<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, maí 23, 2003

Mér barst til eyrna í dag að til lands væri kominn Gautur. Ég sem vissi ekki einu sinni að hans væri von. Það er alltaf jafn gaman þegar manni er komið á óvart. Ja, ekki kom nýja ríkisstjórnin neinum á óvart og þá ekki heldur snuðin upp í Sollu lögguleik og Tomma með tómu budduna. Það eru sjálfsagt fáar þjóðir þó sem velja til æðsta manns menntamála þann sem var flinkastur að svindla í skólanum. Við erum einstök. Allt af því við eigum svo fínan Kóng.Við lútum höfði til heiðurs hinni einu sönnu... þeirri sem hefir fengið heila þvaðursíðu nefnda í haus sér... ættmóðurinni sjálfri, Frussmundínu Christíönu af Hjaltastöðum í Hjaltastaðaþinghá... eða Vassendaháhá, liggalá...

Ef ekki væri Frussa, þá væri engin Frussa. Engin er sumsé Frussa án Frussu. Þ.e.a.s. Frussa án Frússu. Svona er endalaust hægt að frussa um Frussu (frá Frussu til... ).


Frussa Hjalt, eins og við kjósum að kalla hana, á afmæli í dag.


Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag.
Hún á afmælún FRUSSA
Hún á afmæliiiiiiii íííííííí daaaaaag !!!!!!!!!!!

Hibb, hibb..............Það rignir í Kaupmannahöfn í dag.

Ég sit hér í fínustu skyrtunni minni og nenni ekki að hreyfa mig.
Af hverju er ég í fínustu skyrtunni minni? Af því að það hefur ekki verið skellt í vél á mínu heimili í nokkrar vikur.

Þá verður Tutlan sjálfkrafa fínasta konan í bænum.fimmtudagur, maí 22, 2003

Ég sé að systir mín Lángataung hefir sest við skriftir að vinnu lokinni í nótt, þrátt fyrir að eiga að vera mætt með dóttur sína í kirtlatöku fimm tímum síðar. Svona er bloggið seiðandi.

Við hjón létum eftir okkur langþráðan draum og nýttum orlofspénínginn í alvörukaffivél. Nú fyrir stundu sagði sonur minn, Maddi Hammerz, að honum þætti þessi vél hreinlega ekki fara okkur, hún væri allt of flott fyrir fólk eins og okkur. Þar hafiði það.


miðvikudagur, maí 21, 2003


Velkomin Langalöng!
Langur tími, enginn sjór!


þriðjudagur, maí 20, 2003
mánudagur, maí 19, 2003

Ég fékk þetta sent í pósti og fannst að þið þyrftuð að fá að njóta þess:

Úr bókinni "Litla herfan ljóta" eftir Völu Matt

12. kafli: Partýið hjá Bensa
Gabríela var skyndilega stödd í brilljant rými sem var uppfullt af
skemmtilegum lausnum og fann að hún þurfti að kasta upp. Hún afbar ekki
lengur að horfa á sjálfa sig í speglinum, sem var bara keyptur í IKEA, en
búið að pússa upp með bleikri glimmerkvoðu sem gaf honum rosalega fallegan
blæ.

Hún beygði sig yfir salernisskálina, sem var í stíl við flísarnar nema með
gagnsærri setu, sem þurfti að panta sérstaklega frá L.A., og kúgaðist
lengi.


"Ég er svo ljót. Ég er svo feit og ljót. Ógeðslega feit og klunnaleg og
feit. Og ljót," hugsaði vesalings Gabríela og þerraði munnvikin með þurrkum
úr alveg brilljant hirslu, sem húsráðandi smíðaði úr litlum leireiningum
sem fást hræbillegar í Keramikkofanum í Hafnarfirði.


Skyndilega var massífu, flottu eikarhurðinni hrundið upp og lítill
strákpatti horfði á Gabríelu stórum augum , en sneri sér síðan við og æpti.
"Mamma, ungfrú Skandinavía er aftur dauð inná baði!"The Tutl is back.

