föstudagur, júlí 11, 2003
Sumardagur
Í dag var sumar í Reykjavík. Byrjaði sosum ekki þannig, sjö gráður þegar ég hélt út í morguninn - eldsnemma - til þess að sprikla daginn í gang. Hráslaginn hélt sínu striki fram yfir hádegi en þá kom sumar í Reykjavík. Sumar í Reykjavík = Max 17 gráður. Þær voru fimmtán í kvöld þegar við mæðgin héldum heim eftir sól og pott í garði Frigga og Flísu og gúllas og ís hjá ömmu og afa. Þegar heim var komið tók við garðseta yfir kaffibolla með nágrönnunum. Nú erum við að fara að lúlla okkur í hausana, sæl og ánægð með reykvíska sumrið. Á morgun er spáð hausti.
fimmtudagur, júlí 10, 2003
Nýtt útlit
Breytti um útlit fyrir Tuttlu þannig að hún geti skoðað archive-in. Ef ykkur finnst þetta slæmt útlit látið vita og þá reyni ég að breyta þessu til baka. Ég held samt að íslenskir stafir séu ekki að skila sér í head-derinn.
miðvikudagur, júlí 09, 2003
Speygilegt....
þriðjudagur, júlí 08, 2003
Af Lava
Kominn til baka eftir langt ferðalag með Hammer Hammers, hringinn í kringum landið með eðlilegum "út úr dúrum" að hætti Hammersins. Hef komist að því að "út úr dúra" genin hafa gengið til mín. Búið að vera eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í enda kompaníið ekki af verri endanum. Komum við hjá Döbbu á Djúpavogi og sáum að Sveimhugi rekur myndarlegt sveitasetur, sem myndi sæma sér vel í hvaða þýsku sápuóperu sem er. Og svo eftir að hafa farið yfir 2000 km sé ég að enginn hefur Frussað á meðan ég var í burtu. Ó þið vesælu börn........
Linkurinn fyrir Tutlu, það sem er ekki hægt að selja nú til dags....
Kominn til baka eftir langt ferðalag með Hammer Hammers, hringinn í kringum landið með eðlilegum "út úr dúrum" að hætti Hammersins. Hef komist að því að "út úr dúra" genin hafa gengið til mín. Búið að vera eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í enda kompaníið ekki af verri endanum. Komum við hjá Döbbu á Djúpavogi og sáum að Sveimhugi rekur myndarlegt sveitasetur, sem myndi sæma sér vel í hvaða þýsku sápuóperu sem er. Og svo eftir að hafa farið yfir 2000 km sé ég að enginn hefur Frussað á meðan ég var í burtu. Ó þið vesælu börn........
Linkurinn fyrir Tutlu, það sem er ekki hægt að selja nú til dags....
mánudagur, júlí 07, 2003
Titill
Kemur titill?
Ég man ekki skaga-emil, er með hann í vinnunni en ekki hér heima og það er einhver pikkles í tengingunni minni við vinnuna. Lýsi hér með eftir speygilegum psúdónöfnum á bróður okkar norðan Faxa.
Fyrstu uppástungur: Hráinn, Skagatá, Bjúsi minn.
Ég man ekki skaga-emil, er með hann í vinnunni en ekki hér heima og það er einhver pikkles í tengingunni minni við vinnuna. Lýsi hér með eftir speygilegum psúdónöfnum á bróður okkar norðan Faxa.
Fyrstu uppástungur: Hráinn, Skagatá, Bjúsi minn.