<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, júní 06, 2003

Nákvæmlega eins og stolið út úr mínum heilasellum, þetta með Lava, Tutlu, Gweldu, Sveimhuga og Löngutöng. Frussa er líka hvolpanafn.

Ég hef alltaf haft gaman af exótískum kisunöfnum. Þekki t.d. Kína, Asíu og Palestínu (sú er reyndar kölluð Stína). Harry Potter býr í næsta stigagangi. Dimmalimm býr á Sjafnargötunni, Desdemóna ólst upp í Drekavoginum samtíða mér... Einhvern veginn virðist ekki tíðkast að gefa hundum skemmtileg nöfn. Ég hef hitt kisu sem hét Kisa, en aldrei hund sem heitir Hundur (heitur hundur). Ég tel rétt að við breytum þessu. Ég hristist af hlátri yfir tillögum Tutlu, öllum sem einni. Var sérlega ánægð með þær amrísk-dönsku. Þær minna mig á hvað Svíar eru gjarnir á að skíra börnin sín amrískum nöfnum og bera þau fram á sænsku. Dæmi: Jimmy (borið fram Jimmu), Charles (Sjals - eða Sjalí). Og hver kannast ekki við Jords Mækel eða Mækel Jakkson?

En aftur að hvolpunum. Tillögur Madda Hammerz:
Power dog, Doddi blog, Viggi ham, Óli grís, Dabbi o, Kál haus, Kalli kú.

Ég tek ofan fyrir syni mínum og finnst rétt að í hópinn bætist Party dog og Porno dog. Ef ég ætti hund myndi ég skíra hann Jóhannes í Bónus.

Svo er hægt að nota;
Velsporrekjandi
Velvakandi
Velhlandgefandi
Vellapparhnoðandi
Vellyktandi
Vellauðugur

Sumir myndu velja þjóðleg nöfn eins og;
Hlaðgerður
Styrbjörn
Illugi
Þórleifur
Auðunn

en hægt væri að taka á það nýjan vinkil og velja viðurnefni landnámsmanna;
Djúpúðga
Magri
Digri
Tönn
Heppni
Arnarson

Jamm og já. Það er úr mörgu að velja. Ég vona bara að það endi ekki með Dúllu, Krúsí, Snúllu og Snata. Annars finnst mér lítið að því að hundur heiti Snati.

Það er af mér og mínum að frétta að sá finnski/sænski/íslenski opnaði færeyska listahátíð í gær (á dönskum skóm). Maddi litli er kominn í sumarfrí og ég held áfram í megrun. Þrettán farin og farið að glitta í flotta vöðva.


fimmtudagur, júní 05, 2003

Ég geri ráð fyrir að fjórburarnir séu ekki inni í mágkonu minni, þó af lýsingum að dæma gætu þeir verið í malla Lava sjálfs.
Ég tek alltaf áskorun og kem því með tillögur að nöfnum:

Hundur
Köttur
Bílskúr
Stofa

Ég þekki nebblega kisu sem heitir Eldhús (Kitchen) því einhver sem ætlaði að segja kettlingur sagði óvart eldhús (kitten vs. kitchen). Mér finnst því viðeigandi að hvolpur geti heitið Bílskúr eða Stofa. Klósett finnst mér ekki passandi, ekkert frekar en mömmu fannst að ég ætti að heita Ljót eða Lavi Ljótur þó pabba þættu þetta flott nöfn.

Svo eru það náttúrulega þessi hefðbundnu eins og

Biddý
Pollý
Tara
og Páll

Skjaldbakan mín hét Páll. Mér finnst það alltaf mjög þjóðlegt og gott.

Upp á dönskuna væri hægt að nefna

Jane (framb. Jenu)
Betty (framb. Bettu)

Þýska útgáfan gæti verið

Lutz
Heinz
eða Fritz

Blogga er gott nafn á hvolp. Lavi er gott nafn á hvolp, eins eru Gwelda og Tutla góð hvolpanöfn. Sveimhugi og Langalöng...
Ég er viss um að börnin þín, Lavi minn, eru fegin að ég var ekki spurð þegar þau voru skírð...