Hæ krakkar. Sorrý abát ðe kosningar.
Ég er semsagt komin heim og er að jafna mig. Ameríkuuppákomurnar jafnast út í danskri rómantík, það er svo huggulegt hérna að ég get ekki verið leið.
Ég er alsæl að vera komin heim.
Elska íbúðina mína.
Elska skuldirnar mínar, þær gefa mér tilgang....

Ég er merkilega þróttmikil. Ég er með fleirihundruð skemmtileg bissnessplön á prjónunum. Hugmyndum mínum er tekið með þolinmæði í Systuhúsi sem varar mig við sveiflum. Ég get ekkert gert nema reynt að fá það mesta úr uppsveiflunni, ekki fer ég að pína mig niður með þeim rökum að uppsveiflan sé óekta.

Ég er óskaplega lítil New York manneskja, það verður að segjast. Ferðin var þó holl fyrir mig í ljósi þess að ég er að fara út á vinnumarkaðinn aftur. Ég hitti bekkjarsystkyni mín fyrrverandi og fékk mikið út úr því. Þau eru flest að gera það mjög gott. Það hleypti í mig bjartsýni og orku.

Ég fattaði svolítið merkilegt:
Ég hef eytt dálítið miklum tíma í að reyna að ákveða hvaða markað mig langar inn á, hvað mig langar að nýta af öllum mínum hæfileikum. Ég fattaði að ég þarf ekkert að velja. Ég nýti þá alla og geri allt sem mig langar að gera. Það eru krakkarnir í New York að gera. Þau vinna sem listmeðferðarfræðingar, vinna sem grafískir hönnuðir, skartgripasmiðir, ráðgjafar og leiðbeinendur, allt í einu. Sitt lítið af hvoru og hafa gaman að öllu. Þetta er frábært og ótrúlegt að ég hafi ekki fattað það fyrr.

Ég ætla semsagt að vinna vinnuna mína sem er aðeins 32 tímar á viku. Ég næ mér í aukapening með að vinna nokkra tíma á viku á lítilli skrifstofu sem vantar fjöltyngdan árátturaðara til að skipuleggja vinnustaðinn og reikna laun tvisvar í mánuði. Með tímanum ætla ég svo að undirbúa námskeið og fyrirlestra sem ég hef gengið með í maganum. Að lokum ætla ég að halda áfram að sækja um vinnur sem áfengisráðgjafi til að sjá hvort ég geti ekki náð mér í nokkra tíma á viku við það (klínísk reynsla, kannski laugardagsmorgna eða eitt kvöld í viku). Svo var verið að segja mér frá skemmtilegum nýjum skóla sem vill kannski fá mig í vinnu. Þar fengi ég nokkra skemmtilega aukatíma með börnunum (verkefni í samstarfi við tónlistarkennarann).
Sameina allt. Vinn með börnum og fullorðnum, í skítagalla og dragt til skiptis, get fengið að flagga öllum fjórum tungumálunum sem ég tala, og fundist ég vera að nýta rándýru bókstafina þrjá sem standa fyrir aftan nafnið mitt.

Höfuðverkjalaus get ég ansi margt.

Fór mígrenið með kærastanum eða höfðu læknarnir rétt fyrir sér að ég þyrfti bara að vera þolinmóð og bíða eftir að lyfin virkuðu...?

Daginn sem ég kom heim náði ég mér í leigjanda frá 1. ágúst. Hún er tæplega 18 ára stúlka af litháenskum aðli komin.

Á morgun ætla ég í Nettó að kaupa mjög ódýran alvörumat sem lítur ekki út fyrir að vera skemmdur né kemur úr pakka (ekkert "just add water") og ég nýt þess að borða án þess að halda að ég verði geld eða feit.
Það verða engin ruslapokafjöll á gangstéttunum og engar rottur hlaupandi fyrir fótum mér eins og í Brooklyn.

Það er gott að vera orðin stór.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com