<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, júní 14, 2003

Svo ef einn er fatlaður...
þá fær þerapistinn hann kannski á afslætti?

Mér finnst þetta æðislega spennó, ég verð að viðurkenna það. Ég er nebblega alin upp á sama heimili þar sem dýr voru yfir höfuð litin óhýru auga. Sinnep í rassinn á kettinum og allt það...

Ég er það sem þeir kalla "aumingjagóð" svo ég hef alltaf dregist að svona dýrum sem eitthvað var að. Ég hitti til dæmis einu sinni kött sem fanst í ruslatunnuporti. Sá var heilaskertur af sulti. Það voru allar ruslatunnur á því heimili með loki og einhverju þungu á lokinu svo kötturinn kæmist ekki í þær. Hann var alltaf að leita að mat. Þessi köttur hafði líka eitthvað bilað jafnvægisskyn svo þegar hann hoppaði af stól upp á borð við hliðina á (af því að það var matur á því), þá hitti hann ekki. Það þótti fólki mjög fynndið en hjartað í mér tók út fyrir þessa bækluðu kisu.

Hérna í Köben á ég kisuvinkonu sem heitir Snælda.
Snælda er stundum kölluð "Neurotic Kitten" því hún er alveg sérstaklega taugaveikluð. Hún kom úr svona kattaathvarfi og er greinilegt að hún hefur verið eitthvað tortúreruð, sérstaklega þegar hún hefur borðað. Í hvert skipti sem hún fær sér úr skálinni sinni og einhver nálgast þá hleypur hún í burtu á la sinnep í rassi.
Hún er óskaplega hrædd við flugur.
Í einu herberginu í íbúðinni má sá klóför eftir hana í veggfóðri vel yfir tvo metra frá gólfi á stað þar sem ekkert stendur nálægt. Orðið "Posessed" hefur því verið notað um þennan kött.
Við erum alveg sérstakar vinkonur.

Ég vildi svona skjóta því að, að ég reyndi að ná á heimasíðu dóttur Lava, eins heimasíðu Monzu. Ég fékk þessi gullvægu skilaboð:

The page cannot be displayed
The page you are looking for is currently unavailable. The Web site might be experiencing technical difficulties, or you may need to adjust your browser settings.

Fyrir utan allt þetta langar mig að benda á þessa bráðskemmtilegu síðu.

Pjéníngar

Ástæðan fyrir því að farið var í að setja Monzu undir hund var ekki peningalegs eðlis heldur sú að við ( ég og börnin ) vildum bæta við fjölda húsdýra á heimilinu. Það er nefnilega svo merkilegt að þegar mann hefur langað í hund alla sína ævi, en ekki getað haft eða fengið vegna líkamlegra ágalla, og finnur síðan tegund sem er ekki ofnæmisvaldandi þá vill maður hafa sem flesta.
Út frá peningalegu sjónarmiði, fyrir þá sem hugsa á þennan máta, þá er kostnaðurinn við svona got einverjir tugir þúsunda á hvolp, eigandi sæðisins (sem heitir reyndar Tyson ef einhver hefur áhuga ) fær andvirði eins hvolps, þegar er búið að gefa einn, og ef einhverjir þeirra verða seldir þá þarf að endurgreiða ef þeir eru ekki fullkomlega í lagi (hundur má t.d. ekki hafa skúffu og verður að hafa réttan hárvöxt og þ.h.).
Reynslan sýnir líka að mannskepnan hugsar betur um það sem hún þarf að leggja út pening fyrir en það sem að fæst frítt. Sjáið t.d. öll þau börn sem eru vanrækt heima hjá sér. Okkur þykir vænt um þessi afkvæmi og leggjum meiri áherlu á að þau fái gott heimili heldur en peninga ( þannig að Tutla mín ekki er öll von úti enn ).

Ég vil óska Lava til hamingju með fjögurhundruðogáttatíuþúsundin sín og vona hérmeð að tíkin nái sér sem fyrst og að hægt sé að koma hreinræktuðu upp á hana sem oftast. Ég geri ráð fyrir að hvolpnum Heru verði haldið á heimilinu til undaneldis.
Eitt got á ári gæfi þá auka milljón í vasann. Borgar maður annars skatt af hundasölu?

Af þýsklingum

Ég tala ekki þýsku. Í raun skil ég ekki þýsku heldur og hef alltaf á tilfinningunni að það sem sagt er á þýsku sé eitthvað dónalegt. Þýska er nefnilega upplagt klámmyndamál: Ja, ja, schnell, schnell, von hier sind es nur 60 km nach Akureyri, schnell schnell.
Sveimhugi hefur svissneskan yfirmann. Hann talar þýsku. Reyndar talar hann á bjagaðri íslensku og ensku við Sveimhuga. Ef að ég væri hann myndi ég stöðugt sletta með þýskum frösum: Tordur, tetta er sergút hjá þér. Tordur reseptionin er wunderbar hjá þér. Sveimhugi segir mér hins vegar að hann geri það ekki.
Hvolparnir hafa fengið nafn: Hera Örk, Sófus, Herkill, Þróttur og Fylkir.
Gwelda benti á að Hera Örk hljómaði eins og hvert annað leikskólanafnið. Hún hefði nú getað gubbað því út úr sér því um leið datt mér í hug hið fullkomna tíkarnafn. Hver myndi ekki vilja eiga tíkina Yrsu Þöll.
Monza hefur nú fengið eigin heimasíðu þar sem myndir af hundunum verða póstaðir í framtíðinni. Fyrir þá sem hafa áhuga: http://pb.pentagon.ms/monza/.

ps. Dóttir mín hefur einnig komið sér upp heimasíðu.
Þætti vænt um ef að frænkur og frændar litu við og kvittuðuð fyrir í gestabókina.

pps. Jú Tutla, þetta eru hreinræktaðir 120.000 kr. hundar.

miðvikudagur, júní 11, 2003

In geschützter Umgebung liegt Fosshotel Laugar friedvoll in sinem ländlichen Umfeld genaudort, wo sich die Straßen im nordöstlichen Island kreuzen. Von hier sind es nur 60 km nach Akureyri, 40 km nach Husavik und 30 km zum See Myvatn. Damit ist das Hotel Ausgangsort zu diversen wichtigen Sehenswürdigkeiten der Gegend, einschließlich der Wasserfälle Godafoss und Dettifoss, sowie zur Schlucht bei Asbyrgi. Laugar ist nich weit entfernt von einigen der besten Lachs- und Forellenflüsse Islands, darunter die legendäre Laxa im Adaldalur.
Fosshotel Laugar ist ein Sommerhotel welches im Winter teilweise als Internat verwendet wird.






þriðjudagur, júní 10, 2003

Af hverju langar mig allt í einu í hund?

Hvað kostar svo svona hvolpur? Eru þetta svona 80 þúsund króna hreinræktuð eintök?

Fimm stk. fædd

Jæja þá er maður orðinn afi. Monza gaut 5 hvolpum á föstudagskvöldið, ein tík og fjórir hundar. 3 af hvolpunum eru stórar hlussur, einn meðalstór hlussa og síðan einn sem er algjört örverpi. Örverpið fékk nafnið Þróttur við fæðingu en hinir bíða enn eftir nafni. Hallast að Ísskáp, Blandara og Sófa. Tíkin gæti síðan heitið Suga.


Þróttur Tysonarson

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com