<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Ég verð nú að gratúlera með uppkast númer tvö. Guð er ekki maður.

Elsku Tutlugrey, þeir sem hesthúsa tíu (plús) páskaegg eiga bágt með að sleppa við hausverk. Er ekki örugglega bara einn málsháttur í hverju páskeggi, þó til Köben sé komið?

Maddi Hammerz er með hlaupabólu. Eða göngubólu eins og við höfum kosið að kalla hana. Lafi frændi hans henti gaman að. Þótti félaginn nokkuð unglingslegur til andlitis. Ég áætla að ekki séu færri en fimmhundruð bólur á barninu. "Mikið er ég heppinn að hafa ekki fengið bólu í nefið", sagði Pollýannus litli. Það er líklega eini staðurinn, bæði inn- og útvortis, sem hefur sloppið.


þriðjudagur, apríl 22, 2003

Jæja. Þá er klukkan að verða eitthvað ferlega seint og ég er loksins búinn að klára uppkast nr 2 af þessari yndislegu BA ritgerð. Það er einna helst að frétta að uppgötvunum mínum að ef kenningin um vísindabyltingar fæst staðist og hún er túlkuð á róttækan hátt fæst sú niðurstaða að sannleikurinn sé afstæður. Ef svo væri er kenningin sjálf um leið orðin varhugaverð það er ef hún er notuð sem mælitæki á sjálfa sig. Ekki nema að einhverstaðar úti í hinum stóra heimi leynist einhver altækur sannleikur sem stendur fyrir utan allar kenningar. Ef svo væri, hver væri þá sá sannleikur? Kannski bara Guð. Ég held að ég lesi Biflíuna næst.New Page 1


...and the Word was God.41kbHvers vegna er Guð karlmaður ?

Jæja. Þá er klukkan að verða eitthvað ferlega seint og ég er loksins búinn að klára uppkast nr 2 af þessari yndislegu BA ritgerð. Það er einna helst að frétta að uppgötvunum mínum að ef kenningin um vísindabyltingar fæst staðist og hún er túlkuð á róttækan hátt fæst sú niðurstaða að sannleikurinn sé afstæður. Ef svo væri er kenningin sjálf um leið orðin varhugaverð það er ef hún er notuð sem mælitæki á sjálfa sig. Ekki nema að einhverstaðar úti í hinum stóra heimi leynist einhver altækur sannleikur sem stendur fyrir utan allar kenningar. Ef svo væri, hver væri þá sá sannleikur? Kannski bara Guð. Ég held að ég lesi Biflíuna næst.

mánudagur, apríl 21, 2003

Tutla hér...
allt gott í fréttum... er að jafna mig eftir páskasúkkulaðið, alveg á hreinu núna að það er trigger á mígrenið.
Ég át annars ekkert mikið af því. Viðurkenni að ég hlýt að vera að eldast, ég er mikið hrifnari af namminu innan í og málshættinum.

Í ár fékk ég:
Framkvæmd fylgir frami og gæfa.
Oft er stór kólfur í lítilli klukku.
Seint leiðist ágjörnum aurasafnið.
Aumur er agalaus maður.
Handverkin lifa hvers lengst.
Sjaldnast ætlar sá góðs af öðrum sem er vondur sjálfur (en úlfur í undanrennu).
Sjaldan veldur einn er tveir deila.
Sultur gerir sætan mat (og mígreni af súkkulaði).
Sér eignar smali fé þó engan eigi sauðinn.
Allt kann sá er hófið kann (úr Gísla sögu Súrssonar).

Restinni af sönnunargögnunum (einhverjum málsháttum um vondan kjarna í fagurri hnetu og eitthvað) fleygði ég.

Henný vinkona (æði að eiga Henný vinkonu) var með bústað á leigu og við fórum þangað pæjurnar og átum íslenskan hrygg. Lamba. Það var enginn smá lúxus, gufa og allt.
Bestu Páskar lengi. Júhannson.

Tel niður... næstum því þriðjudagur í dag... fer á föstudag... þrír dagar í brottför.
Það er víetnömsk súpa í China Town sem bara bíður... with my name on it.
Ekkert helvítis rejse til Slagelse á minni!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com