<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, apríl 18, 2003

Bæðevei... Langar að koma á framfæri þökkum til Lava fyrir gott partý í fyrrakvöld. Einstaklega vel lukkað og ánægjulegt kvöld.

Það er sko kominn nýr mánuður (ef maður hugsar í Vísatímabilum) og nítján stiga hiti á Egilsstöðum. Átján á Akureyri, rétt slefar í fimmtán hér fyrir sunnan, þar að auki rok. Hér var páskalambið etið fyrr í dag. Meyrt undir tönn eins og því einu er lagið. Earthberries with eyes í eftirrétt. Tekið í spil á eftir. Það gekk hægt þar sem spilin voru með Djeimsbond myndum á. Til að fyrirbyggja misskilning tek ég fram að Frússa afþakkaði pent. "Amma spilar ekki". Einu sinni var það "mamma spilar ekki". Þangað til allt í einu og skyndilega þau undur og stórmerki gerðust einhvern tíma fyrir a.m.k. tuttugu árum síðan að mamman sagði: "Jæja, nú spila ég við ykkur." Spilaði vist við dætur sínar og tók þær gersamlega í nefið. Stóð svo upp frá borðinu og sagði: "Jæja, þá er ég búin að því." Hefur ekki spilað síðan.

Getur einhver hugsað sér dásamlegri leið til þess að drepa tímann á föstudeginum langa en með Nick Cave tónleika í eyrunum?

...
Þorrann og gervalla Góu
með gægi á glugga í stað lóu.

Ha ha ha!


miðvikudagur, apríl 16, 2003

Kæri Lavi

Bestu þakkir fyrir fluttann gluggagæji og fyripart.
Er mjög hrifin af Asökuðu Hléinu.

Af Tutlu er þetta að frétta:
Byrjuð að pakka.
Telur niður daga til brottfarar (9 dagar í dag).
Er búin að fá símanúmer hjá öllu uppáhalds fólkinu sínu í New York sem vill hittast.
Tvær bestu vinkonur ætla að leggja land undir fót til að koma og hitta Tutluna í New York,
önnur frá Texas og hin frá Indiana.
Galakjóll (fyrir brúðkaup) skal saumast yfir næstu tvo daga.

Tutlan er semsagt í góðum málum.


þriðjudagur, apríl 15, 2003

Það mælti ein mígrenismeyja
að mjög væri erfitt að þreyja

Ætlaði að setja saman limru um mígrenispirring Tuttlu litlu út í "Gluggagæjan".
Tókst ekki betur en svo að setja fram fyrripart.
Tek því sem ábendingu um að hreinsa pirringin af síðunni.
"Verði ykkur að Góu"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com