Bekkjasystir Viktoríu litlu fékk að ráða hvað nýfædd systir hennar var nefnd.
Sú nýfædda var nefnd Viktoría.

Að gefnu tilefni.

Gott er að sjá hvað rétt mótíveraðar systur geta gert. Eftir góðlátlegt ýt blogga þær nú sem sem bloggberserkir.
Ég hins vegar hef ekki staðið mig sem skildi enda maður mikillar vinnu og væntinga.
Mun reyna að vinna bug á því eftir helgi en þá er skólinn búinn að sinni og ég kominn í langþrátt frí.
Ákvað að taka mér frí næstu tvær vikurnar þar sem von er á fjölgun í familien á næstu dögum.
Auglýsi eftir tillögum að nöfnum. Þetta eru, í það minnsta, fjórburar.

Ég verð að viðurkenna að ég get ekki alveg séð tilganginn með heimasíðu Lava... ekkert hefur verið ritað þar síðan í síðasta mánuði!

Það er ólíkt meira aktívítet hér á Frussunni.
Ég er í svaka stuði, bíð eftir þrumuveðri sem er búið að auglýsa í tvo daga. Það er þungskýjað en ekkert sést til þruma. Hér þrumar alltaf mikið enda borðar Daninn meira rúgbrauð en flestar aðrar þjóðir. Þeir kalla samlokur Handmadder. Samloka er ólíkt grennri en samloka í Amríku, Amrísk samloka er svo þykk að ekki er vinnandi vegur að taka bita af henni án þess að losa um kjálkaliði. Hér er samloka tvær þurrar rúgbrauðsneiðar með annaðhvort lifrarkæfu eða örþunnri plötu af súkkulaði. Oj.
Annars er kreatívasta samlokan sem ég hef fengið hér samloka með rúsínum.
Mjög flókið að borða samloku með rúsínum því þær vilja hlaupa út um allt.

Now picture this at a table with five autistic kids trying to hunt their raisins.


þriðjudagur, júní 03, 2003


Halló öllsömul.
Til hamingju með brúðkaupsammælið Gwelda mín!
Ég sit hér í mestu makindum og brosi í gegnum sólbrúnkuna. Ég er drulluþreytt eftir daginn en óskaplega sæl með nýju vinnuna.

Ég er þreytt því ég hjólaði til og frá vinnu. Ég er glöð því vinnan er létt og skemmtileg.
Ég átti svona hálft í hvoru von á Heiðni frænda í kvöldkaffi en er nú að velta vöngum yfir hvort hann hafi ekki bara gleymt mér.
Hann kláraði prófin í gær svo ég geri ráð fyrir að hann sé ekki alveg kýrskýr í dag. Ef þú lest þetta Heiðinn minn, til hamingju með prófin!

Hvað get ég sagt ykkur meir? Jú, ég á æðislegustu íbúð í heimi.
Uppáhaldshljómsveitin mín er Schwanzen Sänger Knaben.


sunnudagur, júní 01, 2003

Gunnar nokkur Birgisson, samsveitungur Lava lokkaprúða, talaði á sínum tíma fjálglega um "hægðir og lægðir"...

Við Maki eigum tólf ára brúðhlaupsafmæli í dag. Í tilefni af því var seytján stiga hiti í Reykjavík og hátíðahöld við höfnina, flugsýning og fleira spennandi. Sonur drekkti sér nánast í Nauthólsvík og hjólaði svo nærbuxnalaus vestur á Seltjarnarnes, undirrituð bakaði sig í sólinni á meðan Maki sló blettinn og skrapp í vinnuna og keypti blóm. Að lokum var farið á Austur-Indíafjelagið. Þar var etinn hárlosandi kjúttlíngur og síðan skjögrað heim með velsældarglott á vör - í bolaveðrinu. Maki mun ljúka afmælisdeginum á föroyskum tískusýningarfundi á meðan við Sonur horfum á Little Nicky. Æ, nei. Ekki ég. Ætla ekki að skemma svona góðan dag.

Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com