<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, febrúar 21, 2003

Enn heyrist ekkert í bókaranum. Það er greinilega óreiða þar sem allur hennar tími fer í vinnu í stað þess að hella úr huga sér í Frussuna. Mæli með slíku þar sem losun hér er ótrúlega hreinsun fyrir huga og sál. Núna datt mér til dæmis í huga limra sem að ég setti saman ekki fyrir margt löngu.

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Æi já, og auðvitað á líka að vera eitthvað brall, ekki bara spjall.
Lafi minn, farðu þá hingað og skoðaðu hvernig djarfhugar eru heimilislegir. Eða jafnvel þangað. Nei, ég meina ekki heimilislegir eins og Hammerinn kallar konur heimilislegar.

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

This was a áskorun, if I ever saw one...
Tutla Hammers hér, í rífandi stuði. Frá Kónginum er allt gott að frétta, ég ekki með sjónvarp því mér finnast engar fréttir góðar fréttir. Ekki er það sama uppi á teningnum í New York þar sem fólk er í því að kaupa sér gasgrímur. Ekki hann David minn, honum finnst þetta hystería.
Ég átti langt samtal við Katie, þessa sem er að fara að gifta sig í maí. Hún er ekki alveg í gasgrímudeildinni en hefur svona velt vöngum yfir því hvort hún nái að gifta sig yfir höfuð. Hennar lausn á hræðslunni er að muna að njóta þess að plana brúðkaupið. Við stöllur þökkum öllum sem tóku þátt í söfnuninni "Katrín til New York".
Ekki eins göfugt kannski og "Börnin heim" eða "Stradivarius", en göfugt engu að síður. Það er nú þessari konu að þakka að ég komst í gegnum fyrstu sex mánuði edrúmennskunnar í New York um árið. Nú þarf hún á stuðningi mínum að halda gegn illgjörnum brúðarmeyjum sínum og Taílenskri tengdamóður. Bridesmaid of honor tilkynnti meðal annars að hún tryði ekki hvað brúðurinn væri andstyggileg að hafa bestu vinkonu sína óhamingjusama í brúðkaupsdaginn. Samræðurnar áttu sér stað yfir brúðarmeyjakjól sem líktist brúðarkjólnum tad too much. Tengdó er bara pjúra terrór.
Mitt hlutverk er ekki bara að hjálpa brúðinni að halda húmornum og muna að dagurinn á að vera hennar. Ég er líka sú sem kemur með líkama Krists upp að altarinu (kaþólskt brúðkaup). Katie fannst ekki við hæfi að ég kæmi með vínið...
Ég á líka að vera cheerleader. Það er svona leynt hlutverk sem ég á að sinna. Þessa hugmynd fékk Katie á einhverri stórkostlegri brúðkaupsheimasíðu sem meðal annars mælir með því að rauði dregillinn niður kirkjugólfið sé úr taui en ekki pappír (meiri líkur á að detta á pappír). Cheerleader pæjan á að ganga á milli og halda uppi góðum móral, meðal annars með að sannfæra brúðarmeyjarnar að nei, þær séu ekkert feitar í brúðarmeyjakjólunum og að liturinn fari þeim æðislega! Mér finnst þetta ofsalega skemmtilegt en verð að viðurkenna að ég er mjög fegin að vera ekki í brúðarmeyjahópnum. Ég hlakka mest til að sjá dúfunum sleppt þegar parið kemur út úr kirkjunni. Ég verð sú í hópnum sem bíður eftir að skitið verði á einhvern af kirkjugestunum.
Ég hef ekki komið til New York í 2 ár og hlakka mikið til. Þetta er algjört æði. Það verður svolítið skrítið að sjá borgina án turnanna. Mest hlakka ég til að fara á fund í gömlu deildinni minni... þar sem ég sat einn dag í maí fyrir 2 árum, rétti upp hönd og sagði: "Hæ, ég heiti Tutla og er alkóhólisti. Í dag tók ég á móti mastersgráðunni minni. Ég hef verið edrú í sex mánuði."
Ástarþakkir til allra sem gáfu mér gjöfina og sendu kveðjur á afmælisdaginn.
ps. nafnleynd hvað...?

Blogggoggun

Sorglega sýnist mér bloggið
systkinum mínum til vansa
má um það lesa í moggið
mig, afþakkar blóm og kransa

Í byrjun var blómlegt og höfugt
af bloggurum þótti mjög kúlt
En nú er hún Snorrabúð öfug t
ferlega finnst mér það fúlt


þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Nú segi ég bara ekki neitt.....

Annars hef ég farið hingað

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com