<$BlogRSDUrl$>
Google

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Gullpungurinn gellur. 

Þetta virkar sumsé. Þakka Lava-torius fyrir.
kv
gps

Blogg og bull. 

Þættinum hefur borist bréf.
"Ég hef oft nú um stundir og áður fyrr heyrt að krakkar eru farnir að bregða máli til verri vegar. Og sífellt eru þeir að leggja Ara minn í einelti með þessum orðskrípum sínum. Það nýjasta tekur nú tappan úr, svo barnið sullast burt með "bade"vatninu. Heldurðu ekki, og hana nú, að þeir séu farin að kalla hann bloggara eða böggara, ég man ekki hvort heldur er. Nú eru þau farin að einelta með þessu bullesens enskuskotnu ástkæru ilhýru. Þeir eru náttlega að meina að Ari minn sé einhver bullari, þessi ölingur.

Kæri þáttur geturu nokku komi í ve fyrir þessi endemis ónáttúru,

kveðja, kona að austan."

Í telefni af þessu vill þátturinn koma á framfæri eftirfarandi spurningu: Kannast nokkur við orðið bullari, bullari.
Kona að vestan telur orðið skylt hinu forna viðurnefni dúllari.
Kona að austan telur að orðið sé tengt hugrenningartengslunum "dútl-Ari". Móðir hans Ara Austman var alltaf að jagast í honum og tautaði gjarnan á stirðum morgnum: "Vertu ekki að þessu dútli, Ari."

Þátturinn spyr: Eru þetta bara ekki snarlega tengd orð: Dúllari, bloggari og bullari.

Ari var spurður að þessu:

"Ja, sona álíka og stígvél og þvottavél."

kv
Gullpungur

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Gott er að ganga örna sinna

Góðar fréttir, Pinkill búinn að stofna reikning sem heitir Seyrusjóður til söfnunar fyrir rotþró við Móakot.
Hann er á nafni mömmu og er númer 0313-13-905262.

Frussan hleypir hér með af stokkunum landssöfnuninni " Gott er að ganga örna sinna í sveitinni".
Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til þess að taka þátt.
Margt smátt gerir gerir eitt stórt og þá er eins gott að hafa rotþró.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com