<$BlogRSDUrl$>
Google

föstudagur, janúar 09, 2004

Hvítvoðungar 

...eru skemmtileg fyrirbæri, sérstaklega þegar þeir hjala.

Við höfum nú fengið að njóta nærvistar eins hvítvoðungs sem illt hefur haft í maga. Nú bar svo undir um daginn að umræddur hvítvoðungur átti tíma í ungbarnaeftirliti en þetta blogg fjallar um það. Ef þú átt ekki barn eða finnst leiðinlegt þegar fólk hefur um ekkert annað að tala en börnin sín ráðlegg ég þér að fara á þessa síðu í staðinn:

Áður en ég held áfram langar mig að vitna smá í heimasíðu Heilsugæslunnnar í Mosfellssveit:

,,Allt ungbarnaeftirlit fyrir læknisumdæmið fer fram á stöðinni. Fylgst er reglubundið með vexti og þroska barnanna. Ráðgjöf af ýmsu tagi m.a. um brjóstagjöf, matarræði og slysavarnir er mikilvægur þáttur eftirlitsins. Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, mænuveiki, heilahimnubólgu (ein teg.), hettusótt, rauðum hundum og mislingum. Fyrstu vikurnar eftir fæðingu fara hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar í vitjanir heim til barnanna. Foreldrar eru því beðnir um að hafa samband við heilsugæslustöðina fljótlega eftir að heim er komið. Fyrsta læknisskoðun er við 6 vikna aldur. Síðan er reglubundið eftirlit hjá hjúkrunarfræðingi og lækni til skólaaldur".

Og heildræna töflu um eftirlitið er að finna á heimasíðu ,,Heilsó Sigló” eins og ég kýs að kalla það:

,,Yfirlit yfir ungbarna- og smábarnavernd

Fyrsta vika eftir heimkomu
Vitjun í heimahús;

Á 4 viku eftir heimkomu
Vitjun í heimahús og/eða koma á heilsugæslustöð - eftirlit

6 vikna gamalt
Læknisskoðun

2. mánaða
Almennt eftirlit

3. mánaða
Fyrsta bólusetningin, í einni sprautu er sprautað gegn kíkhósta,barnaveiki, stífkrampa, haemofilus influenzae b-stofni og mænusótt

5. mánaða
Endurtekin sama bólusetning og 3ja mánaða

6. mánaða
Læknisskoðun og bólusetning gegn heilahimnubólgu af völdum meningococca af C - stofni (tímasetning gæti breyst síðla árs 2003)

8. mánaða
Almennt eftirlit og bólusetning gegn heilahimnubólgu af völdum meningococca af C - stofni (tímasetning gæti breyst síðla árs 2003)

10. mánaða
Læknisskoðun og þroskamat

12. mánaða
Endurtekin sama bólusetning og 5 mánaða

18. mánaða
Læknisskoðun, þroskamat og barnabólusetning í einni sprautu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum

2 ára
Almennt eftirlit

31/2 ára
Læknisskoðun, þroskamat, sjón- og heyrnarpróf

5 ára.
Læknisskoðun, þroskamat, sjón- og heyrnarpróf og barnabólusetning í einni sprautu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíkhósta"

Nú ætla ég ekki að smána þá ágætu stofnun sem Heilsugæslan í Mosó er, svo og allt annað fagurt í þeirri sveit, en ekki verður hjá því komist að minnast þess að við hjúin urðum vör við vott af forræðishyggju þegar við komum með hvítvoðung vorn til eftirlits.

Fyrir það fyrsta ætlaði (meðvirka og / eða forræðissinnaða) hjúkkan hún Brynja að fá flog þegar hún komst að því að við höfðum skrópað í 4 vikna skoðunina og í heilar sex vikur hafði enginn (maður í hvítum slopp) læknað hvítvoðung vorn, eða frá fæðingardegi títtnefnds hvítvoðungs. ,,Og hver hefur þá vigtað hana...?" spurði Brynja forviða af forræðishyggju. ,,Jú sjáðu til, við höfum gert það sjálf", kváðum við hjúin við. Varð Brynju þá svo mikið um að hlustunarpípan fölnaði um hálsinn á henni.

