<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, júní 21, 2003

Ég var að koma heim frá 17. júní hátíð á Amager Strand.

Ekki bjóst ég við að nokkurntíma í útlandi myndi ég rekast á svo marga fjölskyldumeðlimi mínu í einu. Þarna voru líka ansi margir úr "hinni fjölskyldunni", þ.e. Íslensku fólki sem ekki drekkur áfengi (lengur). Ég þekkti því helminginn af liðinu.
Það var ekta 17. júní veður, rok og rigning.
SS pulsur, Lindubuff, Nizza, Hraun og Opal.
Lúðrasveit og kór.
Fjallkonukeppni þar sem kona í þjóðbúning var eini keppandinn.
Blak keppni milli þriggja liða frá kvennakórnum og tveggja liða frá sendiráðinu.
Og auðvitað ræða.

Þorsteinn Pálsson flutti ræðuna. Hann sagði meðal annars að Íslendingar hefðu löngum ferðast til Danmerkur til að drekka í sig frelsisandann. Allir með greindarvísitölu hlógu.
Hann bætti því við að SS pylsur væru mikilvægar til að næra sálir Íslendinga, sökum smæðar þjóðarinnar.

Þetta þótti okkur líka fyndið.

Það var alveg ofsalega gaman þó við færum áður en blakkeppnin byrjaði. Það var nú svona nokkuð augljóst hvernig það færi í rokinu.

Gleðilega þjóðhátíð.

Jæja nú jæja. Fjölnýtilegasta orðskrýpi sem íslensk tunga skartar: jæja. Ég get nú vart orða bundist af gleði þar sem ég hef tekið eftir því að Langalöng Hammers hefur nú bæst í blogg-glaðan hóp.

Hér sit ég á Laugum og var að fá spurningu frá næturverðinum: ,,Hættir þú aldrei?" Ég var næstum því búinn að segja honum söguna af því þegar ég hætti hjá Fosshótel með súran svip í smettinu eftir misheppnaða vinnuferð í Hólminn, þar sem Lavi var hundeltur af þroskaheftum manni með hamar á lofti hérna um árið. Hætti hins vegar við á síðustu stundu. Sagði fátt.

Merkilegt hvað allir dagar eru eins á Laugum. Ég veit ekki lengur hvort það er virkur dagur eða helgi, dagur eða nótt, hvort ég er að koma í vinnuna eða fara. En það er allavega útskrift hjá Helgu á morgun, öllum boðið á Players upp úr tíu.

Gott ef Dr. Næturvakt var ekki að vísa í auglýsinguna um lyktareyðinn sem maður skammast sín fyrir....

Lavi, við erum varla einir mikið lengur.


föstudagur, júní 20, 2003

Í gær var bleikur dagur á Íslandi og í dag geng ég áfram með bleika nælu til heiðurs frændsystkinum mínum tveimur sem fæddust á þessum degi.

Tutla mín, mig langar að spyrja nánar út í svelta köttinn; fékk hann þerapíu? Ég þekki nefnilega svona svelta mannveru sem þarf að borða allt sem hún sér.

Ástarkveðjur til allra, kvenna og kallra.

sunnudagur, júní 15, 2003

Já, humm, ég vildi bara segja að ég hef nú komist inn á heimasíðu Monzu og heimasíðu dóttur Lava.
Stórglæsilegar heimasíður, það verð ég að segja.
Pínulitlustu hvolpar sem ég hef á ævi minni séð!

Tutla hefur lagt hvolpadrauma á hilluna. Það stendur nebblega í húsreglum hér að ekki megi hafa gæludýr í húsinu nema maður hafi átt þau þegar maður flutti inn. Eins var mér bent á að maður eigi ekki að fá sér hund í stað kærasta, þó hundurinn hafi kosti fram yfir kærastann, þá hafi kærasti aðra kosti fram yfir hund.
Ekki að hvolpadraumarnir hafi verið annað en draumar.

Heiðinn Hammers kom í heimsókn í dag. Honum gengur vel í prófum og lífinu generelt. Það er unun að sjá svo hamingjusaman mann í miðjum prófum. Samfélagsmál voru rædd, að vonum, pitsa etin og kaffi drukkið. Ljúfir eru Sunnudagar.





This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com