<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, október 10, 2003

Í tilefni jólanna hef ég ákveðið að taka upp nýtt skáldanafn, Dósóþeus Finngálkn.
Bíð hér með upp á mitt fyrsta ljóð.


..... en þrátt fyrir allt gengur líf mit á afturfótunum

Sjónvarpið mitt dó.
Hvolpurinn minn mígur á gólfið.
Ég er að fá hálsbólgu.
en að öðru leiti er allt við það sama.

Dósóþeus Finngálkn 2003




miðvikudagur, október 08, 2003

Þá er prinsinn genginn út. Danskar stúlkur eru í sorg.

Illa bera þeir fram nafnið Katrín, en Mary Donaldson hljómar eins og ég veit ekki hvað. Stúlkan er búin að vera í læri hjá hofmeistara Margrétar Þórhildar. Hún hefur mátt lesa óskaplega doðranta um hátterni aðalsins og sögu Danaveldis. Ekki get ég sagt að ég öfundi hana.

Sérstaklega þykir mér hún ó-öfundsverð af því að koma á eftir Alex (frá Hong Kong) sem er gift Jóakim. Sú pæja kicks ass. Ég ber ótrúlega virðingu fyrir þeirri konu. Hún er svona ofurkona. Hlustaði á viðtal við hana í útvarpinu tala á hreimlausri dönsku. Það er nú barasta eitt það erfiðasta sem til er í heiminum.

Þið ættuð að vita hvað er hlegið að mér í vinnunni þegar ég les fyrir börnin. Í dag var það bókin um "Feerne" (álfana). Ég les náttúrulega "Fe". Allir flissa. Katrín ekki skilja. Les áfram.
Meira fliss.
Svo segja þeir mér að ég eigi ekki að segja "Fe" heldur "Fe".
Skjúsmí, ég heyri ekki muninn.
Katrínu sýndar tvær mismunandi munngeyflur og tvö mismunandi Fe.
Katrín sér muninn en heyrir ekki muninn og getur ekki fyrir sitt litla líf sagt muninn.
Nema hvað "Fe" þýðir álfur, og "Fe" þýðir hommi.
Og það var bara byrjunin á bókinni.
Svonalagað getur þýtt að maður stamar það sem eftir er dagsins og ber fram alla sérhljóða kolvitlaust í viku.

Aðrar sjokkfréttir dagsins eru að Terminator hefur verið kosinn ríkisstjóri Kaliforníu. Til hamingju Mangi bróðir!

Gwelda sys á afmæli sama dag og Freddie Mercury.
Lavi á afmæli sama dag og Jesú.
Ég á afmæli sama dag og Ronald Regan.

Ég var að skoða dagskrá rúv... Bráðavaktin, 1. þáttur af 22. sýndur í kvöld.

mánudagur, október 06, 2003

Ég skypa!

Lúsí-fer

Harðákveðinn í að láta myndina af einhverju ókræsilegasta dýri sem að ég hef séð hverfa.

Annars fullyrði ég, fyrir hönd systkina minna og annara er tengjast þessari síðu, að aldrei höfum við fundið fyrir jafnmiklum létti fyrir hönd systur okkar en þegar ljóst var að óværan væri á burt.
Ljóst er að ekki er gott að vera með lús.

En ekki meira lúsatal og þó. Mér dettur alltaf Eiður í hug þegar ég heyri að einhver sé með Lús. Hitti hann ásamt spúsu sinni um daginn í Leifstöð. Hún kom og smellti á mig kossi og sagðist vera koma úr golfferðalagi. Það þótti mér skemmtilegt að heyra.


Fann þetta á Femin og fannst merkilegt:

Gott í gogginn alla vikuna

Kjúklingabaunasúpa
Fyrir 4

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir eða 400g soðnar
4 laukar, grófsaxaðir
2 lárviðarlauf
5 dl vatn
1 ½ tsk jurtasalt eða salt
svartur pipar eða hvítlaukspipar eftir smekk
½ dl ólífuolía

Látið renna vel af baununum og skolið þær í sigti undir köldu vatni. Mýkið laukinn í olíunni (hann á ekki að brúnast). Setjið baunirnar og laukinn í pott með vatninu ásamt lárviðarlaufunum. Sjóðið í 40 mínútur.

Og samkvæmt þessu er þetta gott í gogginn alla vikuna þó að hætt sé að einhverjum þyki þetta leiðigjarnt á 6. degi

Fyrir lesendur og þáttakendur Frussu sem búa í Danaveldi bendi ég á eftirfarnadi frétt:

Fréttablaðið, Sun. 5. okt. 10:47
Leitað að höfundi lags
Stef leitar nú að höfundi lagsins Bruggverksmiðjan springur í loft upp en viðkomandi á inni peningar frá Danmerku. Þar er þetta lag víst í spilun og Stef, sem sér um höfundarréttarmál fyrir íslenskt tónlistarfólk, situr uppi með ávísun frá frændum vorum Dönum sem höfunudur lagsins á að fá. Mikil leit stendur yfir og hefur verið hringt í marga af helstu tónlistarmönnum landsins en þeir vita ekki hver eða hverjir sömdu þetta lag. Viðkomandi höfundur er beðin að hafa samband beint við Stef en allar ábendingar eru vel þegnar og hægt að senda tölvubréf á hvar@frettabladid.is

Ef að þið vitið hver höfundur lagsins er mæli ég með því að þið látið vita. Ef að þið hafið hins vegar heyrt þetta lag eða vitið hvar er hægt að nálgast það væri gatt ef að þið látið vita hér á Frussuni

Og þar með ætti Lúsin að vera farin..........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com