Þegar Brynja komst á snoðir um að Þula væri með magakrampa og að við hefðum brugðið á það ráð að gefa henni grasaseyði ætlaði allt um koll að keyra. Brynja hélt langa tölu um hve ófaglegir þessir grasalæknar væru, að þeir gæfu ekkert upp hvað væri í remedíunum þeirra og þar með væri engin leið að vita hvað væri verið að setja ofan í fólk / börn. Að svo mæltu stumraði hún út úr sér og var mikið niðri fyrir: ,,Var ykkur nokkuð sagt hvað væri í þessu?" Ég kvað konuna hafa lýst því sem ,,íslenskum fjallajurtum". Það var ekki nógu gott fyrir Brynju. Hún afréð okkur að eina vitið væri að fá ungbarnalækni til að skoða hvítvoðunginn, hann gæti skrifað upp á alvöru meðal handa barninu okkar. Þá spurði ég hana hvað væri í því meðali en fátt varð um svör, hún vissi það líklegast ekki.

Nú verð ég að játa svolítið, systir konu minnar er ljósmóðir og tók á móti litlu stelpunni okkar og er hún kona mikillar visku um mannslíkamann (sjá www.9manudir.is ). Hún hafði heyrt af því að ljósur í Keflavík og á Selfossi væru að ráðleggja þetta grasaseyði í stað þess að kaupa eitthvað sem heitir Mini Foam í apóteki eða fá alvöru meðal, (það er róandi), hjá ungbarnalækni. Ég þarf ekki að eyða frekara púðri í valkostinn róandi, það segir sig sjálft, ég dópa ekki mánaðargamalt barn niður í vögguna svo það orgi ekki meir fyrr en rjátlast af því, púnktur. Um Mini Foam er það að segja að við fengum þær upplýsingar að það virkaði í um 2% tilfella. Slíkt hlítur að vera satt í ljósi þess að nokkrum dögum síðar þegar ég í einhverju „organdi lítið barn“ ráðaleysi ætlaði að kaupa þetta en kom út með hómópatapillur (sem heita chamoile og virka ekki heldur) því Mini Foam var tekið af markaði. Nema hvað þetta var kannski útúrdúr.

Þegar hér var komið við sögu höfðum við áttað okkur, þessa konu, Brynju, var ekki hægt að tala við. Því miður var þessu ekki lokið þar með. Hún átti eftir að kalla til ungbarnaunglækni sem er helst að minnast fyrir eftirfarandi orð: ,,Hva, þið getið alveg eins prófað að gefa henni þurrmjólk fyrst þið eruð að gefa henni GRASASEYÐI" (grasaseyði sagt með fyrirlitningu). Einhverra hluta vegna er það greypt í huga okkar að brjóstamjólk sé barninu best. Ég veit ekki hvort það stendur líka í Biblíunni en allar konur, fagaðilar og leikar, tönglast á þessu líkt og Afi Sigurjón á sléttuböndum, gömlum bröndurum og Gilsbakkaþulu. Af þeim sökum vildum við ekki rífa hana strax af brjósti og setja á SMA (sem lyktar annars viðbjóðslega).

Þegar Brynja spurði okkur hvers vegna við hefðum ekki komið í skoðun áður sögðum við að við hefðum ekki talið þörf á því vegna þess að þegar við hefðum spurt hjúkkurnar á Seltjarnarnesi og í Mosó hvað væri gert í svona skoðun hafði okkur í bæði skiptin verið svarað: ,,Hún er vigtuð og svona". Þetta ,,svona" var reyndar pínulítið á huldu þar sem engin aðspurð hjúkka gat svarað því. Þessu vildi Brynja ekki kyngja, og tuldraði: ,,Ég hefði nú haldið að við gerðum margt meira en að vigta börnin...". En hvað kom á daginn, hún vigtaði hana, mældi líkams lengd og ummál höfðus. Ég sem hélt að menn hefðu síðast mælt höfuð annara manna þegar innflytjendur flyktust til BNA í upphafi síðustu aldar og mannfræðingurinn Frans Boas gerði að tilraunadýrum.

Næstu 45 mínútur fóru (eðlilega) í að útskýra fyrir hinum fáfróðu og óreyndu foreldrum mikilvægi þess að fá fagaðila heim, minnst einu sinni í viku, til að vikta barnið með fagvikt. Og ekki lýkur hlutverki fagaðilanna þar, heldur mæla þeir samviskusamlega ummál höfuðs hvítvoðunganna einnig, með málbandi. Og það getur náttúrlega ekkert foreldri gert sjálft. Enda málbönd ekki til á hverju heimili.

