<$BlogRSDUrl$>
Google

laugardagur, október 25, 2003

Sæl veriði.

Bráðum kemur betri tíð og frost í Prag
Við ákáðum fyrir löngu að skreppa þangað og ætlum í næstu viku.
Það er nokkuð spennandi, en nokkuð langt í vorið. Veðurfregnir segja -12°C þar í nágrenninu.

Friðarljóð frá unglinginum í skóginum.
Vorið í Prag
Bráðum kemur betri tíð og vor í Prag og hvað með það.
Praa hva me þa.


Sonur minn syngur í minningu morða
Þegar fólk í Hírósíma gekk götuna
heyrðust mikil hljóð
brennandi fólk í tætlum
lifði ekki af
geislunin náði til Noregs
og vansköpuð börn fæðast enn þann dag í dag í Japan
En Íslendingar eru svo sem engir friðarsinnar
Hefurðu til dæmis lesið Egilssögu
Hann tapaði í leik og hljóp heim, sótti sér öxi og drap krakkann sem vann
Pabbi hans drap þá fóstru hans
Og Egill drap þá vin Skallagríms og voru þeir þá ekki á eitt sáttir feðgar
Álíka skapstórir og bandaríkjaforseti
enda styðja Íslendingar hann í blóðugum friðarumleitunum innan lands sem utan.

Við feðgar horfðum saman á Keiluspil Kolumbínu í gærkvöldi. Ég segi nú bara eins og Helga mágkona, þeir eru svo bilaðir þessir kanar.

kv
Gullpungur
föstudagur, október 24, 2003

Komiði sæl Frussarar!

Þá er Síberíulægð yfir Kaupmannahöfn. Ég held svei mér þá að hún hafi lagt sig aðallega yfir mitt hverfi. Mér hefur sjaldan verið svona kalt á nefinu innanhúss, nema þá árið sem ég bjó í hitalausu í Köln og í gegnumtrekknum í Sunset Park, NY (þar sem ég svaf með lopahúfu, trefil, vettlinga og lopasokka við hliðina á kærastanum mínum jafn dúðuðum).
Það er viðbjóðslega kalt.
2 gráður á Celsíus.

Já, í plús!

Svona er það að venjast því að búa í útlöndum.
Fólk skellir á mann þessari klassísku "þú ert nú Íslendingur". Jú, ég neita því ekki, ég er íslensk.
En ég er með alveg venjulega húð.

Og ég er kvebbuð.
Það lekur eins og úr krana úr litla rauða nebbanum mínum.
Ég er ennþá minnst og því með minnsta nebbann enn um sinn. Fer þó stækkandi.
Og ég fékk gest í kvöld sem vogaði sér að lesa á kvefmeðulin mín, og fann út að það væri spítt í þeim. Hún var svoddan sérfræðingur í málefninu að hún reiknaði út á nóinu að maður þyrfti 12 hylki til að ná "hæi".
The company I keep...

Hún las á DayQuil (frá hinu virta fyrirtæki Vicks) og ég passaði mig að hleypa henni ekki í NyQuilið mitt (það sem ég tek til að geta sofið án þess að kafna í hori). Hreytti í hana hryssingslega að ég hefði nú ekki orðið full af þessu enn. Ótrúlegt hvað fólk með viðurnefnið Bestía getur orðið heilagt þegar rennur af því.

En að örðum málum...
Tutla frétti frá fyrstu hendi að ekki hefði orðið úr ferð á Línu. Grunar að Gwelda gangi hægar um gleðinar dyr á næstunni...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com