föstudagur, desember 05, 2003
fimmtudagur, desember 04, 2003
Vá maður, gæti það verið að mig langaði að vera á Íslandi núna!
16 dagar þar til ég kem heim.
Ég er þó að reyna að sanna þetta kippir í kynið dæmi... en gengur allt of hægt að skreyta. Náði ekki að koma mér upp aðventukransi.
Anna systir er í bænum. Hún skildi eftir skilaboð á símsvaranum mínum, fliss og læti og svo skellti hún á. Ég þarf að leita að símanúmerinu hennar, ég vona að hún sé með gemsann sinn.
Gat ekki sinnt því í kvöld því ég var á æðislegustu tónleikum sem ég hef nokkurn tíma verið á. Fékk miðann í jólagjöf frá vinkonu minni. Einhver heyrt um Erykah Badu?
Sú er eina konan í heiminum sem fengi mig til að sveiflast yfir á lesbísku hliðina.
Guð minn góður og allir lærisveinarnir, hvað konan er falleg! Það besta við hana er að hún er svo hamingjusöm og hún barasta ferðast um heiminn og dreifir hamingju yfir alla!
Svona kona ætla ég að verða þegar ég er orðin stór.
Hún sagði svolítið merkilegt á tónleikunum, svoldið sem ég hef heyrt áður...
Það er bara til tvent í þessum heimi, hamingja og ótti. Hamingja og ótti geta aldrei verið til staðar samtímis. Annað þarf alltaf að fara út.
Hún hefur líklega ekki lesið blöðin í dag. Ég gubbaði nærri því yfir fréttinni af manninum sem át vin sinn í Þýskalandi. Ég hef aldrei verið svona nálægt því að kasta upp yfir einhverju sem ég las í dagblaði.
Ég geri ráð fyrir að masókíski maðurinn sem samþykkti að láta borða sig hafi upplifað ótta og hamingju samtímis. Leiki það fleiri eftir.
16 dagar þar til ég kem heim.
Ég er þó að reyna að sanna þetta kippir í kynið dæmi... en gengur allt of hægt að skreyta. Náði ekki að koma mér upp aðventukransi.
Anna systir er í bænum. Hún skildi eftir skilaboð á símsvaranum mínum, fliss og læti og svo skellti hún á. Ég þarf að leita að símanúmerinu hennar, ég vona að hún sé með gemsann sinn.
Gat ekki sinnt því í kvöld því ég var á æðislegustu tónleikum sem ég hef nokkurn tíma verið á. Fékk miðann í jólagjöf frá vinkonu minni. Einhver heyrt um Erykah Badu?
Sú er eina konan í heiminum sem fengi mig til að sveiflast yfir á lesbísku hliðina.
Guð minn góður og allir lærisveinarnir, hvað konan er falleg! Það besta við hana er að hún er svo hamingjusöm og hún barasta ferðast um heiminn og dreifir hamingju yfir alla!
Svona kona ætla ég að verða þegar ég er orðin stór.
Hún sagði svolítið merkilegt á tónleikunum, svoldið sem ég hef heyrt áður...
Það er bara til tvent í þessum heimi, hamingja og ótti. Hamingja og ótti geta aldrei verið til staðar samtímis. Annað þarf alltaf að fara út.
Hún hefur líklega ekki lesið blöðin í dag. Ég gubbaði nærri því yfir fréttinni af manninum sem át vin sinn í Þýskalandi. Ég hef aldrei verið svona nálægt því að kasta upp yfir einhverju sem ég las í dagblaði.
Ég geri ráð fyrir að masókíski maðurinn sem samþykkti að láta borða sig hafi upplifað ótta og hamingju samtímis. Leiki það fleiri eftir.
miðvikudagur, desember 03, 2003
Jólin jólin !
Næstkomandi þriðjudag verða jólin sett upp á Langholtsvegi 179. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í að skreyta hús með grænum greinum og grænar greinar með jólaserjum. Frussan ætlar að bjóða upp á súpuspón með brauði og jafnvel sammall með fyrir gesti og gangandi. Ég hvet alla afkomendur til þess að koma og taka þátt í atburði sem gæti orðið árleg skemmtilegheit í jólamánuðinum.
Ég kemst í hátíðarskap
og hjá Frussu ét á mig gat
Svo hljómar hvert sem ég fer
svo sérstakt hljóð úr görnum mér
Lavinn
Næstkomandi þriðjudag verða jólin sett upp á Langholtsvegi 179. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í að skreyta hús með grænum greinum og grænar greinar með jólaserjum. Frussan ætlar að bjóða upp á súpuspón með brauði og jafnvel sammall með fyrir gesti og gangandi. Ég hvet alla afkomendur til þess að koma og taka þátt í atburði sem gæti orðið árleg skemmtilegheit í jólamánuðinum.
Ég kemst í hátíðarskap
og hjá Frussu ét á mig gat
Svo hljómar hvert sem ég fer
svo sérstakt hljóð úr görnum mér
Lavinn
mánudagur, desember 01, 2003
Góðir Íslendingar
Í dag eru 85 ár liðin frá því Íslendingar fengu fullveldi frá Dönum. Áður en 100 ár líða verður án efa bæði komin evra og fullveldinu betur komið fyrir í höndum samherja úr Brussel.
Hvað sem því líður þá botna ég nær aldrei í þessum vefsíðum sem ungliðarnir senda hér um síðurnar, enda ekki mitt að fylgja slíkum skilaboðum.
En hvað segið þið um þetta:
Einn á lúðurinn....
Kveðja
Gullpungur
Í dag eru 85 ár liðin frá því Íslendingar fengu fullveldi frá Dönum. Áður en 100 ár líða verður án efa bæði komin evra og fullveldinu betur komið fyrir í höndum samherja úr Brussel.
Hvað sem því líður þá botna ég nær aldrei í þessum vefsíðum sem ungliðarnir senda hér um síðurnar, enda ekki mitt að fylgja slíkum skilaboðum.
En hvað segið þið um þetta:
Einn á lúðurinn....
Kveðja
Gullpungur
sunnudagur, nóvember 30, 2003
Góðan og blessaðan sunnudaginn.
Niðjum Hammers og Frussu vil ég óska til hamingju með daginn. Nú eru einhver ár og einhverjir áratugir frá því þau stálust til að festa ráð sitt, alveg upp á dag, þe. 30 nóvember. Engin væri hér að bulla ef þau hefðu ekki ruglað saman reitum forðum, svo við erum þakklát fyrir það.
Muniði svo að hlusta á frænku hans Olla á þriðjudagskvöldum kl. 10 á Bylgjunni.
Með kveðjum frá Gullpung pabba síns (hans??). Hef aldrei verið sterkur í málfræðinni.
Niðjum Hammers og Frussu vil ég óska til hamingju með daginn. Nú eru einhver ár og einhverjir áratugir frá því þau stálust til að festa ráð sitt, alveg upp á dag, þe. 30 nóvember. Engin væri hér að bulla ef þau hefðu ekki ruglað saman reitum forðum, svo við erum þakklát fyrir það.
Muniði svo að hlusta á frænku hans Olla á þriðjudagskvöldum kl. 10 á Bylgjunni.
Með kveðjum frá Gullpung pabba síns (hans??). Hef aldrei verið sterkur í málfræðinni.
1. des á morgun. Í dag eru 20 dagar þar til ég kem heim.
Ég hef aldrei á ævi minni hlakkað eins mikið til jólanna.
Ég hef aldrei á ævi minni hlakkað eins mikið til jólanna.