föstudagur, október 24, 2003
Komiði sæl Frussarar!
Þá er Síberíulægð yfir Kaupmannahöfn. Ég held svei mér þá að hún hafi lagt sig aðallega yfir mitt hverfi. Mér hefur sjaldan verið svona kalt á nefinu innanhúss, nema þá árið sem ég bjó í hitalausu í Köln og í gegnumtrekknum í Sunset Park, NY (þar sem ég svaf með lopahúfu, trefil, vettlinga og lopasokka við hliðina á kærastanum mínum jafn dúðuðum).
Það er viðbjóðslega kalt.
2 gráður á Celsíus.
Já, í plús!
Svona er það að venjast því að búa í útlöndum.
Fólk skellir á mann þessari klassísku "þú ert nú Íslendingur". Jú, ég neita því ekki, ég er íslensk.
En ég er með alveg venjulega húð.
Og ég er kvebbuð.
Það lekur eins og úr krana úr litla rauða nebbanum mínum.
Ég er ennþá minnst og því með minnsta nebbann enn um sinn. Fer þó stækkandi.
Og ég fékk gest í kvöld sem vogaði sér að lesa á kvefmeðulin mín, og fann út að það væri spítt í þeim. Hún var svoddan sérfræðingur í málefninu að hún reiknaði út á nóinu að maður þyrfti 12 hylki til að ná "hæi".
The company I keep...
Hún las á DayQuil (frá hinu virta fyrirtæki Vicks) og ég passaði mig að hleypa henni ekki í NyQuilið mitt (það sem ég tek til að geta sofið án þess að kafna í hori). Hreytti í hana hryssingslega að ég hefði nú ekki orðið full af þessu enn. Ótrúlegt hvað fólk með viðurnefnið Bestía getur orðið heilagt þegar rennur af því.
En að örðum málum...
Tutla frétti frá fyrstu hendi að ekki hefði orðið úr ferð á Línu. Grunar að Gwelda gangi hægar um gleðinar dyr á næstunni...
Þá er Síberíulægð yfir Kaupmannahöfn. Ég held svei mér þá að hún hafi lagt sig aðallega yfir mitt hverfi. Mér hefur sjaldan verið svona kalt á nefinu innanhúss, nema þá árið sem ég bjó í hitalausu í Köln og í gegnumtrekknum í Sunset Park, NY (þar sem ég svaf með lopahúfu, trefil, vettlinga og lopasokka við hliðina á kærastanum mínum jafn dúðuðum).
Það er viðbjóðslega kalt.
2 gráður á Celsíus.
Já, í plús!
Svona er það að venjast því að búa í útlöndum.
Fólk skellir á mann þessari klassísku "þú ert nú Íslendingur". Jú, ég neita því ekki, ég er íslensk.
En ég er með alveg venjulega húð.
Og ég er kvebbuð.
Það lekur eins og úr krana úr litla rauða nebbanum mínum.
Ég er ennþá minnst og því með minnsta nebbann enn um sinn. Fer þó stækkandi.
Og ég fékk gest í kvöld sem vogaði sér að lesa á kvefmeðulin mín, og fann út að það væri spítt í þeim. Hún var svoddan sérfræðingur í málefninu að hún reiknaði út á nóinu að maður þyrfti 12 hylki til að ná "hæi".
The company I keep...
Hún las á DayQuil (frá hinu virta fyrirtæki Vicks) og ég passaði mig að hleypa henni ekki í NyQuilið mitt (það sem ég tek til að geta sofið án þess að kafna í hori). Hreytti í hana hryssingslega að ég hefði nú ekki orðið full af þessu enn. Ótrúlegt hvað fólk með viðurnefnið Bestía getur orðið heilagt þegar rennur af því.
En að örðum málum...
Tutla frétti frá fyrstu hendi að ekki hefði orðið úr ferð á Línu. Grunar að Gwelda gangi hægar um gleðinar dyr á næstunni...