laugardagur, september 27, 2003
föstudagur, september 26, 2003
Hvað haldiði að ég hafi fundið í dag!
Vinnuslys!
Það er það sem maður kallar svonalagað þegar maður finnur það í hausnum á sér.
Getið þið ímyndað ykkur hvernig ástandið er á bænum núna....
Hlusta á Erthu Kitt singja "Too close for comfort..." og bíð eftir að fimmta þvottavélin klárist. Þarf að þvo allt því ég frétti að þær gætu hoppað í hreinan þvott á snúru.
Er með míní-frystihólf, meira svona frystigat. Þar gat ég troðið inn fötum sem þurfa hreinsun og þvottavélin mín myndi éta.
Það sem mér fanst skelfilegast var að þegar ég var búin að tæta í gegnum hárið á mér með fína nýja stálkambnum mínum gat ég ekki séð að neinar lýs hefðu kembst úr!
Elsku littla mongólastelpan okkar kom í skólann í gær eftir viku veikindafrí. Kom svo í ljós að hún hafði verið með veikina lús. Allar líkur benda því til að lúsin hafi verið í mér í meira en viku. Annars hef ég aldrei verið lúsatékkuð svo ég gæti þess vegna hafið gengið með lýsnar í fleiri ár.
Og verið sú sem hef smitað alla!
Gvööð! Gullpúngur og Hammerinn voru í heimsókn hjá mér um daginn!
Vinnuslys!
Það er það sem maður kallar svonalagað þegar maður finnur það í hausnum á sér.
Getið þið ímyndað ykkur hvernig ástandið er á bænum núna....
Hlusta á Erthu Kitt singja "Too close for comfort..." og bíð eftir að fimmta þvottavélin klárist. Þarf að þvo allt því ég frétti að þær gætu hoppað í hreinan þvott á snúru.
Er með míní-frystihólf, meira svona frystigat. Þar gat ég troðið inn fötum sem þurfa hreinsun og þvottavélin mín myndi éta.
Það sem mér fanst skelfilegast var að þegar ég var búin að tæta í gegnum hárið á mér með fína nýja stálkambnum mínum gat ég ekki séð að neinar lýs hefðu kembst úr!
Elsku littla mongólastelpan okkar kom í skólann í gær eftir viku veikindafrí. Kom svo í ljós að hún hafði verið með veikina lús. Allar líkur benda því til að lúsin hafi verið í mér í meira en viku. Annars hef ég aldrei verið lúsatékkuð svo ég gæti þess vegna hafið gengið með lýsnar í fleiri ár.
Og verið sú sem hef smitað alla!
Gvööð! Gullpúngur og Hammerinn voru í heimsókn hjá mér um daginn!
þriðjudagur, september 23, 2003
Já komiði sæl
og blessuð, eftir allan þennan tíma. Eitt og annað drífur á daga eins og gengur. Þróttur hefur hrapað um deild svo dæmi séu nefnd og fyrsti hauststormur skekið íslenska heimsbyggð. Enginn dó en sumir sváfu illa. Ekki minni sviptivindar á íslenskum verðbréfamarkaði. Þetta er bara að verða álíka spennandi og Dallas. Í dag var rafmagnslaust í Kaupmannahöfn og víðar heyrði ég í fréttum. Vonandi hefur það bara verið notalegt. Það er alveg hætt að verða rafmagnslaust í Reykjavík. Ég minnist vetrarkvölda við kerti og spil og byl á glugga... Það voru alltaf kubbakerti til taks á vissum stöðum hjá frússu og tær spenningur sem fylgdi rafmagnsleysinu. Ég held svei mér þá að sonur minn hafi aldrei upplifað rafmagnsleysi. Kannski ég spyrji hann... Nei, segir hann.
Óska mágkonu minni til hamingju með afmælið í gær. Vonandi fékk hún apakveðjuna frá mér...
Jæja, nú er andrúmsloftið orðið þrúgað af læra-heima-geðvonskunni. Saga um sel er vandamálið. Búinn að semja hana í huganum en það er svo assgoti erfitt að þurfa að sitja kjur og einbeita sér að því að koma henni á blað. Og vanda sig í leiðinni. Ég held ég forði mér héðan.
og blessuð, eftir allan þennan tíma. Eitt og annað drífur á daga eins og gengur. Þróttur hefur hrapað um deild svo dæmi séu nefnd og fyrsti hauststormur skekið íslenska heimsbyggð. Enginn dó en sumir sváfu illa. Ekki minni sviptivindar á íslenskum verðbréfamarkaði. Þetta er bara að verða álíka spennandi og Dallas. Í dag var rafmagnslaust í Kaupmannahöfn og víðar heyrði ég í fréttum. Vonandi hefur það bara verið notalegt. Það er alveg hætt að verða rafmagnslaust í Reykjavík. Ég minnist vetrarkvölda við kerti og spil og byl á glugga... Það voru alltaf kubbakerti til taks á vissum stöðum hjá frússu og tær spenningur sem fylgdi rafmagnsleysinu. Ég held svei mér þá að sonur minn hafi aldrei upplifað rafmagnsleysi. Kannski ég spyrji hann... Nei, segir hann.
Óska mágkonu minni til hamingju með afmælið í gær. Vonandi fékk hún apakveðjuna frá mér...
Jæja, nú er andrúmsloftið orðið þrúgað af læra-heima-geðvonskunni. Saga um sel er vandamálið. Búinn að semja hana í huganum en það er svo assgoti erfitt að þurfa að sitja kjur og einbeita sér að því að koma henni á blað. Og vanda sig í leiðinni. Ég held ég forði mér héðan.