Eftir að Brynja hafði gert margt meira en að „vigta hana og svona“ tók hún okkur á eintal og trúði okkur fyrir því að hún hefði átt barn sem orgaði 20 tíma á sólarhring og kynnti Helgu fyrir Edinborgarþunglyndismælikvarðanum og lagði fyirir hana próf. Við vorum bæði ósofin og þetta var orðið of súrrealískt. Að endingu bauð hún sér í heimsókn til okkar þegar við værum flutt og nánast skipaði mér í fæðingarorlof með þeim orðum að mig yrði að virkja.

Í dag erum við reyndar búin að rífa hana af brjósti og setja á SMA (sem lyktar annars viðbjóðslega) og aftur á brjóstið, en brjóstið ráðlagði læknirinn sem við leituðum svo til, hann Úlfur (einn af tveim sérfræðingum á Íslandi í ungbarnamagakveisu og kosta fimm og níu að fá að hitta, fjandast tryggingastofnun, ríkisstjórn og læknamafía). Já, við fórum með hana til læknis sem var hreint ágætur miðað við hana Brynju. Virtist víst áhugasamur um grasaseyðið og skrifaði ekki upp á róandi, heldur fyrirskipaði brjóstið aftur eins og áður sagði. Ég er ekki enn farinn í fæðingarorlof en fjölslkylda okkar elskuleg hefur hjálpað mikið til upp á síðkastið.

Annars er þetta orðið langt. Við fórum með stelpuna aftur í ungbarnaeftirlit til Brynju nú vikunni. Kláruðum þetta á mettíma og afþökkuðum fyrirhugaða heimsókn.

Svo lengi lærir sem lifir.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Gefst upp 

Ég get ómögulega fundið þetta draft.
Fariða í hábölvað!
Og það var bráðskemmtilegt ofaníkaupið.

Auglýsi hérmeð eftir Draft-i með óskaplega mörgum spurningamerkjum.
Finnandi vinsamlegast hafið samband við Tutlu Hammers, Danmörku.
Fundarlaun.

Að blogga ! 

Að blogga er góð skemtun sem vert er að tileinka sér.
Það er ótrúlega gaman að sitja við "vördinn" og létta á hugsunum sínum.
Núna er ég til dæmis að hugsa hvað ég finn mikið til í maganum og hvað fnykurinn úr iðrum mér er fúll. Annað var það ekki......

Djö... 

ég er ferlega pirruð núna.
Skrifaði ógisla skemmtilegt blogg, langt og læsilegt.
Nema hvað, ég veit ekki fyrri til en ... ég pósta og allir séríslensku stafirnir hverfa. Ég fer þá inn í textann aftur, ákveð að vista sem draft og reyna að bjarga því seinna. Skrifa það sem hér sem fyrir neðan stendur og það kemur í lagi út. Ég kætist og ákveð að endurútgefa textann.

Er þá ekki bara allt horfið!!!
Fokkit segi ég nú bara!

Veit einhver hversvegna svona gerist? Nú koma séríslensku stafirnir út.

Bloggvandræði 

Hey, er að reyna að blogga á íslensku en fæ ekki séríslensku stafina. Hver fjandin er í gangi? Ég skrifa rosablogg og verð að vista það sem draft til að skrifa upp á nýtt seinna!?

Er bloggið dautt? 

Hvers vegna eru allir hættir að blogga? Ég fer að skipta um stöð.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Frussa kynnir: 

KORKTAFLAN....

Hvað finnst þér... 

Frussan kynnir: Gallup Ibbar; segðu þína skoðun hér að neðan.

Plötualbúm nr.4 

Vikan 4. - 10. janúar 2003Meira á
Ibba Goggana

mánudagur, janúar 05, 2004

Gleðilegt ár, já já 

Ég veit ekki hvað skal segja um bloggútlit síðustu daga. Maður hefir greinilega verið fjarri góðu gamni, enda tölvulaus í fríinu, ef frá er talinn lapptoppurinn með heimavinnunni. Ég skil ekki alveg hvað þessar breytingar eiga að fyrirstilla, en hreifst af nýjum krækjum.

Ég tók hjá ukkur prófið "Hvusslax ræma ertu?" og komst að því að ég er ekki Washingtonför herra Smith. Ég er listi Schindlers. Hefði viljað vera Tónaflóð.

Megi almættan gefa okkur öllum heilsugott og skapandi ár.
Þinn að eilífu Kiddi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com