<$BlogRSDUrl$>
Google

miðvikudagur, september 03, 2003

Ókei,
ég er orðin svo áþreifanlega vör við dauða tímann á síðunni að ég verð að blogga sjálf til að finnast eitthvert okkar vera á lífi.

Ég fór í björgunarsundspróf í dag og stóð mig eins og hetja. Ég hef nú skírteini upp á að ég hafi blásið í dúkku og veitt aðra upp af sundlaugarbotni.

Ég hef það mjög gott. Mér kemur óskaplega vel saman við nýja leigjandann minn sem hefur aðeins einn ókost; mömmu sína.
Sú er yfirgengilega yfirgengileg, ein svona sem hringir í mann fimm sinnum á dag og lætur mann hafa móral. Hún hefur mikið reynt að fá mig til að ýmist ala dóttur sína upp eða hafa auga með henni. Ég neita að sjálfsögðu öllu svoleiðis, konunni til mikillar armæðu.

Þetta er annars mjög skemmtileg kona ef maður man að hafa húmor fyrir henni.
Dæmi:
Móðir: Jeg har kjöbt kökkenvægt til Ringa diet. Du skal tabe dig, ja.
Tutla: Hvorfor?
Leigjandi: Please don't pay attention to my mother... please. Mama, perklsjfid ojrsakro skodjfea. Aksldfoaiw.
Móðir: Asklehra Ringalja, kjskdrajoiewia.
(Tutla skottast inn í stofu, bælir niður flissið og heldur áfram að kenna vinkonu sinni upp úr þeirri ágætu bók Þýzk Málfræði.)

Konan er ágæt, nema það að hún á hundleiðilegan fyllibyttukall og gistir því alltaf þegar hún kemur í heimsókn. Ég hef reynt að skýra út fyrir leigjandanum að þó mamma hennar sé velkomin þá sé íbúðin mín ekki flóttamannahæli fyrir meðvirkar kellingar. Það er ekki ljótt að vera með Litháenskan aðal inni á sér, en íbúðin er ekki nógu stór fyrir þrjá nema einn þeirra sé undir fimm ára og hinir tveir séu ástfangnir.
Kellíngin á það líka til að kaupa svo mikin mat handa stúlkunni sinni (sem hún svo endalaust bendir á megrunarkúra) að varla hefur verið pláss í ísskápnum fyrir minn mat og frystihólfinu er ekki hægt að loka. Ég er með einn frostpinna þar inni og þarf að nú að affrysta.

Ég ber mikla virðingu fyrir stúlkunni sjálfri og er þar af leiðandi ekki að bögga hana með að láta mömmuna fara mikið í taugarnar á mér. Stúlkan er vel með fæturna á jörðinni þrátt fyrir óbeislaða móður sína. Mér skilst að hún vilji frekar fá hana í heimsókn en að fara í heimsókn til fyllibyttunar.
Nóg um þær.

Á morgun er fatlaður dagur í Tívolí. Ég á því skrautlegan dag framundan sem endar líklega með Hammernum sjálfum og niðjum hans í beinan karllegg.
Þetta verður frábært.

Ég veit ekkert hvað er planið annað kvöld en geng út frá að það verði borðað...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com