fimmtudagur, desember 11, 2003
Skýjum ofar
Muse
Brjálæðislega gott band,
brjálæðislega góðir á tónleikum,
brjálæðislegir tónleikar,
Alsæll.
Muse
Brjálæðislega gott band,
brjálæðislega góðir á tónleikum,
brjálæðislegir tónleikar,
Alsæll.
miðvikudagur, desember 10, 2003
Jól
Og þá eru jólin komin upp á Langholtsveginum. Búið að skreyta hús með grænum hænum og tendra ljós í trénu bjarta, tveimur runnum, verkfæraskúr og svalahandriði. Jólasöngvar sungnir af miklum móð nágrönnum til mikillar gleði. Ágætis mæting og var haft á orði að sjaldan hefði ríkt eins mikil jólastemming í hjörtum viðstaddra.
Erum harðákveðin í að gera þetta að árvissum viðburði á jólaföstu ( næsta skreyting áætluð 7. desember 2004 ).
Það eru að koma jól
og ég fæ nýjan kjól
undirföt og korsilett
sjáið hvað ég er nett.
Lavinn
Og þá eru jólin komin upp á Langholtsveginum. Búið að skreyta hús með grænum hænum og tendra ljós í trénu bjarta, tveimur runnum, verkfæraskúr og svalahandriði. Jólasöngvar sungnir af miklum móð nágrönnum til mikillar gleði. Ágætis mæting og var haft á orði að sjaldan hefði ríkt eins mikil jólastemming í hjörtum viðstaddra.
Erum harðákveðin í að gera þetta að árvissum viðburði á jólaföstu ( næsta skreyting áætluð 7. desember 2004 ).
Það eru að koma jól
og ég fæ nýjan kjól
undirföt og korsilett
sjáið hvað ég er nett.
Lavinn