<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, desember 05, 2003

15 dagar.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Vá maður, gæti það verið að mig langaði að vera á Íslandi núna!
16 dagar þar til ég kem heim.

Ég er þó að reyna að sanna þetta kippir í kynið dæmi... en gengur allt of hægt að skreyta. Náði ekki að koma mér upp aðventukransi.

Anna systir er í bænum. Hún skildi eftir skilaboð á símsvaranum mínum, fliss og læti og svo skellti hún á. Ég þarf að leita að símanúmerinu hennar, ég vona að hún sé með gemsann sinn.

Gat ekki sinnt því í kvöld því ég var á æðislegustu tónleikum sem ég hef nokkurn tíma verið á. Fékk miðann í jólagjöf frá vinkonu minni. Einhver heyrt um Erykah Badu?
Sú er eina konan í heiminum sem fengi mig til að sveiflast yfir á lesbísku hliðina.
Guð minn góður og allir lærisveinarnir, hvað konan er falleg! Það besta við hana er að hún er svo hamingjusöm og hún barasta ferðast um heiminn og dreifir hamingju yfir alla!

Svona kona ætla ég að verða þegar ég er orðin stór.

Hún sagði svolítið merkilegt á tónleikunum, svoldið sem ég hef heyrt áður...
Það er bara til tvent í þessum heimi, hamingja og ótti. Hamingja og ótti geta aldrei verið til staðar samtímis. Annað þarf alltaf að fara út.

Hún hefur líklega ekki lesið blöðin í dag. Ég gubbaði nærri því yfir fréttinni af manninum sem át vin sinn í Þýskalandi. Ég hef aldrei verið svona nálægt því að kasta upp yfir einhverju sem ég las í dagblaði.
Ég geri ráð fyrir að masókíski maðurinn sem samþykkti að láta borða sig hafi upplifað ótta og hamingju samtímis. Leiki það fleiri eftir.

Halló þið þarna úti!

miðvikudagur, desember 03, 2003

Jólin jólin !

Næstkomandi þriðjudag verða jólin sett upp á Langholtsvegi 179. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í að skreyta hús með grænum greinum og grænar greinar með jólaserjum. Frussan ætlar að bjóða upp á súpuspón með brauði og jafnvel sammall með fyrir gesti og gangandi. Ég hvet alla afkomendur til þess að koma og taka þátt í atburði sem gæti orðið árleg skemmtilegheit í jólamánuðinum.

Ég kemst í hátíðarskap
og hjá Frussu ét á mig gat
Svo hljómar hvert sem ég fer
svo sérstakt hljóð úr görnum mér

Lavinn

mánudagur, desember 01, 2003

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Hey, Lavi,
this one's for you!

Allir hinir, til hamingju með daginn!

1. des á morgun. Í dag eru 20 dagar þar til ég kem heim.
Ég hef aldrei á ævi minni hlakkað eins mikið til jólanna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com