<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, ágúst 06, 2003„Kæru þjóðhátíðargestir!

Við höfum gert allt sem í okkar valdi hefur staðið til þess að ég gæti verið með ykkur á þjóðhátíð að venju en við höfum þurft að glíma við menn sem fyrirlíta fólk og gera allt sem þeir geta til þess að gera lífið leiðinlegt. Þyrlan á vegum þjóðhátíðarnefndar var klár fram á síðustu stundu en gítarinn og brekkusöngvarinn fengu ekki grænt ljós til ferðar og þess vegna flytur þyrlan ykkur aðeins skilaboð mín og óskir um góðan þjóðhátíðarendi í nótt.

Kæru vinir, þótt að rigni eldi og brennisteini á næstu þjóðhátíð 2004 þá get ég lofað ykkur því að á næstu þjóðhátíð verð ég klár á mínum stað með ykkur í brennusöngnum. Því lofa ég og því lofar þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja ef Guð lofar.

Það bítur hrikaleg að geta ekki verið með ykkur, en við látum ekki leiðindapúkana ráða ferðinni til lengdar. Ég er stoltur af ykkur og veit ekki hvernig þessi jörð væri ef ekki væri hresst og kraftmikið fólk eins og þið.

Við skulum heita hvert öðru því að hittast á þjóhátíðinni 2004 öflugri en nokkru sinni fyrr með vinum og vandamönnum, því saman sigrum við allt pakkið sem er að reyna að stjórna öðru fólki með valdi. Nú klárið þið vaktina og ég hlakka til að hitta ykkur að ári. Þið eruð frá.

Vinarkveðja Árni Johnsen.


mánudagur, ágúst 04, 2003

Sól

Sól að morgni saung Bubbi, sól að helgi syngjum við.

Nú er manni líka farið að líða eins og alminnilegum manni.
Við getum farið að láta sjá okkur í laugunum, erum bæði
slank og brún.

Kveðja
Pinkill

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Ó þér himneska fjölskylda.

Það verður þá úr á enda að allir blogga grimmt?

Ekki væri úr vegi að kenna Hammernum á tölvu, hefur reyndar margoft verið reynt að mér skilst með misjöfnum árangri.

Hér erum við hjúin, heimasætur, niðursetningar, Ingjaldsfífl og aðrir sem að búinu koma:

Reykjadalur er sultarsveit,
sést hann oft með fönnum.
Víst er ofaukið í þeim reit,
öllum góðum mönnum.

Þá er liðið á helgina, rauður dagur á mánudaginn og launagreiðendur sem hafa opið bölva löggjöfinni og 90 % álaginu. ,,Bölv sé kommum og ragn sé Gúttó..."

Ég er fyrir lifandi löngu búinn að missa vitið, konan reynir að fela mig á skrifstofunni nema þegar þarf að þrasa við erfiða kúnna.
Á bak við hvert stórmennið er stórkona. Hún stækkar á fallegan máta þessi elska. Erfinginn fæðist með aukarúm á heilanum.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com