laugardagur, febrúar 28, 2004
Gleði gleði gleði...
... gleði líf mitt er... því Jesú Kristur... hefur gefið mér...
Í kvöld gaf hann mér vin minn sem er á leiðinni hingað með bíómyndir og dæetkók. Ég hef poppað en verð líklega að poppa annan umgang því ég er að verða búin að borða allt poppið.
Ég er kærastalaus í kvöld og þess vegna er heimabíó, ekki á Gwelduskala, í herbergi aðalsmeyjarinnar. Sú hefur sagt upp leigunni og ég er því að leita mér að nýjum leigjanda. Hún er ekki heima og við ætlum að nota DVD spilarann hennar og sjónvarpið!
Ég hef annars verið afkastamikil í dag. Það er þetta með "krónuflóttaheilkennið". Ég kannast við þetta þó ég verði að viðurkenna að færri krónur milli handa geri það að verkum að ekki eru keyptar eins öflugar mubblur, en verkurinn í pungnum.. péningapungnum.. er sár engu að síður.
Ég þurfti að kaupa gallabuxur, vessgú þrjúhundruðkrónur.
Ég þurfti að kaupa sjampó og sápu og svitalyktareyði. Þá var bruðalað í leiðinni í spennu í hárið og eitthvað gel, líka í hárið. Verð þó að segja mér til málsbóta að ég fékk fjóra tannbursta á tilboði. En ég verð voða fín um hárið.
Því næst fór ég í Nettó og keypti fullt af mat. Vei, fullur ísskápur!
Ávextir og grænmeti, namm.
Ég elska 28 daga mánuði. Það mætti vera fleiri af þeim.
Jæja, þá er það vídeó.
Í kvöld gaf hann mér vin minn sem er á leiðinni hingað með bíómyndir og dæetkók. Ég hef poppað en verð líklega að poppa annan umgang því ég er að verða búin að borða allt poppið.
Ég er kærastalaus í kvöld og þess vegna er heimabíó, ekki á Gwelduskala, í herbergi aðalsmeyjarinnar. Sú hefur sagt upp leigunni og ég er því að leita mér að nýjum leigjanda. Hún er ekki heima og við ætlum að nota DVD spilarann hennar og sjónvarpið!
Ég hef annars verið afkastamikil í dag. Það er þetta með "krónuflóttaheilkennið". Ég kannast við þetta þó ég verði að viðurkenna að færri krónur milli handa geri það að verkum að ekki eru keyptar eins öflugar mubblur, en verkurinn í pungnum.. péningapungnum.. er sár engu að síður.
Ég þurfti að kaupa gallabuxur, vessgú þrjúhundruðkrónur.
Ég þurfti að kaupa sjampó og sápu og svitalyktareyði. Þá var bruðalað í leiðinni í spennu í hárið og eitthvað gel, líka í hárið. Verð þó að segja mér til málsbóta að ég fékk fjóra tannbursta á tilboði. En ég verð voða fín um hárið.
Því næst fór ég í Nettó og keypti fullt af mat. Vei, fullur ísskápur!
Ávextir og grænmeti, namm.
Ég elska 28 daga mánuði. Það mætti vera fleiri af þeim.
Jæja, þá er það vídeó.
föstudagur, febrúar 27, 2004
DJ Platurn finnst á 218 síðum á google
Það þýðir að hann Illugi er þekktari en Bjarni Fel sem kom upp 164 sinnum.
Annars er ég búinn að vera að bera kassa og drasl einu sinni enn, vinnan að flytja. Nú mæti ég í Borgartún 33 á mánudaginn.
Dóttir mín er byrjuð að toga í tærnar á sér.
;)
Annars er ég búinn að vera að bera kassa og drasl einu sinni enn, vinnan að flytja. Nú mæti ég í Borgartún 33 á mánudaginn.
Dóttir mín er byrjuð að toga í tærnar á sér.
;)
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
netvætt holtið er að Varmá.
Jæja kæru vinir, hér með tilkynnist að undirritaður hefur fengið netsamband að nýju í nýjum heimkynnum. Lof sé drottni og Dýra í upphæðum, halelúja, hálsmen.
Einnig tilkynnist hér með að undirrritaður hefur tekið upp nýtt ættarnafn, eða von Varmá. Ich bin Sveimhugi von Varmá...
Leitt þykir mér að kenna mig við bæjarfélag sem endaði eitt sinn á -sveit, hence; lengi lifi 271 Varmá.
Addí.
Einnig tilkynnist hér með að undirrritaður hefur tekið upp nýtt ættarnafn, eða von Varmá. Ich bin Sveimhugi von Varmá...
Leitt þykir mér að kenna mig við bæjarfélag sem endaði eitt sinn á -sveit, hence; lengi lifi 271 Varmá.
Addí.