föstudagur, mars 28, 2003
Ég verð að viðurkenna að ég er pínulítið þreytt á "Gluggagægji". Ég þori ekki að hreyfa við honum sjálf því mér gengur svo illa með html forritunarmálið. Ég get ekki einu sinni almennilega tengt Frussu, Hulla og Moggann við Skottustelpu.
Þvottadagur í dag. Léttir að blogga á ástkæra ylhýra eftir mikla ræpu á Skottustelpu. Best að koma með aðra mynd, þá verður svo gaman fyrir ykkur að kíkja á síðuna næst.
Það er nebblega enginn kóngur í Köben... það er bara hún Þórhildur Margrét
Þvottadagur í dag. Léttir að blogga á ástkæra ylhýra eftir mikla ræpu á Skottustelpu. Best að koma með aðra mynd, þá verður svo gaman fyrir ykkur að kíkja á síðuna næst.
Það er nebblega enginn kóngur í Köben... það er bara hún Þórhildur Margrét
miðvikudagur, mars 26, 2003
Elsku Gwelda mín. Ástarþakkir fyrir hvatninguna. Skottustelpa þarf á svona að halda, hún er svo vitlaus. Ég læt hana vita.
Hjartanega til hamingju með mínuskílóin. 2.8 á viku gera 145.6 á ári. Ég get ekki neitað því að ég er öfundsjúk, langar til að vera að sprikla með ykkur hjá Báru.
Það er nú orðið frekar langt síðan Tutla sendi fréttir frá Köben. Hér eru sólargeislar að sleikja fólk, allt í dónaskap og látum. Yndislegt. Annars er Tutla búin að skrifa undir ólaunað orlof í eitt ár frá 1. júní. Hún er nú barasta hamingjusöm með það.´
Er ekki tími kominn til að gefa lífinu lit?
ps: kærastinn er írskur...
Hjartanega til hamingju með mínuskílóin. 2.8 á viku gera 145.6 á ári. Ég get ekki neitað því að ég er öfundsjúk, langar til að vera að sprikla með ykkur hjá Báru.
Það er nú orðið frekar langt síðan Tutla sendi fréttir frá Köben. Hér eru sólargeislar að sleikja fólk, allt í dónaskap og látum. Yndislegt. Annars er Tutla búin að skrifa undir ólaunað orlof í eitt ár frá 1. júní. Hún er nú barasta hamingjusöm með það.´
Er ekki tími kominn til að gefa lífinu lit?
ps: kærastinn er írskur...
þriðjudagur, mars 25, 2003
Enn er langur dagur að kveldi kominn. Ekki sá fyrsti og sannarlega ekki sá síðasti. Í kvöld var sadistastelpan enn að pína okkur kerlingarnar með kílóin. Einhvern veginn er þetta auðveldara núna, svona eftir fyrstu vikuna. Ég er enn fjólublá en sé ekki stjörnur lengur. Farin að ráða betur við æfingarnar, fatta hvenær á að snúa til hægri og sparka til vinstri... Ekki lengur eins og alger "vavvi" eins og frussan myndi segja. Mér finnst samt soldið fyndið þegar við eigum að gera einhver manúver sem gera ekki ráð fyrir maga, svona eins og að brjóta sig saman yfir bogið hné... Mér finnst ég alltaf vera orðin litli Spaugstofukallinn með stuttu hendurnar. En fyrir þá sem vilja vita þá hafa nú fokið 2,8 kíló af minni. Læt ykkur vita á morgun hvursu mikið ég hef skroppið saman. Ég held það verði mælt annað kvöld.
Kæra Tutla!
Eins dásamlegt og það er að ganga um fögur hverfi þá er ekki síðra að leita fegurðarinnar í ljótu hverfi. Aftur út að ganga. Ég fylgist spennt með því hvað Kaupmannahöfn hefur upp á að bjóða. Örugglega fleiri. Til dæmis ameríski kærastinn sem veitir ekki af að fá Köbensjarmann í blóðið...
Kæra Tutla!
Eins dásamlegt og það er að ganga um fögur hverfi þá er ekki síðra að leita fegurðarinnar í ljótu hverfi. Aftur út að ganga. Ég fylgist spennt með því hvað Kaupmannahöfn hefur upp á að bjóða. Örugglega fleiri. Til dæmis ameríski kærastinn sem veitir ekki af að fá Köbensjarmann í blóðið...
mánudagur, mars 24, 2003
Ljóða fundur
Enn á ný finnast kveðlingar eftir Alþýðuskáldið. Þessi fannst á Suðurlandi og hefur ekki komið fyrir sjónir fólks í langan tíma.
Ljóðskepplur á Þorra.
Ég hef dundað mér við
smáljóðin að semja
þetta er engin hemja
hvernig þessi frenja
kemur mér til að grenja
er ég borða svið
Í lífsins vélinda þjöppu
ég læt mig um ljóðin dreyma
að kannski ég ætti að gleyma
konu sem heitir Sveina
mig langar í rófustöppu
Kveðskapnum klambra saman
með erfiðleikum og svita
því að mér sækir fita
eftir of marga bita
að borða er mannsins gaman
(Ort að vori 2001)
* Ljóðskepplur þessar voru ortar á hagyrðingakveldi Fjórðungssambands bókasafnsfræðinga við Eyjafjörð. Þar var Alþýðuskáldið hyllt fyrir áralanga framgöngu í óhefðbundnri ljóðagerð.
Svo mælti skáldið,
Loftur Kristjánsson Smári
Alþýðuskáld
Enn á ný finnast kveðlingar eftir Alþýðuskáldið. Þessi fannst á Suðurlandi og hefur ekki komið fyrir sjónir fólks í langan tíma.
Ljóðskepplur á Þorra.
Ég hef dundað mér við
smáljóðin að semja
þetta er engin hemja
hvernig þessi frenja
kemur mér til að grenja
er ég borða svið
Í lífsins vélinda þjöppu
ég læt mig um ljóðin dreyma
að kannski ég ætti að gleyma
konu sem heitir Sveina
mig langar í rófustöppu
Kveðskapnum klambra saman
með erfiðleikum og svita
því að mér sækir fita
eftir of marga bita
að borða er mannsins gaman
(Ort að vori 2001)
* Ljóðskepplur þessar voru ortar á hagyrðingakveldi Fjórðungssambands bókasafnsfræðinga við Eyjafjörð. Þar var Alþýðuskáldið hyllt fyrir áralanga framgöngu í óhefðbundnri ljóðagerð.
Svo mælti skáldið,
Loftur Kristjánsson Smári
Alþýðuskáld