át því eingöngu Jasmín-grjón (alls óskyld frægri dansmey er fór með hóp Íslendinga til Júróvisjón). Á þriðja skammti (sem var jafn smár og fyrstu tveir) verður drengnum Damma að orði: "Ég veit ekki með ykkur hér en ég veit að Kínverjum þykir gott að hafa tómatsósu á hrísgrjón". Lýkur hér þessu sögukorni, góðar stundir.
Lifið heil.

testíng, testíng, vonntúþrí, vonntúþrí

Römm er sú taug

Var að velta fyrir mér þessari setningu en komst ekki að annari niðurstöðu en þeirri að höfundur hennar hefur trúlegast bitið í kaðal.

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Það er aumt að setjast við skriftir þegar fátt brennur á hjarta annað en kvöldmaturinn...

Rétt er þó að koma síðunni í gang og æfa sig í blogginu. Mér var sagt í dag að blogg væri barnagaman og því bara svoldið sniðugt að bæta nýjum vinkli á trendið. Fjölskyldublogg. Það er það sem koma skal. Þá er þetta orðið meira en persónulegt. Ekki einstaklingsbundið heldur fjölstaklingsbundið.

En nú er rétt að snúa sér að kvöldmatnum, svo fjöldabragðabaunirnar komi ekki algjörlega í hans stað. Ekki hollt fyrir stráka og mömmur. Reyndar er ég að hugsa um að æfa mig fyrst í að setja inn eins og eina mynd.

Óje. Æm inn....

Trond Bakkevik, verndari Frussu


Enn eitt barnið er mætt til leiks... Welcome ms. Gwelda Hammers!! Been into Spam for years. You should try it.

Ingveldur Fagurkinn frá Laugasteinimiðvikudagur, janúar 08, 2003

Það vill svo til að Mussu liggur ýmislegt á hjarta. Til dæmis hinn mikli missir hinna ljóðelsku. Ekkert hef ég heyrt í fjölmiðlum minnst á þá miklu þjóðarkrypplun sem hlýst af slíku skarði í samfélagsvörinni... Það er eins og Loftur hafi aldregi verið, né heldur samið... ekki gefið af sálu sinni okkur samfélagsmönnunum sem þyrstir bergðum í áfergju hvert orð, hvern dropa visku og mannþekkingar sem af vörinni hraut. Vissu apótekarar meðalmennskunnar ekki af þessu?

Nú er mér skemmt. Hér verður gaman að búa.

Góðan dag !

Fyrstu innsetningu er lokið og mér líka.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com